Unnur Brá á forsíðu Fréttablaðsins
'}}

Unnur Brá Konráðsdóttir er á forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem hún ræðir pólitíkina og lífið á þinginu en Unnur Brá er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.

Unnur segir aldrei annan flokk en Sjálfstæðisflokk hafa komið til greina. Þar spili uppeldið inn í.

„Pabbi var sjálfstæðismaður. Það var talað mikið um pólitík. Mágur minn var framsóknarmaður. Það voru miklar umræður og horft á kosningasjónvarp og rifist um pólitík heima. Þá varð ég alveg sannfærð um að ég væri ekki framsóknarmaður. Á þessum tíma fyrir austan fjall var nefnilega ekki til annað en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Í Rangárvallasýslu versluðu sjálfstæðismenn á Hellu og framsóknarmenn á Hvolsvelli. Við keyrðum alltaf í gegnum Hvolsvöll yfir á Hellu til þess að versla. Maður hafði eiginlega ekki komið inn í kaupfélagið á Hvolsvelli fyrr en maður var orðinn unglingur,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir í viðtalinu sem má lesa í heild sinni á Vísi.is