Eignarréttur, réttur til frelsis og jafnréttis eru frumréttindi sérhvers einstaklings þar sem enginn einstaklingur er fæddur til neinna réttinda umfram aðra. Heill þjóðfélagsins byggist á frjálsu atvinnulífi með frjálsri samkeppni til hagsbóta fyrir alla landsmenn.