Við stöndum á tímamótum. Við getum látið reka á reiðanum eða skapað samfélag þar sem hvert barn blómstrar í skóla. Miklu fjármagni er varið í grunnskólakerfið en árangurinn er ekki eftir því. Í samfélagi sem byggir á jöfnum tækifærum er það óviðunandi að stór hluti barna hafi ekki grunnfærni í lesskilningi eftir tíu ára skyldunám.
Afleiðingar slaks námsárangurs eru alvarlegar og m.a. þær að börn njóta ekki jafnra tækifæra. Smám saman molnar undan lýðræðinu og samkeppnishæfni okkar Íslendinga dalar - sem rýrir lífsgæði okkar allra.
Þjóðir sem ná árangri í menntamálum búa við bestu lífskjörin - þar viljum við Íslendingar vera og þar getum við verið.
ALLT ÞAÐ NÝJASTA FRÁ SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM
Nýjustu fréttir
GREINASKRIF SJÁLFSTÆÐISMANNA
Greinar
„Ísland er land óþrjótandi tækifæra. Við erum stórhuga þjóð, rík að auðlindum, hugmyndum og hæfileikaríku fólki. Það er full ástæða til að horfa björtum augum til komandi ára."
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
SJÁLFSTÆÐISSTEFNAN
Eignarréttur, réttur til frelsis og jafnréttis eru frumréttindi sérhvers einstaklings þar sem enginn einstaklingur er fæddur til neinna réttinda umfram aðra. Heill þjóðfélagsins byggist á frjálsu atvinnulífi með frjálsri samkeppni til hagsbóta fyrir alla landsmenn.
Sjálfstæðisflokkurinn
Háaleitisbraut 1
105 Reykjavík
xd@xd.is
s. 515-1700