Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, boðar til Reykjavíkurþings 2024 í Valhöll dagana 8.-9. mars nk.
Sem venja er fer fram málefnavinna auk þess sem að erindi í formi örfyrirlestra og pallborðsumræðna verða í forgrunni sem og umræður um stjórnmálaástandið. Á stokk stíga kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bland við fagfólk og sérfræðinga í þeim málefnum sem rætt verður um. Fyrst og fremst munum við Sjálfstæðismenn í Reykjavík gera okkur glaðan dag og snúa bökum saman.
Föstudagur - 8. mars 16:00 – 18:30
16:00-17:00 Skráning og afhending fundargagna
17:00-18:30 Móttaka í boði borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins
-
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Hildur Björnsdóttir, oddviti borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins flytja ávörp.
Laugardagur - 9. mars 10:00 – 17:15
9:30-10:00 Skráning og afhending fundargagna
10:00-10:05 Setning Reykjavíkurþings
10:05-11:10 Framtíðarsýn í samgöngumálum Reykjavíkur
-
Egill Þór Jónsson, formaður Varðar, kynnir starf vinnuhóps á vegum stjórnar Varðar varðandi hugmyndir um jarðgangnagerð á höfuðborgarsvæðinu.
-
Eru jarðgöng raunhæfur kostur? – Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur.
-
Jarðfræði höfuðborgarsvæðisins – Matthías Loftsson, jarðgagnaverkfræðingur.
-
Pallborðsumræður - Vilhjálmur Egilsson, Matthías Loftsson, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, arkitekt og Leifur Skúlason Kaldal, varaformaður Varðar. Steinar Ingi Kolbeins, aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og 1. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, stýrir umræðum.
11:10-12:00 Örfyrirlestrar
-
Borgin við sundin
-
Fjármál Reykjavíkurborgar
-
Hvað er lífsgæðakjarni?
12:00-13:00 Hádegishlé (súpa og brauð eru innifalin í þinggjaldi)
13:00-15:00 Málefnastarf – unnið með drög að stjórnmálaályktun Reykjavíkurþings
15:00-15:30 Kaffihlé
15:30-16:15 Stjórnmálaástandið
Myndbandsávarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Hildur Björnsdóttir, oddviti borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins. Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar, stýrir umræðum.
16:15-17:00 Afgreiðsla stjórnmálaályktunar
17:00-17:15 Egill Þór Jónsson, formaður Varðar, slítur Reykjavíkurþingi
SKRÁNING Á REYKJAVÍKURÞING FYRIR ÞÁ SEM VILJA GREIÐA ÞINGGJALDIÐ STRAX
SKRÁNING Á REYKJAVÍKURÞING FYRIR ÞÁ SEM VILJA GREIÐA ÞINGGJALD Á STAÐNUM
Fundarsköp Reykjavíkurþings
Drög að stjórnmálaályktun Reykjavíkurþings 2024
Í málefna- og samræmingarnefnd Reykjavíkurþings sitja:
- Egill Þór Jónsson, formaður
- Andrea Sigurðardóttir
- Bessí Jóhannsdóttir
- Brynhildur Glúmsdóttir
- Einar Hjálmar Jónsson
- Janus Arn Guðmundsson
- Jórunn Pála Jónasdóttir
- Júlíus Viggó Ólafsson