Landsfundur 2018

43. landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í Laugardalshöll 16.-18. mars 2018. Landsfundur fer með æðsta vald í málefnum flokksins og þar er stefna hans mótuð af um tólfhundruð fulltrúum. Hann er stærsta reglulega stjórnmálasamkoma á Íslandi og störf hans hafa mikil áhrif, bæði inn í stjórnmálin en einnig út á við til þjóðarinnar.

Ályktanir landsfundar má finna hér.

Ræða Bjarna Benediktssonar

Kosningar

Kosningar fóru fram í embætti formanns, varaformanns og ritara.

Eyþór Arnalds borgarstjóraefnis Sjálfstæðis­flokksins hélt ræðu á sunnudeginum. Horfa má á ræðu Eyþórs hér. 

Mikil og góð stemning ríkti á fundinum. Hér má sjá myndband þar sem rætt er við fjölmarga landsfundarfulltrúa, en myndbandið fangar stemninguna vel.

Málefnanefndir

Málefnanefndir hafa umsjón með og skipuleggja málefnastarf Sjálfstæðisflokksins og skulu skila álitsgerðum sínum og tillögum til landsfundar.

Landsfundur kýs fimm í stjórn málefnanefnda. Sá sem flest atkvæði hlýtur er formaður nefndar.

Hér má sjá upplýsingar um formenn málefnanefnda.

Úrslit í kosningu í stjórnir málefnanefnda

Kristín Edwald, formaður kjörnefndar, kynnir úrslit kjörs í málefnanefndir. Heildarfjöldi sem kaus var 589. Af þeim sem náðu kjöri voru 26 konur (65%) og 14 karlar (35%).

Dagskrá

Dagskrá fundarins má finna hér.