Málefnanefndir

Allsherjar- og menntamálanefnd    

Nefndin fjallar um dóms- og löggæslu­­mál, mannréttinda­­mál, ríkis­borgara­­rétt, neytenda­­mál, málefni þjóð­kirkjunnar og annarra trú­félaga og jafnréttis­mál, svo og um mennta- og menn­ingar­­mál og vísinda- og tækni­mál.

Formaður:  Davíð Þorláksson – david.thorlaksson@gmail.com

Aðrir nefndarmenn: Bergþóra Þórhallsdóttir, varaformaður, Hafdís Gunnarsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Sigríður Hallgrímsdóttir, Viktor Ingi Lorange,  Þuríður B. Ægisdóttir, Albert Eymundsson og Valur Árnason.

Atvinnuveganefnd  

Nefndin fjallar um sjávar­útvegs­­mál, land­búnaðar­­­mál, iðnaðar- og orku­mál, nýsköpun og tækni­­þróun, atvinnu­mál almennt og einnig nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar.

Formaður: Einar Valur Kristjánsson – einar@frosti.is

Nefndarmenn:  Katrín Atladóttir, Svavar Halldórsson, Andrea Sigurðardóttir, Helgi Ólafsson, Ragnar Sigurðsson og Sigríður Ólafsdóttir.

Efnahags- og viðskiptanefnd  

Nefndin fjallar um efna­­hags­­mál almennt, viðskipta­­­mál, þ.m.t. banka­­mál, fjármála­­­starfsemi og lífeyris­­­mál, svo og skatta- og tollamál.

Formaður:  Nanna Kristín Tryggvadóttir – nannakristin@gmail.com

Aðrir nefndarmenn: Margrét Sanders, varaformaður, Óttar Guðjónsson, Andrea Sigurðardóttir, Arndís Kristjánsdóttir, Hermann Guðmundsson, Elvar Jónsson, Páll Grétar Steingrímsson og Tryggvi Jónsson.

Fjárlaganefnd

Nefndin fjallar um fjár­mál ríkis­ins, fjár­veit­ingar, eignir ríkis­ins, láns­heimildir og ríkis­ábyrgðir og lífeyris­skuld­bindingar ríkis­sjóðs. Enn fremur skal nefndin annast eftirlit með framkvæmd fjárlaga.

Formaður:  Sigríður Hallgrímsdóttir – sirryhal@gmail.com

Aðrir nefndarmenn: Halldór Karl Högnason, varaformaður, Steinunn Anna Hannesdóttir, Elín Engilbertsdóttir, Fannar Hjálmarsson, Danielle Pamela Neben, Albert Þór Jónsson, Harpa Halldórsdóttir og Margrét Sara Oddsdóttir.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndin fjallar um stjórnar­­skrár­­mál, mál­efni for­seta Íslands, Alþingis og stofn­ana þess, kosninga­­mál, málefni Stjórnar­­ráðsins í heild og önnur mál sem varða æðstu stjórn ríkisins. Nefndin fjallar um tilkynningar og skýrslur  umboðs­­manns Alþingis og Ríkis­­endur­­skoðunar. Nefndin hefur frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra og verklag þeirra. Nefndin gerir tillögu um hvenær er rétt að skipa rann­sóknar­­nefnd og gefur þinginu álit sitt um skýrslur þeirra.

Formaður:  Hildur Sverrisdóttir – hildursverris@gmail.com

Aðrir nefndarmenn: Ólafur Björnsson, varaformaður, Brynjólfur Magnússon, Lísbet Sigurðardóttir, Sólrún Sverrisdóttir, Lilja Guðrún Hallgrímsdóttir, Davíð Örn Guðnason og Hilmar Gunnlaugsson.

Umhverfis- og samgöngunefnd  

Nefndin fjallar um um­hverfis­mál, skipu­lags- og byggingar­mál og rann­sóknir, ráðgjöf, verndun og sjálf­bærni á sviði auðlinda­mála almennt. Enn fremur fjallar nefndin um sam­göngu­mál, þ.m.t. framkvæmda­áætlanir, byggða­mál svo og málefni sveitar­stjórnar­stigsins og verka­skiptingu þess og ríkisins.

Formaður:  Skapti Örn Ólafsson – skaptiorn@gmail.com

Aðrir nefndarmenn: Laufey Sif Lárusdóttir, varaformaður, Svavar Halldórsson, Margrét Björnsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson, Jón Helgi Björnsson, Karl Sigfús Laurizson og Ólafur Adolfsson.

Utanríkismálanefnd

Nefndin fjallar um sam­skipti við erlend ríki og alþjóða­stofnanir, varnar- og öryggis­mál, útflutnings­verslun, mál­efni Evrópska efna­hags­svæðisins og þróunar­mál, svo og utanríkis- og alþjóða­mál almennt. Samkvæmt 24. gr. þingskapa skal utanríkis­mála­nefnd vera ríkis­stjórn­inni til ráðu­neytis um meiri háttar utanríkis­mál enda skal ríkis­stjórnin ávallt bera undir hana slík mál, jafnt á þing­tíma sem í þing­hléum.

Formaður:  Áshildur Bragadóttir – ashildurb@gmail.com

Aðrir nefndarmenn: Jón Emil Halldórsson, varaformaður, Ásta Valdís Borgfjörð, Þór Whitehead, Erla Ragnarsdóttir, Ásgeir Logi Ásgeirsson og Gylfi Þór Sigurðsson.

Velferðarnefnd

Nefndin fjallar um sjúkra- og lífeyris­trygg­ingar, félags­þjónustu, mál­efni barna, mál­efni aldraðra og mál­efni fatlaðra, hús­næðis­mál, vinnu­markaðs­mál og heil­brigðis­þjónustu.

Formaður: Þorkell Sigurlaugsson – thorkellsig@gmail.com

Aðrir nefndarmenn: Kristinn Hugason, varaformaður, Jónína Margrét Sigurðardóttir, Sif Huld Albertsdóttir, Elísabet Gísladóttir, Steinunn Bergmann, Guðbergur Reynisson og Inga María Thorsteinson.

Upplýsinga- og fræðslunefnd 

Formaður:  Friðjón R. Friðjónsson

Flokksráð

Flokksráð Sjálfstæðisflokksins hefur það hlutverk að marka stjórnmálastefnu flokksins ef ekki liggja fyrir ákvarðanir landsfundar. Ekki má taka ákvörðun um afstöðu flokksins til annarra stjórnmálaflokka nema með samþykki flokksráðs og kemur ráðið því t.d. saman þegar ný ríkisstjórn er mynduð með aðild Sjálfstæðisflokksins.

Formaður Sjálfstæðisflokksins er formaður flokksráðs og varaformaður Sjálfstæðisflokksins að sama skapi varaformaður flokksráðsins. Ráðið er nokkuð fjölmennt en miðstjórn flokksins, framkvæmdastjórn, fjármálaráð, upplýsinga- og fræðslunefnd, stjórn sveitarstjórnarráðs, starfsmenn flokksins í fullu starfi, formenn málefnanefnda, alþingismenn og frambjóðendur til alþingiskosninga og fyrrum kjörnir alþingismenn flokksins eru allir sjálfkjörnir í flokksráðið. Þá skipa kjördæmisráð og landssambönd fulltrúa í ráðið.