Ingvar P. Guðbjörnsson

Ingvar P. Guðbjörnsson er upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ingvar er jafnframt oddviti sjálfstæðismanna í sveitarstjórn Rangárþings ytra. Hann hefur um árabil gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Ingvar var sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi ytra frá 2002-2014 og aftur frá 2022. Hann var formaður Fjölnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu frá 1999-2007, formaður Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi frá 2018-2022 og hefur verið formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu síðan 2014. Þá hefur Ingvar setið í stjórnum nokkurra málefnanefnda flokksins á árum áður og átt sæti í stjórn SUS. Hann var aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2013-2017.

Ingvar er með BA-gráðu í miðlun og almannatengslum frá Háskólanum á Bifröst og búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Hann starfaði áður m.a. sem aðstoðarmaður upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar og sem kynningarfulltrúi Landsvirkjunar á Suðurlandi. Þá starfaði hann sem blaðamaður á Morgunblaðinu.

Hlekkir á viðtöl:

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra – 25. maí 2024
Sigríður Anna Þórðardóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins – 6. júní 2024
Vilhjálmur Árnason ritari Sjálfstæðisflokksins, alþingismaður og formaður Þingvallanefndar – 13. júní 2024
Petrea Ingibjörg Jónsdóttir fyrrverandi skrifstofustjóri Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi – 18. júní 2024
Aldís Hafsteinsdóttir sveitarstjóri Hrunamannahrepps og fyrrum bæjarstjóri í Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2. júlí 2024