Fé fylgi hverjum nemanda

Óli Björn Kárason formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

Með svipuðum hætti og við Íslend­ing­ar höf­um gert með okk­ur þjóðarsátt­mála um að tryggja öll­um aðgengi að nauðsyn­legri og góðri heil­brigðisþjón­ustu óháð efna­hag höf­um við sam­eig­in­lega heitið því að tryggja að öll börn og ung­ling­ar njóti góðrar mennt­un­ar. Okk­ur hef­ur ekki tek­ist að upp­fylla þetta lof­orð og margt bend­ir til að við séum að fær­ast fjær því að standa við sátt­mál­ann.

Ég hef lengi haft tölu­verðar áhyggj­ur af mennta­kerf­inu og gæðum mennt­un­ar, allt frá grunn­skóla- til há­skóla­stigs. Áhyggj­ur mín­ar hafa síst minnkað með ár­un­um og þá sér­stak­lega hvað viðkem­ur gæðum grunn­skóla­náms, sem er und­ir­staða alls ann­ars náms. Hér er ekki við kenn­ara eða for­eldra að sak­ast. Kerfið er brotið.

Við Íslend­ing­ar rek­um einn dýr­asta grunn­skóla heims. Sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu verj­um við um 2,3% til hans. Ekk­ert þróað land ver jafn­miklu og Ísland í rekst­ur grunn­skóla. Árang­ur­inn er hins veg­ar ekki í sam­ræmi við kostnaðinn. Árið 2018 var Ísland í 39. sæti í Pisa-könn­un, sem er alþjóðlegt könn­un­ar­próf í 79 lönd­um. Kannaður er lesskiln­ing­ur og læsi á stærðfræði og nátt­úru­vís­indi. Rúm­lega þriðjung­ur ís­lenskra drengja náði ekki grunn­hæfniviðmiðum lesskiln­ings. Tæp­lega fimmt­ung­ur stúlkna náði ekki grunn­færni. Frammistaða í lesskiln­ingi á Íslandi var mun lak­ari en ann­ars staðar á Norður­lönd­um og nokkuð und­ir meðaltal­inu í lönd­um OECD.

Aðhaldið skort­ir

For­eldr­ar fá litl­ar eða eng­ar upp­lýs­ing­ar um hvernig skóli sem börn­in þeirra sækja stend­ur sig í sam­an­b­urði við aðra skóla. Þó ættu upp­lýs­ing­arn­ar að liggja fyr­ir – ann­ars eru yf­ir­völd mennta­mála að bregðast eft­ir­lits­hlut­verki sínu. Aðhald frá for­eldr­um er því í besta falli tak­markað og enn tak­markaðra með því að val­frelsi um skóla er í reynd ekk­ert fyr­ir meiri­hluta þeirra. Af­burðakenn­ar­ar fá ekki að njóta hæfi­leika sinna og at­vinnu­mögu­leik­ar þeirra eru skert­ir vilji þeir á annað borð halda áfram kennslu.

Með réttu er hægt að halda því fram að grunn­skól­inn sé mik­il­væg­asti hluti mennta­kerf­is­ins – horn­steinn­inn sem öll önn­ur mennt­un bygg­ist á. Sé horn­steinn­inn veik­b­urða er allt mennta­kerfið, frá fram­halds­skól­um til há­skóla, veik­b­urða.

Mennta­kerfið og skipu­lag þess get­ur aldrei verið einka­mál fá­einna emb­ætt­is­manna, sér­fræðinga eða kenn­ara. Mennt­un er án nokk­urs vafa eitt mik­il­væg­asta sam­eig­in­lega verk­efni okk­ar allra. Hag­vöxt­ur, bætt lífs­kjör og sam­keppn­is­hæfni lands­ins bygg­ist ekki síst á mennt­un og vís­inda­starfi. Jöfn tæki­færi og öfl­ugt mennta­kerfi fylgj­ast að.

Við stönd­um frammi fyr­ir mik­illi áskor­un: Að end­ur­skipu­leggja grunn­skól­ann og treysta grunn mennt­un­ar. Þannig efn­um við fyr­ir­heitið um að tryggja börn­un­um okk­ar góða mennt­un og vega­nesti sem nýt­ist til allr­ar framtíðar.

Sam­keppn­in og gæðin

Fyrsta skrefið er að viður­kenna að ekk­ert tryggi gæði og hag­kvæmni bet­ur en sam­keppni. Þetta á við um mennta­kerfið eins og flest annað. Sam­keppni verður ekki inn­leidd í grunn­skól­ana án þess að gefa for­eldr­um val­frelsi þegar kem­ur að mennt­un barna. Val­frelsi sam­hliða jafn­rétti til náms verður ekki án þess að tryggja að fé fylgi hverj­um nem­anda. For­eldr­ar verða því ekki bundn­ir af því að senda barnið í hverf­is­skól­ann eða skóla sem „kerfið“ hef­ur ákveðið, held­ur þann skóla sem þeir telja að henti barn­inu best og upp­fyll­ir best kröf­ur um gæði. Skól­ar sem bjóða upp á góða mennt­un munu blómstra en þeir lök­ustu verða und­ir í sam­keppn­inni og leggja upp laup­ana. Við get­um kallað þetta vald­efl­ingu for­eldra og barna sem losna úr fjötr­um kerf­is sem hef­ur brugðist. Um leið verður raun­veru­leg sam­keppni um starfs­krafta kenn­ara og þeir munu njóta þess.

Því miður höf­um við oft­ar en ekki fallið í þá gryfju að ætla að leysa vanda­mál með því að ausa meiri fjár­mun­um úr sam­eig­in­leg­um sjóðum. Fémildi stjórn­mála­manna er mik­il þegar þeir neita að horf­ast í augu við að vandi, sem glímt er við, liggi ekki í fjár­skorti held­ur í kerf­inu sjálfu. Vand­inn er kerf­is­læg­ur.

Marg­ir, ekki síst vinstri­menn, hafa ekki náð að yf­ir­vinna að því er virðist inn­byggðan fjand­skap gagn­vart sjálf­stætt starf­andi skól­um og val­frelsi for­eldra og nem­enda. Kannski vegna þess að þeir eiga erfitt með að gera grein­ar­mun á því hver greiðir fyr­ir þjón­ust­una (hið op­in­bera) og hver veit­ir hana (jafnt einkaaðilar sem op­in­ber­ir). Af­leiðing­in er hverf­andi sam­keppni og fá­breytt­ari val­kost­ir. Kostnaðinn bera nem­end­ur, kenn­ar­ar og að lok­um sam­fé­lagið allt.

Í nóv­em­ber 2019 skrifaði ég meðal ann­ars hér á síðum Morg­un­blaðsins:

„Jafn­rétti til náms er ekki aðeins þjóðhags­lega skyn­sam­legt held­ur arðvæn­legt efna­hags­lega og fé­lags­lega. Mennt­un er öfl­ug­asta tæki sam­fé­lags­ins til að stuðla að jöfnuði og gefa ungu fólki tæki­færi. Við Íslend­ing­ar get­um haldið áfram að ríf­ast um skatta og gjöld, skipu­lag eft­ir­litsiðnaðar­ins, rík­is­rekst­ur fjöl­miðla, áfengi í búðir og ramm­a­áætlan­ir. Ágrein­ings­efn­in eru fjöl­mörg. En við hljót­um að ná sam­an um að nýta öfl­ug­asta jöfn­un­ar­tækið – mennta­kerfið – til hags­bóta fyr­ir alla óháð efna­hag eða bú­setu.“

Fyr­ir nokkr­um árum var sett há­leitt mark­mið um að ís­lensk­ir há­skól­ar yrðu í hópi þeirra bestu í heim­in­um. Ef grunn­ur­inn sem byggt er á – grunn­skól­inn – er veik­b­urða verður mark­miðið fjar­læg­ara.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 16. ágúst 2023.