Jæja, enn og aftur

Óli Björn Kárason formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

Þá er Alþingi enn og aft­ur að samþykkja beina rík­is­styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla enda hef­ur lög­gjaf­inn ekki haft burði til að móta heil­brigðan jarðveg fyr­ir rekst­ur sjálf­stæðra fjöl­miðla. Og það virðist bor­in von að meiri­hluti þing­manna geti tekið sam­an hönd­um við að koma bönd­um á rík­is­fyr­ir­tæki sem litlu eir­ir eða vinna gegn strand­höggi er­lendra stór­fyr­ir­tækja.

Enn og aft­ur tók ég ákvörðun um að styðja ekki stjórn­ar­frum­varp um rík­is­styrki. En það skal viður­kennt að ég hef staðið frammi fyr­ir valþröng. Ann­ars veg­ar er ég sann­færður um að fátt sé hættu­legra fyr­ir sjálf­stæða fjöl­miðla en að verða fjár­hags­lega háðir fjár­veit­inga­vald­inu og hins veg­ar er staða þeirra þannig – vegna þess hversu rangt er gefið á fjöl­miðlamarkaði – að þeir styrk­ir sem mælt er fyr­ir í frum­varp­inu skipta rekst­ur þeirra tölu­verðu máli. Líta má á beina rík­is­styrki sem eins kon­ar skaðabæt­ur til einka­rek­inna fjöl­miðla vegna þess tjóns sem rík­is­rekst­ur veld­ur þeim á hverj­um ein­asta degi. Eða kannski er rétt­ara að segja að styrk­irn­ir séu verkjalyf svo sjúk­ling­ur­inn tóri þrátt fyr­ir óheil­brigt um­hverfi.

Allt frá því að ég tók fyrst sæti á Alþingi hef ég látið mig mál­efni frjálsra fjöl­miðla skipta. Hef verið gagn­rýn­inn – á stund­um óvæg­inn – á rekst­ur og um­fang Rík­is­út­varps­ins. Lagt fram hug­mynd­ir og til­lög­ur um hvernig hægt er að tryggja eitt­hvert jafn­ræði á fjöl­miðlamarkaði og byggja und­ir fjár­hags­legt sjálf­stæði einka­rek­inna fjöl­miðla. Það verður að viður­kenn­ast að upp­sker­an er rýr, líkt og enn eitt frum­varpið um beina rík­is­styrki er óræk sönn­un um. En ég gefst ekki upp. Það er of mikið í húfi.

Þið þekkið fíl­inn

Fjöl­miðlar, um­hverfi þeirra og þá ekki síst erfið staða einka­rek­inna fjöl­miðla hafa reglu­lega verið á dag­skrá þings­ins á síðustu árum. Ekki aðeins í tengsl­um við frum­vörp held­ur ekki síður í sér­stök­um umræðum. Í janú­ar 2018 tók ég þátt í umræðum um stöðu sjálf­stæðra fjöl­miðla og sagði meðal ann­ars um hlut­verk og skyld­ur stjórn­valda og ekki síst þing­manna:

„Við eig­um að búa til um­hverfi þar sem frjáls­ir fjöl­miðlar, sjálf­stæðir fjöl­miðlar, ná að blómstra, ná að festa ræt­ur þannig að þeir geti sinnt hlut­verki sínu. Það er staðreynd að miðað við það fyr­ir­komu­lag sem við höf­um haft er búið að skekkja stöðuna á þann hátt að ekki verður við unað.“

Ég bætti við:

„Fíll­inn í stof­unni heit­ir Rík­is­út­varpið.“

Þessi orð féllu ekki öll­um hátt­virt­um þing­mönn­um í geð. En hvernig er hægt að lýsa stöðunni með öðrum hætti? Í krafti fjár­hags­legra yf­ir­burða með lögþvingaðri skyldu­áskrift gref­ur rík­is­fyr­ir­tækið und­an sjálf­stæðum miðlum. Leiðara­höf­und­ur Viðskipta­blaðsins lík­ir hátt­semi rík­is­ins á sam­keppn­ismarkaði við iðnaðarryk­sugu: „Rík­is­út­varpið er eins og iðnaðarryk­suga á ís­lenska aug­lýs­inga­markaðnum, þar sem einka­reknu miðlarn­ir reyna að sjúga upp smá­mol­ana sem ris­inn náði ekki. Í gegn­um árin hef­ur þessi ráðahag­ur eðli­lega haft mik­il áhrif á rekst­ur einka­rek­inna fjöl­miðla og fram­boðið. Síðasta fórn­ar­lambið var Frétta­blaðið.“

En sam­keppn­in er ekki aðeins á sviði aug­lýs­inga held­ur má ríkið ekki sjá neitt hreyf­ast – ekki sjá sprota lifna við hjá einkaaðilum í fjöl­miðlum. Þess vegna hef­ur Rík­is­út­varpið talið sér rétt og skylt að hasla sér völl á sviði sér­stakra hlaðvarpsþátta. Engu er lík­ara en ríkið sjái ofsjón­um yfir því þegar ein­stak­ling­um tekst að finna litla syllu í fjöl­miðlum. Eitt er ör­uggt. Vel heppnaðri og vin­sælli dag­skrár­gerð einka­rek­inna sjón­varps- og út­varps­stöðva er alltaf mætt af Efsta­leiti.

Allt er þetta gert í krafti þeirra millj­arða sem lands­menn þurfa að greiða rík­inu í formi nefskatts – út­varps­gjalds – á hverju ári. Og í skjóli þess að ólíkt sjálf­stæðum fjöl­miðlum þarf Rík­is­út­varpið ekki að standa reikn­ings­skil á því sem gert er gagn­vart les­end­um, áhorf­end­um og hlust­end­um líkt og einka­rekn­ir fjöl­miðla þurfa að gera. Rík­is­miðill­inn er ekki und­ir aga­valdi hlust­and­ans, áskrif­and­ans, les­and­ans og áhorf­and­ans.

Rík­is­rekst­ur í sam­keppni

Við spyrj­um ekki nægi­lega oft og skýrt ein­faldr­ar spurn­ing­ar: Til hvers erum við að reka rík­is­fyr­ir­tæki og –fé­lög?

Oft virðist svarið aug­ljóst. Al­menn samstaða og lít­ill ágrein­ing­ur er um að ríkið eigi dreifi­kerfi raf­orku og stærsta fyr­ir­tækið í orku­fram­leiðslu, a.m.k. að stærst­um hluta. Á meðan við vilj­um tryggja full­veldi okk­ar í pen­inga­mál­um verðum við að eiga og reka seðlabanka. Al­menn efna­hags­leg skyn­semi ligg­ur að baki því að við sam­eig­in­lega byggj­um upp öfl­ugt há­tækni­sjúkra­hús, en það kem­ur ekki í veg fyr­ir að kraft­ar einkafram­taks­ins séu nýtt­ir til að veita öfl­uga heil­brigðisþjón­ustu. Póstþjón­usta hef­ur verið í hönd­um rík­is­ins, án mik­ils ágrein­ings, en tækni­fram­far­ir hafa hægt og bít­andi gert rík­is­rekst­ur­inn óþarf­an, a.m.k. í nú­ver­andi mynd. Hið sama má segja um rök­in að baki rík­is­rekstri í fjöl­miðlun. Það er a.m.k. eft­ir­tekt­ar­vert að rök­semd­um um mik­il­vægt ör­ygg­is­hlut­verk Rík­is­út­varps­ins er ekki leng­ur haldið hátt á loft, enda fyr­ir­tækið brugðist í þeim efn­um og tækn­in og einka­rekn­ir fjöl­miðlar tekið yfir hlut­verkið.

Von­andi verður þetta í síðasta skipti sem þingið tel­ur sér skylt að af­greiða laga­frum­varp um beina rík­is­styrki til sjálf­stæðra fjöl­miðla.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 7. júní 2023.