Skattaparadísin Ísland?
'}}

Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður:

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur haft for­ystu um skatt­kerf­is­breyt­ing­ar sl. ára­tug sem hafa miðað að því að létta byrðar launa­fólks og bæta af­komu fyr­ir­tækja og hvetja þau til fjár­fest­inga. Skatt­ar hafa verið lækkaðir og frí­tekju­markið hækkað. Þess­ar aðgerðir hafa borið ár­ang­ur og efna­hags­stjórn und­an­far­inna ára und­ir for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur aukið það sem er til skipta fyr­ir okk­ur lands­menn – stækkað kök­una.

Það er hins veg­ar eins með þetta og önn­ur atriði varðandi stjórn lands­ins, að það er gott að skoða skatt­heimtu rík­is­ins í sam­an­b­urði við þau lönd sem við ber­um okk­ur gjarn­an sam­an við. Í því skipta nokkr­ar breyt­ur höfuðmáli.

Í fyrsta lagi má nefna hag­stæða ald­urs­sam­setn­ingu þjóðar­inn­ar. Hún ætti með réttu að hafa áhrif á op­in­ber út­gjöld, eins og við bend­um gjarn­an á þegar við ber­um sam­an út­gjöld þjóða til heil­brigðismála.

Í öðru lagi sker­um við okk­ur úr í sam­an­b­urði við flest önn­ur lönd þegar kem­ur að varn­ar­mál­um, en við höf­um þar al­gjör­lega sér­stöðu sem herlaus þjóð. Útgjöld okk­ar til mála­flokks­ins eru því lægri en ella eins og við þekkj­um úr umræðunni um fram­lags­skyld­ur okk­ar í varn­ar­sam­starfi.

Í þriðja lagi sker­um við okk­ur sömu­leiðis úr þegar kem­ur að fjár­mögn­un eft­ir­launa- og ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins. Hér höf­um við hæsta hlut­fall sjóðsöfn­un­ar sem þekk­ist að ég best veit. Það hef­ur auðvitað gríðarlega já­kvæð áhrif á op­in­ber út­gjöld til mála­flokks­ins.

Einn mik­il­væg­asti liður­inn í starfi okk­ar alþing­is­manna er eft­ir­lit með rík­is­stjórn og stjórn­sýslu rík­is­ins, ekki síst með því að vel sé farið með fjár­muni al­menn­ings. Ég hef því sent fjár­mála- og efna­hags­ráðherra fyr­ir­spurn­ir um fram­an­greint, þ.e. um áhrif ald­urs­sam­setn­ing­ar þjóðar­inn­ar á op­in­ber út­gjöld og um heild­ar­út­gjöld hins op­in­bera í alþjóðleg­um sam­an­b­urði að teknu til­liti til út­gjalda til varn­ar­mála og til ólíkr­ar fjár­mögn­un­ar líf­eyri­s­kerfa milli landa. Margt má læra af slík­um sam­an­b­urði milli landa. Við stjórn­un fyr­ir­tækja er slík­ur sam­an­b­urður hefðbundið vinnu­lag.

Það verður fróðlegt að sjá svör ráðherr­ans. Til­finn­ing mín er sú að eyj­an okk­ar sé alls ekki sú skattap­ara­dís sem ein­hverj­ir vilja vera láta og að þau gætu orðið stjórn­völd­um hvatn­ing til þess að fara bet­ur með al­manna­fé. Nú hvetja há­vær­ar radd­ir til enn auk­inn­ar skatt­heimtu. Eig­um við ekki að staldra við og spyrja okk­ur fyrst grund­vall­ar­spurn­inga? Reynsl­an sýn­ir nefni­lega að hækk­un skatta kann að leiða til tekju­lækk­un­ar rík­is­ins sé farið yfir ákveðin mörk. Ísland nálg­ast þau mörk hratt.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 11. apríl 2023.