Góð skref – stígum fleiri
'}}

Hildur Sverridóttir alþingismaður:

Einka­rekst­ur er mik­il­væg­ur hluti af góðu heil­brigðis­kerfi. Við skipu­lagn­ingu fer vel á að horft sé til þess hver ger­ir hvað best og til not­enda þjón­ust­unn­ar frek­ar en hver veit­ir hana. Einkaaðilar eru oft bet­ur falln­ir til að sinna ákveðnum verk­efn­um meðan hið op­in­bera ein­beit­ir sér að öðrum. Aðal­atriðið á að vera að þjón­ust­an á ein­fald­lega að virka; gagn­ast öll­um óháð efna­hag, vera skil­virk og hag­kvæm eins og kost­ur er.

Við erum svo lán­söm að al­menn sátt er um að ríkið, við öll, skul­um bera sam­an kostnað af nauðsyn­legri heil­brigðisþjón­ustu, en umræðan hef­ur oft liðið fyr­ir rugl­ing milli einka­rekst­urs og einka­væðing­ar. Einkaaðilar geta tekið að sér verk­efni með mikl­um sóma í heil­brigðisþjón­ustu líkt og öðru. Við eig­um að var­ast að fest­ast í kredd­um þar um. Þjón­ust­an og hvernig er staðið að henni er það sem skipt­ir máli.

Á Íslandi er sjúkra­trygg­inga­kerfi þar sem not­end­um er tryggð nauðsyn­leg heil­brigðisþjón­usta án til­lits til efna­hags. Mark­mið kerf­is­ins er að setja not­end­ur í fyrsta sæti þar sem fjár­magnið fylg­ir fólki en ekki veit­anda þjón­ust­unn­ar.

Hins veg­ar hafa óskýr rétt­indi sjúkra­tryggðra þar sem ekki er samið um alla fram­kvæmd þjón­ustu leitt af sér langa biðlista og tvö­falt heil­brigðis­kerfi þar sem þeir sem hafa efni á borga sig fram fyr­ir röð. Það á m.a. við um liðskiptaaðgerðir en fjöldi þeirra sem hafa borgað fyr­ir þær eða leitað er­lend­is hef­ur stór­auk­ist á síðustu árum.

Eft­ir sitja þeir sem ekki hafa tök á að borga sjálf­ir eða fara til út­landa í meðferð.

Það er til mik­ils að vinna að tryggja að all­ir sem þurfa á að halda geti fengið viðeig­andi þjón­ustu inn­an ásætt­an­legs tíma og niður­greidda af Sjúkra­trygg­ing­um.

Viðbótar­fram­lag í fjár­lög­um árs­ins 2023 upp á 750 millj. kr. til að fjár­magna fleiri liðskiptaaðgerðir til að vinna niður biðlista utan sjúkra­húsa var mik­il­vægt. Fólk hef­ur liðið of lengi fyr­ir það hve lang­an tíma tók að semja um þess­ar aðgerðir en fyr­ir nokkr­um dög­um tók­ust samn­ing­ar við einkaaðila sem hafa get­una til að sinna aðgerðunum.

Með því nýt­ist þekk­ing, búnaður og húsa­kost­ur sem til er í land­inu til að grynnka á biðlist­um. Þetta skipt­ir miklu máli en þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins eru sam­mála um það sann­girn­is­mál að skoða þurfi að viðbótar­fram­lagið gagn­ist líka þeim sem borguðu úr eig­in vasa á ár­inu meðan beðið var þess­ara samn­inga.

Sagt er að góðir hlut­ir ger­ist hægt. Þannig á ekki að vera um heil­brigðisþjón­ustu. Að baki biðlist­un­um er fólk sem býr við óþarfar þján­ing­ar og biðstöðu með sitt líf. Viðbótar­fram­lög vegna liðskiptaaðgerða og samn­ing­ar við einkaaðila eru góðar frétt­ir og mik­il­væg skref og við eig­um að stíga fleiri slík af ör­yggi. Þar verðum við að láta kredd­urn­ar eiga sig og láta ekk­ert annað en þarf­ir fólks vísa veg­inn.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 8. apríl 2023.