Erum við dauðadæmd?
'}}

Óli Björn Kárason formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

Ekki var það til að auka bjart­sýni mína á framtíðina sem mennt­skæl­ings að þurfa að lesa bók­ina „Endi­mörk vaxt­ar­ins“ eft­ir nokkra vís­inda­menn sem kölluðu sig Róm­arsam­tök­in. Boðskap­ur­inn var ekki uppörv­andi. Það væri komið að endi­mörk­um hjá mann­kyn­inu, mik­il­væg hrá­efni væru á þrot­um og vöxt­ur efna­hags­lífs­ins gæti ekki haldið áfram. Hér eft­ir yrði mann­kynið að læra nægju­semi og láta af neyslu­hyggju. Með öðrum orðum: Lífs­kjör mín og minn­ar kyn­slóðar yrðu lak­ari, jafn­vel miklu lak­ari, en for­eldra minna.

Dóms­dags­spár Róm­ar­hóps­ins gengu ekki eft­ir. Á þeim ára­tug­um sem liðnir eru frá því að bók­in kom út (1972 á ensku og 1974 á ís­lensku) hef­ur verðmæta­sköp­un heims­ins marg­fald­ast og lífs­kjör stór­batnað, sér­stak­lega þeirra sem eru svo gæfu­sam­ir að búa í sam­fé­lög­um þar sem markaðsbú­skap­ur hef­ur fengið að blómstra. Róm­ar­hóp­ur­inn hafði eng­an skiln­ing á eðli markaða og horfði fram hjá sam­spili verðs og fram­boðs og áttaði ekki á því hvernig hug­vit, þekk­ing og tækni­fram­far­ir stuðla að aukn­um vexti og bætt­um lífs­kjör­um.

Hægt og bít­andi gerði ég mér grein fyr­ir að vís­inda­menn­irn­ir væru ekki aðeins á villi­göt­um, held­ur bein­lín­is í póli­tískri bar­áttu gegn markaðsbú­skap – kapí­tal­isma. Þeir vildu koll­varpa þjóðskipu­lagi Vest­ur­landa með því að ala á hræðslu og ótta meðal al­menn­ings.

Sveifl­ast fram og til baka

Kannski er það í eðli okk­ar að hræðast framtíðina. Hafa áhyggj­ur af hinu ókomna, stund­um vegna þess að við erum þjökuð af sam­visku­biti vegna þess að við um­göng­umst jörðina okk­ar ekki alltaf af mik­illi skyn­semi eða virðingu. Spá­menn hafa fylgt okk­ur frá ör­ófi alda. Sum­ir hafa klætt spá­dóma sína með trú­ar­brögðum en aðrir byggja á vís­ind­um eða að minnsta kosti með til­vís­un til þeirra. Fé­lag­ar í Róm­ar­hópn­um voru hvorki þeir fyrstu né þeir síðustu sem sjá fyr­ir sér enda­lok­in ef mann­kynið breyt­ir ekki hegðun sinni.

Vís­inda­menn hafa lengi reynt að átta sig á því hvaða áhrif maður­inn og hegðun hans hef­ur á um­hverfið og þá ekki síst lofts­lagið. Þar hafa þeir sveifl­ast fram og til baka og kom­ist að mis­mun­andi niður­stöðum á ólík­um tím­um.

Dag­blaðið Bost­on Globe sló því upp í fyr­ir­sögn árið 1970 að vís­indamaður spáði nýrri ís­öld fyr­ir 21. öld­ina. Ári síðar var svipuð fyr­ir­sögn í Washingt­on Post. Breska dag­blaðið Guar­di­an greindi frá því árið 1974 að gervi­tungla­mynd­ir sýndu nýja ís­öld skammt und­an. Sama ár flutti Reu­ters-frétta­stof­an svipaða frétt. Tíma­ritið Time varaði einnig við ís­öld.

Það voru eng­in hlý­indi í kort­un­um, held­ur þvert á móti kóln­un – ís­öld var sögð fram und­an. En svo breytt­ist allt.

Hækk­andi sjáv­ar­staða vegna hlýn­un­ar mun út­rýma þjóðum fyr­ir árið 2000, sagði í frétt AP árið 1989. Frétta­stof­an greindi frá því að Sam­einuðu þjóðirn­ar (SÞ) spáðu hörm­ung­um ef hlýn­un jarðar yrði ekki stöðvuð. Vitnað var til „hátt­setts um­hverf­is­full­trúa SÞ“ sem hélt því fram að heilu þjóðirn­ar gætu þurrk­ast út vegna hækk­andi sjáv­ar­stöðu ef hnatt­rænni hlýn­un yrði ekki snúið við fyr­ir árið 2000. Frétt­in tónaði ágæt­lega við frá­sögn í New York Time 42 árum áður, þar sem haft var eft­ir vís­inda­manni að hlýn­andi norður­skauts­lofts­lag leiddi til bráðnun­ar jökla og hækk­andi sjáv­ar­stöðu.

Árið 2007 spáði milli­ríkja­nefnd Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­breyt­ing­ar (IPCC) því að Himalaja­jökl­ar myndu hverfa árið 2035. Þetta var síðar dregið til baka með þeirri út­skýr­ingu að spá­in hefði ekki verið byggð á ritrýnd­um gögn­um held­ur fjöl­miðlaviðtali við vís­inda­mann árið 1999!

Sí­breyti­leg­ur dóms­dag­ur

Al Gore, fyrr­ver­andi vara­for­seti Banda­ríkj­anna, hélt því fram árið 2008 að all­ur ís á norður­póln­um hyrfi á kom­andi fimm árum. Tveim­ur árum áður brýndi vara­for­set­inn fyrr­ver­andi leiðtoga heims til að grípa til „rót­tækra ráðstaf­ana“ til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Ann­ars stefndi í neyðarástand og inn­an tíu ára yrði ekki til baka snúið. Árið 2016 kom og fór. Árið 2019 skrifaði Al Gore blaðagrein und­ir fyr­ir­sögn­inni „Það er ekki of seint“.

Árið 2009 var Karl Bretaprins (nú kon­ung­ur) sann­færður um að aðeins 96 mánuðir væru til stefnu til að bjarga heim­in­um. Gor­don Brown, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, var skýr í ræðu í októ­ber 2009 í aðdrag­anda lofts­lags­ráðstefnu SÞ í Kaup­manna­höfn (COP15). Ráðamenn heims­ins hefðu 50 daga til að sann­mæl­ast um stefnu í loft­lags­mál­um fyr­ir næstu 50 ár. Ann­ars yrði skaðinn af óheftri los­un gróður­húsaloft­teg­unda óaft­ur­kræf­ur.

Fyr­ir skömmu gaf IPCC út nýja og dökka skýrslu um stöðuna í lofts­lags­mál­um og hlýn­un jarðar. Heim­ur­inn á aðeins eitt og jafn­framt síðasta tæki­færið til að breyta um stefnu. Iðnrík­in verða að sam­ein­ast án taf­ar um að minnka los­un gróður­húsaloft­teg­unda um helm­ing fyr­ir árið 2030 og hætta að bæta kolt­ví­sýr­ingi í and­rúms­loftið með öllu 2050. Með því séu 50% lík­ur á að hægt verði að halda hlýn­un jarðar við 1,5 gráður á cel­síus. Kallað er eft­ir millj­arða doll­ara fram­lög­um frá iðnríkj­um til þró­un­ar­ríkja til að tryggja „rétt­láta um­skipt­ingu yfir í end­ur­nýj­an­lega orku“.

António Guter­res aðal­rit­ari SÞ seg­ir skýrsl­una leiðar­vísi til að bjarga mann­kyn­inu, sem sé á bjarg­brún. Árið 2030 verði allt orðið of seint.

Þegar sí­breyti­leg­ar yf­ir­lýs­ing­ar um síðustu for­vöð til að bjarga heim­in­um eru hafðar í huga er ekki að undra að marg­ir fyll­ist efa­semd­um. Ekki ósvipað og þorps­bú­arn­ir sem hættu að trúa smala­drengn­um sem sí­fellt kallaði: Úlfur, úlf­ur. Hætti að hlusta á vís­inda­menn sem færa rök fyr­ir því að hlýn­un jarðar sé af manna­völd­um og grípa verði til rót­tækra ráðstaf­ana til að koma í veg fyr­ir hörm­ung­ar. Og svo eru þeir sem hafa meiri trú á hug­viti, ný­sköp­un, tækni­fram­förum og markaðsöfl­un­um en svo að þeir ótt­ist ragnarök.

Hvort sem við erum sann­færð um hætt­una vegna hlýn­un­ar eða gef­um ekk­ert fyr­ir aðvar­an­ir um hugs­an­leg­ar af­leiðing­ar ætt­um við öll að geta tekið hönd­um sam­an um að vinna fljótt og vel að orku­skipt­um. Þar að baki ligg­ur heil­brigð skyn­semi og fyr­ir okk­ur Íslend­inga efna­hags­leg rök­hyggja. En til þess verðum við að nýta mögu­leika okk­ar til að fram­leiða græna orku með nýt­ingu orku­auðlinda í sátt við nátt­úr­una. Kannski er auk­in nýt­ing orku­auðlinda stærsta ágrein­ings­mál mitt við þá sem mest­ar áhyggj­ur hafa af lofts­lags­mál­um en leggj­ast gegn auðlinda­nýt­ingu. Og sjálfsagt grein­ir okk­ur einnig á um hvort við séum öll á leið til glöt­un­ar; séum dauðadæmd eða ekki.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 29. mars 2023.