Frelsið á í vök að verjast
'}}

Óli Björn Kárason formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

Hægt og bít­andi hafa stjórn­völd víða um heim tak­markað ýmis borg­ara­leg rétt­indi á und­an­förn­um árum. Covid-19 heims­far­ald­ur­inn gaf mörg­um skjól eða af­sök­un til að tak­marka frelsi borg­ar­anna enn frek­ar. Staða mann­rétt­inda í heim­in­um versnaði nær stöðugt frá ár­inu 2008 til 2020 á mæli­kv­arða Frelsis­vísi­töl­unn­ar [Hum­an Freedom Index] sem Cato-stofn­un­in í Banda­ríkj­un­um og Fraser-stofn­un­in í Kan­ada standa sam­eig­in­lega að. Yfir 94% jarðarbúa urðu að sætta sig minna frelsi árið 2020 en 2019.

Frelsis­vísi­tal­an er sam­sett úr 83 mæl­an­leg­um þátt­um ein­stak­lings­frels­is, borg­ara­legra rétt­inda og efna­hags­legs frels­is og nær til 165 landa. Kvarðinn er í sjálfu sér ein­fald­ur, frá 0 til 10, þar sem 10 tákn­ar mest frelsi. Á milli ár­anna 2019 til 2020 lækkaði vísi­tal­an fyr­ir heim­inn úr 7,03 í 6,81. Vísi­tal­an lækkaði í 148 lönd­um en hækkaði í aðeins 16.

Lækk­un frelsis­vísi­töl­unn­ar skýrist fyrst og fremst af harka­leg­um aðgerðum stjórn­valda um all­an heim vegna Covid-19. Ferðatak­mark­an­ir, harka­leg­ar lögþvingaðar lok­an­ir, sam­komutak­mark­an­ir og aðrar sótt­varn­araðgerðir gengu frek­lega á borg­ara­leg rétt­indi í flest­um ef ekki öll­um ríkj­um heims, ekki síst lýðræðis­ríkj­um. En þró­un­in í átt að minna frelsi – tak­mörk­un á rétt­ind­um borg­ar­anna – byrjaði löngu fyr­ir heims­far­ald­ur­inn.

Hall­ar und­an fæti

Frelsis­vísi­tala fyr­ir heim­inn var fór hæst í 7,33 stig árið 2007 en hef­ur lækkað nær stöðugt síðan. Löngu fyr­ir 2020 höfðu Banda­rík­in fallið úr einu af tíu efstu sæt­un­um og hröpuðu um sjö sæti milli 2019 og 2020. Banda­rík­in sitja nú í 23. sæti yfir þau ríki þar sem frelsi er talið mest. Kan­ada er í 13. sæti og féll um sex. Staðan í Mexí­kó versnaði enn. Landið er í 98. sæti vísi­töl­unn­ar ásamt Bóli­víu. Norður-Am­er­íka lít­ur því ekki sér­lega vel út.

Eins og sjá má á meðfylgj­andi töflu er Sviss í efsta sæti frelsis­vísi­töl­unn­ar en þar á eft­ir eru Nýja-Sjá­land, Eist­land, Dan­mörk, Írland, Svíþjóð, Ísland, Finn­land, Hol­land og Lúx­em­borg. Þrátt fyr­ir góða stöðu í þess­um lönd­um minnkaði frelsi í þeim öll­um, líkt og raun­ar í öll­um lönd­um í 85 efstu sæt­un­um. Þrátt fyr­ir að Ísland hafi hækkað um þrjú sæti (út tí­unda í það sjö­unda) lækkaði frelsis­vísi­tal­an milli ára um 0,20 stig.

Þegar frelsi borg­ar­anna er metið er litið til þess að mann­helgi ein­stak­linga sé virt og að borg­ar­ar sæti ekki þving­un­um stjórn­valda. „Frelsi fel­ur því í sér að ein­stak­ling­ar eigi rétt á að lifa lífi sínu eins og þeir kjósa, svo framar­lega sem þeir virða sama rétt annarra,“ seg­ir í sam­eig­in­legri skýrslu Cato og Fraser um Frelsis­vísi­töl­una, sem kom út fyr­ir skömmu.

Hægt er að kynna sér skýrsl­una í heild hér

For­ræðis­hyggja vax­andi fer

Vís­bend­ing­ar um að frelsi eigi í vök að verj­ast í heim­in­um eru ekki bundn­ar við Frelsis­vísi­töl­una. Þegar Lýðræðis­vísi­tala The Econom­ist 2021 var gerð op­in­ber var bent á að heims­far­ald­ur­inn hefði leitt til for­dæma­lausra tak­mark­ana á borg­ara­leg­um rétt­ind­um. Til­hneig­ing til að ganga á rétt ein­stak­linga hafi vaxið, jafnt meðal lýðræðis- og vald­stjórn­ar­ríkja. Árið 2021 varaði Freedom Hou­se við því hvernig lýðræðis­ríki hefðu gripið ít­rekað til óhóf­legra tak­mark­ana, und­ir merkj­um sótt­varna, sem ógni lýðræðinu og sé í raun af­leiðing 16 ára sam­fleyttr­ar hnign­un­ar í alþjóðlegu frelsi.

Í heims­far­aldr­in­um sannaðist enn einu sinni að frelsið verður yf­ir­leitt fyrsta fórn­ar­lamb ótt­ans og um leið hverf­ur umb­urðarlyndi gagn­vart ólík­um skoðunum. Gagn­rýn­in umræða um aðgerðir stjórn­valda átti erfitt upp­drátt­ar. Leik­ir sem lærðir veigruðu sér við að spyrna við fót­um og spyrja al­var­legra en nauðsyn­legra spurn­inga þar sem óskað var eft­ir rök­stuðningi fyr­ir því hvers vegna frelsi ein­stak­linga var tak­markað og hvort of langt væri gengið. Þeim var mætt af full­kom­inni hörku, jafnt hér á landi sem ann­ars staðar. Á þetta hef ég bent ít­rekað. Þegar frjáls­ir ein­stak­ling­ar hlýða, at­huga­semda­laust og án gagn­rýni, fyr­ir­mæl­um stjórn­valda sem tak­marka borga­leg rétt­indi, er leiðin mörkuð til auk­inn­ar for­ræðis­hyggju. Jarðveg­ur vald­stjórn­ar verður til þar sem flestu er viðkem­ur mann­legri hegðun er stjórnað með reglu­gerðum og til­skip­un­um.

Ian Vásqu­ez, einn höf­unda Frelsis­vísi­töl­unn­ar, seg­ir að tím­inn einn leiði í ljós hvernig við end­ur­heimt­um glatað frelsi eft­ir heims­far­ald­ur­inn. Þegar íbú­ar lýðræðis­ríkja end­ur­heimta frelsi eft­ir harðar sótt­varn­araðgerðir, sé óvíst hvernig íbú­um vald­stjórn­ar­ríkja vegni. Alþjóðleg­ur ójöfnuður frels­is gæti því auk­ist á kom­andi árum. Vásqu­ez bend­ir á að í þeim tíu lönd­um þar sem frelsi hef­ur minnkað mest frá ár­inu 2008 séu alræðis- og ein­ræðis­stjórn­ir að völd­um; í Sýr­landi, Ník­aragva, Ung­verjalandi, Egyptalandi, Venesúela, Tyrklandi, El Sal­vador, Búrúndí, Barein og Hong Kong.

Mis­skipt­ing frels­is í heim­in­um er staðreynd. Aðeins 13 pró­sent jarðarbúa búa í þeim lönd­um sem skipa efsta fjórðung í Frelsis­vísi­töl­unni, en 40 pró­sent til­heyra fjórðungi þeirra landa þar sem sótt er harðast að frels­inu. Meira en 75 pró­sent búa í lönd­um sem eru í neðri hluta vísi­töl­unn­ar. For­ræðis­hyggja fer því miður vax­andi í heim­in­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 1. febrúar 2023.