Framfarir í háskólastarfi
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Í sam­tali mínu við fólk allt frá Snæ­fells­bæ til Ísa­fjarðar, frá Ak­ur­eyri til Seyðis­fjarðar, frá Höfn til Vest­manna­eyja er kallað eft­ir auknu aðgengi að há­skóla­námi á lands­byggðinni, meira fram­boði af fjar­námi. Ungt fólk sem vill búa í heima­byggð og for­eldr­ar sem horfa á eft­ir börn­um sín­um til Reykja­vík­ur til að sækja staðnám.

Í sam­tali mínu við fólk í stór­um fyr­ir­tækj­um og smá­um, nýj­um og eldri er kallað eft­ir menntuðum ein­stak­ling­um í vís­ind­um, tækni, verk­fræði og stærðfræði. Það er einnig kallað eft­ir fleiri heil­brigðis­menntuðum, betri ís­lensku­kennslu og fleiri leik­skóla­kenn­ur­um. Áskor­an­ir í sjálf­bærni og lofts­lags­mál­um blasa við okk­ur og á sama tíma tæki­færi í nýj­um lausn­um og inn­lendri mat­væla­fram­leiðslu.

Há­skól­arn­ir eru lyk­ill­inn að því að við náum ár­angri og höf­um getu til þess að byggja upp það þekk­ing­ar­sam­fé­lag sem við þurf­um til að Ísland verði sam­keppn­is­hæft. Það liggja fyr­ir okk­ur mörg tæki­færi til að efla há­skóla­nám og um leið sam­fé­lagið í heild sinni og svara kalli þessa fólks. Þau tæki­færi ætl­um við að nýta.

Ég trúi því ein­læg­lega að við get­um boðið upp á há­skóla­mennt­un á heims­mæli­kv­arða ef há­skól­arn­ir taka í aukn­ari mæli hönd­um sam­an. Það sjá­um við mjög skýrt með þeim fjölda verk­efna sem hafa mörg verið í gerj­un um ára­bil og verða nú að veru­leika.

Í gær kynnti ég út­hlut­an­ir úr Sam­starfi há­skóla, verk­efni sem ég setti á lagg­irn­ar í haust til að ýta und­ir auk­in gæði, meira sam­starf og hag­kvæmni í ís­lensku skóla­starfi. Það er þegar fjár­magnað og var 25 verk­efn­um boðið til samn­inga um stuðning fyr­ir um 1,2 millj­arða króna.

Þar er brugðist við ákalli sam­fé­lags­ins og fjöl­mörg­um áskor­un­um. Sautján verk­efni snúa að auknu fjar­námi m.a. tækni­fræðinám á Norður­landi og heilsu­gæslu­hjúkr­un. Brugðist er við mönn­un­ar­vand­an­um víða, í heil­brigðismál­um, á leik­skól­um, í fisk­eldi, netör­yggi og hug­verkaiðnaði. Stór­aukið og fjöl­breytt ís­lensku­nám er okk­ur mik­il­vægt. Sam­hliða er sett á fót ein­stakt sam­starf allra há­skól­anna um sam­eig­in­legt meist­ara­nám sem gef­ur stúd­ent­um fjöl­breytt­ari tæki­færi og stuðlar að aukn­um gæðum og meiri hag­kvæmni. Hér eru aðeins nefnd nokk­ur verk­efni en þau hafa öll burði til þess að hafa já­kvæð áhrif á ís­lenskt sam­fé­lag um leið og þau efla ís­lenska há­skóla.

Við eig­um mik­inn mannauð í ís­lensk­um há­skól­um og þeir eru sam­fé­lagi okk­ar mik­il­væg­ir. Verk­efn­in geta haft mikla þýðingu fyr­ir Ísland og skapa ný og spenn­andi tæki­færi fyr­ir fólk um land allt. Gæði verk­efn­anna eru mik­il, þau eru raun­hæf og gefa okk­ur góða mynd af því hversu metnaðarfullt og gott starf er unnið í há­skól­un­um á Íslandi.

Með Sam­starfi há­skóla er verið að auka gæði há­skóla­náms og for­gangsraða fjár­mun­um til að koma til móts við aðkallandi verk­efni í þágu sam­fé­lags­ins.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 13. janúar 2023.