Í hlýju hjarta Afríku
'}}

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra:

Ný­verið hlotnaðist mér sá heiður að heim­sækja Afr­íku­ríkið Mala­ví. Mark­mið heim­sókn­ar­inn­ar var að sjá með eig­in aug­um ár­ang­ur tví­hliða þró­un­ar­sam­vinnu­verk­efna í land­inu. Ekk­ert hefði hins veg­ar getað búið mig und­ir upp­lif­un­ina, svo snort­in var ég af viðtök­um fólks. Þrátt fyr­ir að óvenju hart sé í ári í þessu fá­tæka landi um þess­ar mund­ir mætti mér alls staðar hlý­legt viðmót og bros­andi and­lit, söng­ur og dans. Það er ekki að ástæðulausu að Mala­ví er oft kallað hið hlýja hjarta Afr­íku.

Áhersla á sam­fé­lags­innviði

Sam­starf Íslands og Mala­ví hef­ur staðið yfir frá 1989. Á þess­um rúmu þrem­ur ára­tug­um höf­um við lagt megin­á­herslu á að bæta sam­fé­lags­lega innviði í Mangochi-héraði við sunn­an­vert Mala­ví-vatn. Það höf­um við gert í nánu sam­starfi við héraðsyf­ir­völd. Áhersl­an hef­ur einkum verið á bætta grunnþjón­ustu við íbú­ana í heil­brigðismál­um, mennta­mál­um, vatns-, sal­ern­is- og hrein­læt­is­mál­um, auk stuðnings við jafn­rétti og vald­efl­ingu ungs fólks. Það var sér­stak­lega ánægju­legt að hitta kon­ur og ung­menni í ferðinni og sjá frum­kvæði þeirra og drif­kraft við þess­ar erfiðu aðstæður.

Jafn­rétti kynj­anna hef­ur verið lyk­il­atriði í alþjóðlegri þró­un­ar­sam­vinnu Íslands. Þess vegna höf­um við lagt okk­ur fram að inn­leiða kynja­jafn­rétti þvert á öll verk­efni í Mala­ví auk þess að líta á það sem sér­tækt mark­mið að styðja við rétt­indi og vald­efl­ingu kvenna. Á næstu árum hyggst Ísland jafn­framt leggja rík­ari áherslu á lofts­lags- og um­hverf­is­mál í Mala­ví. Ástæðan er sú mikla ógn sem staf­ar þar af áhrif­un­um af hlýn­un jarðar með fyr­ir­sjá­an­legu efna­hagstjóni og þverr­andi fæðuör­yggi.

Nýtt sam­starfs­hérað

Í ferðinni stig­um við einnig nýtt skref í sam­starfi þjóðanna með því að ýta úr vör byggðaþró­un­ar­verk­efni í Nkhota­kota-héraði. Það verður þar með annað sam­starfs­hérað okk­ar í land­inu. Sam­starfið bygg­ist á sama verklagi og í Mangochi, svo­kallaðri héraðsnálg­un með efl­ingu grunnþjón­ustu við íbúa og sterkri áherslu á eign­ar­hald heima­manna og sjálf­bærni að leiðarljósi. Veiga­mesti stuðning­ur­inn verður við upp­bygg­ingu fimmtán grunn­skóla með áherslu á yngsta ald­urs­stigið. Einnig verður stutt við heil­brigðis­kerfið til að bæta mæðra- og ung­barna­heilsu. Þá verður unnið að því að auka aðgang að hreinu vatni sem er hvarvetna lífs­björg. Áhugi og eft­ir­vænt­ing íbúa og ráðamanna í héraðinu leyndi sér ekki við setn­ingu verk­efn­is­ins, og góðri kveðju var skilað til ís­lensku þjóðar­inn­ar fyr­ir stuðning­inn og traustið.

Þró­un­ar­sam­vinna Íslands og Mala­ví er mik­il­væg­ari en nokkru sinni fyrr. Árang­ur sam­starfs­ins bæt­ir sam­fé­lags­lega innviði lands­ins og tek­ur á brýn­um mál­um, eins og jafn­rétti kynj­anna og áhrif­um lofts­lags­breyt­inga. Í heim­sókn­inni fann ég glöggt að Ísland er afar vel met­inn sam­starfsaðili í land­inu. Með út­sjón­ar­semi og sveigj­an­leika að leiðarljósi náum við ár­angri sam­an.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 29. desember 2022.