Eðlilegt líf er án þessara takmarkana
'}}

„Þetta eru mjög íþyngjandi takmarkanir á líf fólks, á fyrirtækjarekstur og við verðum auðvitað að geta komist eins hratt og hægt er í eðlilegt líf þegar að tölurnar blasa þannig við okkur að við erum í miklu betri stöðu nú en áður,“ segir Áslaug Árna Sigurbjörnsdóttir í samtali við visir.is í dag.

Þar kemur fram að ríkisstjórnin muni kynna afléttingaráætlun sína á morgun. „Við ætlum að ræða afléttingaráætlunina á föstudaginn og ég er bara mjög bjartsýn að við getum komist út úr þessu sem fyrst,“ segir hún.

„Ég er mjög bjartsýn miðað við stöðuna. Við þurfum auðvitað að líta til annarra landa og alltaf annarra þátta og átta okkur á því að við þurfum að hafa mjög rík gögn til að viðhalda takmörkunum en ekki til að aflétta. Eðlilegt líf er án þessara takmarkana, án grímuskyldu án samkomutakmarkana,“ segir Áslaug Arna.