Leið okkar til forystu í loftslagsmálum
'}}

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Fyr­ir um hálf­um mánuði átt­um við um­hverf­is­ráðherra áhuga­vert sam­tal við danska viðskipta­sendi­nefnd sem hingað kom ásamt Friðriki krón­prins til að kynna sér áhersl­ur Íslands í orku- og lofts­lags­mál­um. Dan­ir standa sem kunn­ugt er framar­lega í stefnu­mót­un og aðgerðum í þágu orku­skipta og grænn­ar framtíðar. Full ástæða er til að auka sam­starf þjóðanna um þessi mál­efni og víst er að við get­um lært ým­is­legt af nálg­un Dana.

For­skot okk­ar Íslend­inga á flest­ar aðrar þjóðir þegar kem­ur að hlut­falli vist­vænna orku­gjafa, í krafti grænna auðlinda okk­ar og skyn­sam­legr­ar hag­nýt­ing­ar á þeim, er slíkt að það væri meiri­hátt­ar slys að glata því niður. Við þurf­um þess í stað að viðhalda því, sækja fram og nýta það sem stökkpall til að ná enn betri ár­angri í lofts­lags­mál­um og skapa í leiðinni auk­in verðmæti. En for­skotið fer óðum minnk­andi eft­ir því sem viðleitni annarra þjóða til að ná ár­angri verður kröft­ugri.

Sem dæmi um þá viðleitni má nefna „orku­eyj­arn­ar“ tvær sem Dan­ir hafa ákveðið að byggja úti á hafi og munu safna um fimm gíga­vött­um af raf­orku frá vindorku­görðum á sjó og beina henni áfram til Dan­merk­ur og mögu­lega einnig til annarra landa. Til að setja þetta í sam­hengi er hér um að ræða tvö­falda raf­orku­fram­leiðslu Íslands. Bret­ar fram­leiða nú þegar um 10 gíga­vött með vindorku á sjó og ætla að fjór­falda það magn á næstu tíu árum. Yf­ir­lýst mark­mið Breta er að öll raf­orka þar í landi verði fram­leidd án los­un­ar gróður­húsaloft­teg­unda 2035 – og þar með stæðu Bret­ar jafn­fæt­is okk­ur Íslend­ing­um hvað þetta varðar.

Áform sem þessi varpa ljósi á hve naumt for­skot Íslands er. Og um­fang þess­ara risa­verk­efna minn­ir okk­ur á hve við erum smá í sam­an­b­urði. En smæðin get­ur unnið með okk­ur og hún kem­ur ekki í veg fyr­ir að við get­um sótt fram og orðið fyrsta land heims til að verða óháð jarðefna­eldsneyti.

Við þurf­um orku í stað olíu

Áætlað hef­ur verið að við þurf­um um 600 mega­vött af raf­orku til að klára orku­skipti í sam­göng­um á landi og um 600 til viðbót­ar til að setja fiski­skipa­flot­ann og inn­an­lands­flug á vist­vænt eldsneyti. Þetta er ekki óheyri­legt magn af raf­orku en þó um­tals­vert, því það jafn­gild­ir um ein­um þriðja af raf­orku­notk­un okk­ar í dag. Til viðbót­ar þurf­um við orku fyr­ir ný græn at­vinnu­tæki­færi. Auðvitað ger­ist þetta ekki allt á einu bretti en við þurf­um að byrja strax. Nýir orku­kost­ir þurfa að vera fyr­ir hendi, en sjálf­held­an sem ramm­a­áætl­un er kom­in í ógn­ar því mark­miði. Við eig­um álit­lega orku­kosti í bæði vatns­afli og jarðvarma en þriðji orku­kost­ur­inn, vindork­an, er orðinn mjög hag­kvæm­ur og gæti séð okk­ur fyr­ir um­tals­verðu magni af raf­orku með litl­um óaft­ur­kræf­um um­hverf­isáhrif­um.

Það er tómt mál að tala um metnaðarfull lofts­lags­mark­mið fyr­ir Ísland án þess að horfa til þess hvað eigi að koma í staðinn fyr­ir jarðefna­eldsneytið – bens­ínið og ol­í­una – sem við nýt­um í dag. Aðrar þjóðir eru á fleygi­ferð við að þróa og inn­leiða nýj­ar lausn­ir; vetni, met­an og ýms­ar út­gáf­ur af ra­feldsneyti. Við þurf­um að setja auk­inn kraft í slík verk­efni og bjóða þau vel­kom­in. Við höf­um bæði auðlind­ir og þekk­ingu til að vera vagga nýrra lausna þegar orku­skipti eru ann­ars veg­ar. Fjár­fest­ar eiga að sjá í Íslandi kjör­inn vett­vang fyr­ir þróun slíkra lausna og við eig­um að greiða götu þeirra.

Tíma­móta­sam­starf um förg­un

Á sama tíma og við þurf­um að fram­leiða nýj­ar teg­und­ir eldsneyt­is í stað olíu og bens­íns, og nýta til þess græna inn­lenda orku, fögn­um við líka áform­um um að ná ár­angri með öðrum leiðum. Til dæm­is með bættri ork­u­nýt­ingu í anda hringrás­ar­hag­kerf­is­ins, eins og nýt­ing glat­varma frá járn­blendi­verk­smiðju Elkem er gott dæmi um. Þá bár­ust góðar frétt­ir frá CarbFix í vik­unni þegar til­kynnt var sam­starf fyr­ir­tæk­is­ins við ál­ver Rio Tinto í Straums­vík um föng­un kol­efn­is frá ál­ver­inu. Sam­starfið fel­ur í sér að á lóð ál­vers­ins verði komið upp fyrstu mót­töku- og förg­un­ar­stöð heims fyr­ir kolt­ví­sýr­ing, en þar verður hon­um dælt niður og hann bund­inn var­an­lega sem steind­ir í berg­lög­um. Yf­ir­lýs­ing Rio Tinto um að tækn­in verði nýtt víðar í starf­semi þessa stóra alþjóðlega fyr­ir­tæk­is lof­ar góðu fyr­ir þessa byltingar­kenndu ís­lensku tækni, sem hef­ur þannig alla burði til að festa sig enn bet­ur í sessi. Og sam­starf fyr­ir­tækj­anna minn­ir okk­ur á að alþjóðleg tengsl og sam­starf fela oft í sér mik­il tæki­færi.

Greinin birtist i sunnudagsblaði Morgunblaðsins 31. október 2021.