Varist vinstri slysin – Kjósið XD
'}}

Kjartan Magnússon frambjóðandi í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður:

Ein­beitt­ur vilji fram­bjóðenda vinstri­flokk­anna til að stór­auka rík­is­út­gjöld er öll­um ljós. Í huga þeirra virðast öll op­in­ber kerfi van­fjár­mögnuð og hleypa þarf fjöl­mörg­um nýj­um verk­efn­um af stokk­un­um, allt á kostnað skatt­greiðenda að sjálf­sögðu. Litl­ar til­raun­ir eru oft gerðar til kostnaðarmats en nefna má hug­mynd­ir um borg­ara­laun upp á hundruð millj­arða króna, 100 millj­arða króna rík­is­strætó (borg­ar­línu), stór­aukn­ingu fjár­fram­laga til bóta- og milli­færslu­kerfa af öllu tagi o.s.frv.

Til­gang­ur vinstri­flokk­anna virðist vera sá að láta sem flesta kjós­end­ur fá á til­finn­ing­una að þeir muni hagn­ast per­sónu­lega á því að viðkom­andi flokk­ur kom­ist til valda og þar með í aðstöðu til að hrinda stefnu­mál­um sín­um í fram­kvæmd. Þá verði rík­iskass­inn opnaður upp á gátt, skatt­fé ausið í all­ar átt­ir og ekki síst í vasa kjós­and­ans.

Slíkt viðhorf bygg­ist á hugs­un, sem hag­fræðing­ur­inn Fré­déric Bastiat orðaði eitt sinn þannig: „Ríkið er tál­sýn­in mikla, þar sem all­ir leit­ast við að lifa á kostnað allra annarra.“

Lof­orðaflaum­ur vinstri­flokk­anna tek­ur ekki mið af stöðu rík­is­fjár­mála. Hug­mynd­ir um ný rík­is­út­gjöld tröllríða kosn­ingaum­ræðunni en lítið er fjallað um hvernig eigi að eyða geig­væn­leg­um halla á rík­is­sjóði, hvað þá að fjár­magna alla eyðslu­draum­ana.

Skatt­ar skulu hækka

Ekki er hægt að byggja kosn­ingalof­orð um var­an­lega aukn­ingu rík­is­út­gjalda á sí­aukn­um hag­vexti. Slík lof­orð fela í sér stór­felld­ar skatta­hækk­an­ir á al­menn­ing. Kom­ist vinstri­stjórn til valda að lokn­um kosn­ing­um mun hún hækka skatta eins og all­ar vinstri­stjórn­ir á und­an henni hafa gert. Og skatt­ar myndu hækka veru­lega þótt ein­ung­is ætti að fjár­magna hluta kosn­ingalof­orða vinstri­flokk­anna.

Auk­in skatt­heimta á tekj­ur og eign­ir dreg­ur úr fjár­fest­ing­um og at­vinnu­starf­semi. Þá er al­kunna að þegar skatt­ar fara yfir til­tekið mark, t.d. í pró­sent­um af tekj­um, minnka skatt­tekj­ur rík­is­ins. Sér­hver skatta­hækk­un hefði því minni skatt­tekj­ur í för með sér.

Reynsla Reyk­vík­inga

Draum­ur vinstrimanna stend­ur til þess að ný rík­is­stjórn verði mynduð með þátt­töku sömu flokka og mynda nú meiri­hluta í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Stjórn borg­ar­inn­ar gef­ur því skýra vís­bend­ingu um hvernig slík rík­is­stjórn myndi starfa. Stefna vinstri meiri­hlut­ans í Reykja­vík er í stuttu máli sú að halda skött­um eins háum og hægt er og að safna skuld­um eins og eng­inn væri morg­undag­ur­inn. Skuld­ir Reykja­vík­ur­borg­ar eru komn­ar yfir hættu­mörk enda hlóðust þær upp í góðær­inu, á meðan ríkið og mörg önn­ur sveit­ar­fé­lög greiddu niður skuld­ir sín­ar.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, XD, tek­ur ekki þátt í því ábyrgðarlausa upp­boði á skatt­fé, sem vinstri­flokk­arn­ir stunda fyr­ir kosn­ing­arn­ar. Slík upp­boð eru ávís­un á frek­ari skulda­söfn­un, skatta­hækk­an­ir og verðbólgu, sem myndi bitna verst á al­menn­ingi.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 23. september 2021.