Orkan og tækifæri komandi kynslóða
'}}

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður:

Ekk­ert stjórn­mála­afl á lengri sögu í nátt­úru­vernd en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn. Það er óum­deilt. Raf­væðing þétt­býl­is, hita­veita í stað kola­kynd­ing­ar, upp­bygg­ing flutn­ings­kerfa raf­orku eru allt verk­efni sem lutu stjórn eða voru ákveðin af sjálf­stæðismönn­um í rík­is­stjórn og sveit­ar­stjórn­um. Á þeirri löngu veg­ferð leit Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn aldrei til baka og enn má setja stefn­una í eitt orð: ÁFRAM!

Ísland til fyr­ir­mynd­ar

Eng­in verk­efni í um­hverf­is­mál­um hafa sett Ísland fram­ar í lofts­lags­mál­um en sjálf­bær orku­notk­un Íslend­inga. Frá ár­inu 1990 hef­ur hlut­fall end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa verið í kring­um 85% en stefna Evr­ópu­sam­bands­ins er að hlut­fall end­ur­nýj­an­legr­ar orku í sam­band­inu, sem er 30%, hafi auk­ist um 5% árið 2050. Ísland er í öðru sæti þegar kem­ur að fjölda raf­bíla miðað við höfðatölu. Þar er keppt við Evr­ópuþjóðir sem hlaða raf­bíla með raf­orku sem fram­leidd er úr kola­orku. Fiski­skipa­floti Íslend­inga hef­ur farið á und­an með góðu for­dæmi og minnkað jarðefna­eldsneyt­is­notk­un frá ár­inu 2005 um 40% miðað við út­flutt verðmæti. Ef aðrar þjóðir í heim­in­um væru á sama stað og við Íslend­ing­ar í los­un kol­efn­is væri eng­in umræða um lofts­lags­mál í heim­in­um. Við erum til fyr­ir­mynd­ar en ætl­um að gera bet­ur.

Grænt at­vinnu­líf fyr­ir unga fólkið

Ábyrgð okk­ar í lofts­lags­mál­um er að taka þátt með öðrum þjóðum í minni los­un kol­efn­is. Að sama skapi er það mik­il­vægt fram­lag okk­ar til lofts­lags­mála í heim­in­um að nýta end­ur­nýj­an­lega óbeislaða orku sem við höf­um yfir að ráða. Í því felst ekki al­hæf­ing að það eigi að virkja allt sem virkja má. Í þess­um atriðum skipt­ir fram­lag Íslands miklu máli, þótt ár­ang­ur þjóða heims­ins velti ekki á fram­lagi Íslands. At­vinnu­tæki­færi framtíðar­inn­ar eiga að skapa fjöl­breytt, vel launuð störf við fram­leiðslu í grænu at­vinnu­lífi, eins og vetn­is­fram­leiðslu sem þarf mikla orku og þekk­ingu. Lífs­gæði unga fólks­ins okk­ar byggj­ast á for­ystu Íslands í um­hverf­i­s­vænni at­vinnu­starf­semi, hrein­leika lands­ins, gjöf­ul­um fiski­miðum og heil­brigðum land­búnaði.

Sköp­um framtíð

Allt tal um að eina hlut­verk Íslend­inga sé að leggja okk­ar af mörk­um til minni los­un­ar er rangt. Hlut­verk okk­ar er ekki síður mik­il­vægt í því að nýta end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa til að skapa framtíð fyr­ir unga fólkið í land­inu með fjöl­breyttri grænni at­vinnu­starf­semi og fjöl­breytt­um störf­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. ágúst 2021.