Fyrsta, annað og þriðja !
'}}

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Óvenju­leg versl­un­ar­manna­helgi er að baki og von­andi hafa flest­ir átt gott frí síðustu daga og vik­ur – náð að hlaða raf­hlöðurn­ar. Hvort sem kjós­end­um lík­ar bet­ur eða verr er kosn­inga­bar­átt­an fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar 25. sept­em­ber að hefjast. Lík­legt er að fyrst í stað fari bar­átt­an ró­lega af stað en síðan eykst þung­inn eft­ir því sem nær dreg­ur kjör­degi. Á þeim 52 dög­um sem eru til kosn­inga verða mörg lof­orð gef­in – flest um auk­in rík­is­út­gjöld venju sam­kvæmt.

Þótt stjórn­mála­flokk­arn­ir eigi eft­ir að leggja flest spil­in á borðið ættu kjós­end­ur að geta gert sér þokka­lega grein fyr­ir því við hverju má bú­ast. Það ligg­ur til dæm­is fyr­ir að Sam­fylk­ing­in og Pírat­ar lofa að eiga ekki sam­starf við Sjálf­stæðis­flokk­inn í rík­is­stjórn. Draum­ur­inn er rík­is­stjórn á grunni svo­kallaðs Reykja­vík­ur­mód­els vinstri­flokk­anna sem Viðreisn gerði mögu­legt að smíða eft­ir síðustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Eft­ir síðustu þing­kosn­ing­ar komu for­ystu­menn Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Viðreisn­ar sam­an til fund­ar til að kanna grund­völl að sam­starfi flokk­anna í rík­is­stjórn eða stjórn­ar­and­stöðu, ef svo bæri und­ir. Formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar full­yrti í fjöl­miðlum að á fundi þríflokks­ins væru „kom­in sam­an frjáls­lyndu öfl­in í ís­lensk­um stjórn­mál­um“. Merkimiða-póli­tík er þríflokkn­um eðlis­læg.

Ekki er við öðru að bú­ast en að þríflokk­ur­inn komi sam­an til fund­ar eft­ir kom­andi kosn­ing­ar (og sjálfsagt fyr­ir kosn­ing­ar einnig) til að leggja drög að rík­is­stjórn vinstri­flokk­anna.

Gangi draum­ur þríflokks­ins um rík­is­stjórn eft­ir má ganga út frá því að skatt­ar og álög­ur á launa­fólk og fyr­ir­tæki hækki, rík­is­út­gjöld og skuld­ir auk­ist, at­vinnu­vega­fjár­fest­ing drag­ist sam­an og rík­is­rekst­ur­inn verði óhag­kvæm­ari og þjón­ust­an verri. Þetta er ekki upp­skrift að fjöl­breytt­ara sam­fé­lagi eða bætt­um lífs­kjör­um.

Virðing fyr­ir sjálfsafla­fé

Þegar kol­efn­is­gjöld voru hækkuð um 50% var það í huga frjáls­lyndra þing­manna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar eft­ir­gjöf, þar sem þau hefðu ekki verið hækkuð um 100%. Rík­is­stjórn­in væri með því að af­sala sér tekj­um með því að ýta á „einn takka“. Hið sama á við um fjár­magn­s­tekju­skatt­inn, að ekki sé talað um lof­orðið um að leggja að nýju á eign­ar­skatta, sem leggj­ast einna þyngst á eldri borg­ara. Þeir sem kapp­sam­ast­ir eru að líma á sig merkimiða frjáls­lynd­is líta á það sem „eft­ir­gjöf tekna“ og „af­sal“ ef sæmi­legr­ar hóf­semd­ar er gætt í skatt­heimtu. Virðing­in fyr­ir sjálfsafla­fé og eign­um ein­stak­linga þvæl­ist ekki fyr­ir þeim sem líta á svo á að ríkið sé að veita „nettó­eft­ir­gjöf“ þegar ein­stak­ling­ar „fá“ að halda ein­hverju eft­ir af því sem þeir afla og spara.

Þetta er hug­mynda­fræðin sem hugs­an­leg rík­is­stjórn vinstri­flokk­anna mun byggja á. Og fyr­ir al­menn­ing en ekki síst ungt fólk hlýt­ur það að vera áhyggju­efni. Ungt fólk get­ur valið sér bú­setu að mestu óháð landa­mær­um. Það er alþjóðlega menntað og margtyngt. Það er auðvitað gleðileg hve unga kyn­slóðin er alþjóðlega sam­keppn­is­hæf – hæfi­leika- og hug­mynda­rík. Það skipt­ir sköp­um fyr­ir sam­keppn­is­hæfni okk­ar Íslend­inga og lífs­kjör al­mennt að gera það eft­ir­sókn­ar­vert fyr­ir ungt fólk að setj­ast hér að. Þar skipt­ir skatt­byrðin máli sem og hvernig op­in­ber þjón­usta á borð við heil­brigðisþjón­ustu og mennta­kerfið er. Ísland er og verður í sam­keppni við önn­ur lönd, ekki síst um ungt vel menntað fólk á öll­um sviðum. Hug­mynda­fræði skatt­heimtu­flokk­anna leiðir óhjá­kvæmi­lega til verri stöðu okk­ar í þeirri keppni.

Fanga at­hygli fjöl­miðla

Ég hef í gegn­um árin reynt að vekja at­hygli á því að fjár­stjórn rík­is­ins snú­ist ekki síst um að nýta tak­markaða fjár­muni með skyn­sam­leg­um hætti. For­gangs­röðun út­gjalda, skipu­lag rík­is­rekstr­ar og hvernig op­in­ber þjón­usta er skipu­lögð skipt­ir al­menn­ing æ meira máli. Hvernig sam­eig­in­leg­ir fjár­mun­ir og eign­ir eru nýtt í þau verk­efni sem við höf­um falið rík­inu að ann­ast og/​eða fjár­magna er mik­il­væg­ara fyr­ir al­menn­ing en að há­marka tekj­ur sem renna í gegn­um rík­iskass­ann.

Eitt mesta hags­muna­mál skatt­greiðenda á kom­andi árum er að inn­leidd­ir verði ár­ang­urs­mæli­kv­arðar á öll­um mála­sviðum rík­is­út­gjalda. Rík­is­sjóður – þing­menn og ráðherr­ar – á að gera skýr­ar og aukn­ar kröf­ur til allr­ar op­in­berr­ar þjón­ustu – ekki síst á sviði mennt­un­ar og heil­brigðisþjón­ustu.

En það er bor­in von að þeir stjórn­mála­menn sem eru sann­færðir um að flest vanda­mál verði leyst með aukn­um fjár­mun­um hafi for­ystu um að auka kröf­ur til op­in­berra aðila. Kannski vita þeir hinir sömu (a.m.k. ein­hverj­ir þeirra] – innst inni – að þeir eru að blekkja sjálfa sig og aðra. Lof­orð um auk­in út­gjöld í allt milli hins og jarðar eru auðveld­ari en fyr­ir­heit um betri nýt­ingu fjár­muna og miklu lík­legri til að fanga at­hygli fjöl­miðla og öfl­ugra þrýsti­hópa. Þannig þenst ríkið út og rekst­ur­inn verður óhag­kvæm­ari og þjón­ust­an verri.

End­ar með ósköp­um

Í kosn­inga­bar­átt­unni sem er fram und­an verður ekki síður for­vitni­legt að fylgj­ast með um­fjöll­un fjöl­miðla en stefnu og yf­ir­lýs­ing­um fram­bjóðenda. Fjöl­miðlar eru gjarn­ir á að gefa stjórn­mála­mönn­um tæki­færi til að gefa há­stemmd lof­orð óháð því hvort fyr­ir þeim séu inni­stæður. Sé lof­orðið hærri út­gjöld, hærri skatt­ar og auk­in um­svif rík­is­ins fær stjórn­mála­maður­inn greiðan aðgang að fjöl­miðlum og get­ur þokka­lega áhyggju­laus gefið út stór­ar yf­ir­lýs­ing­ar án gagn­rýnna spurn­inga. Þessu er öf­ugt farið hjá þeim sem berst fyr­ir lækk­un skatta. Hann er kraf­inn svara við því hvernig hann ætli að „fjár­magna“ lækk­un skatta.

Það virðist flest­um fjöl­miðlung­um í blóð borið að tor­tryggja frem­ur þá sem telja skyn­sam­legt að gæta hóf­semd­ar í álög­um en þá sem líta á það sem „af­sal“ rík­is­ins á tekj­um að létta byrðar launa­fólks og fyr­ir­tækja. Hætt­an er sú að þetta viðhorf verði ríkj­andi á kom­andi árum eft­ir því sem fjöl­miðlar verða háðari rík­is­vald­inu fjár­hags­lega. Þetta á einnig við um starf­semi stjórn­mála­flokka – rík­i­s­væðing þeirra end­ar með ósköp­um. En upp­boðsmarkaður stjórn­mál­anna verður lík­lega líf­legri. Allt á kostnað skatt­greiðenda.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 4. ágúst 2021.