Allir litir regn­bogans
'}}

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra:

Hin­segin dagar á Ís­landi eru lifandi vitnis­burður um bar­áttu fram­sýnna eld­huga hér á landi og þá sigra sem unnist hafa í okkar heims­hluta. Þar hefur Ís­land verið í fremstu röð, þótt enn sé verk að vinna.

Sums staðar í ná­lægum löndum á sér hins vegar stað hrein öfug­þróun og höfum við í­trekað varað við henni. Það er hrein­lega sorg­legt að fylgjast með vest­rænum lýð­ræðis­ríkjum taka slík skref til baka þegar kemur að mann­réttindum fólks.

Í starfi mínu sem utan­ríkis- og þróunar­sam­vinnu­ráð­herra hef ég lagt ríka á­herslu á að Ís­land láti ekki sitt eftir liggja í bar­áttunni fyrir mann­réttindum hin­segin fólks á al­þjóða­vett­vangi. Við gerum af­dráttar­lausar kröfur um að hvarvetna skuli virða réttindi hin­segin fólks. Við fylgjumst náið með og greinum það sem okkur þykir á­bóta­vant og notum öll tæki­færi til að koma að að­finnslum. Því miður er ekki van­þörf á því, en í yfir sjö­tíu aðildar­ríkjum Sam­einuðu þjóðanna er enn litið á sam­kyn­hneigð sem glæp.

Þegar Ís­land tók sæti í mann­réttinda­ráði Sam­einuðu þjóðanna árið 2018 voru mál­efni hin­segin fólks sett á oddinn. Ís­land er stofn­fé­lagi í vina­hópi um vernd gegn of­beldi og mis­munun á grund­velli kyn­hneigðar og kyn­vitundar. Á yfir­standandi mann­réttinda­ráðs­þingi munu þrjár mikil­vægar yfir­lýsingar koma frá hópnum, þar á meðal um réttindi trans­kvenna.

Ís­land vinnur sömu­leiðis náið með frjálsum fé­laga­sam­tökum við að standa vörð um mann­réttindi hin­segin fólks, til dæmis í Equ­al Rig­hts Coalition, banda­lagi ríkja sem beitir sér fyrir réttindum hin­segin fólks. Á þessu ári verður beinn stuðningur Ís­lands til slíkra sam­taka aukinn, en þau starfa meðal annars í sam­starfs­löndum okkar í þróunar­sam­vinnu þar sem mann­réttindi hin­segin fólks eru víða fótum troðin, þar á meðal í Úganda og Palestínu.

Stefna Ís­lands er ein­föld: Allir eiga að njóta mann­réttinda og frelsis, óháð kyni, kyn­hneigð, kyn­vitund, kyn­ein­kennum og kyn­tjáningu. Því fjöl­breytni er styrkur og allir litir regn­bogans eiga að fá að ljóma.

Greinin birtist í Fréttablaðinu 6. ágúst 2021.