Óhætt er að segja að algjör bylting hafi orðið hér á landi með verkefninu Ísland ljóstengt sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins komu upphaflega á laggirnar og fylgdu eftir, fyrst Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra og síðar Ólöf heitin Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur leitt verkefnið frá upphafi og setið í öllum þeim starfshópum sem unnu að verkinu og fylgdu því eftir og svo síðar í stjórn fjarskiptasjóðs.
Með verkefninu var aðstöðumun milli dreifbýlis og þéttbýlis varðandi gæðatengingar við internetið að mestu eytt. Enda markmið verkefnsins að háhraða nettenging verði um allt land, í dreifbýli og í þéttbýli.
Þetta styrkir byggð í landinu og gerir fólki kleift að búa áfram í heimahögum og sækja atvinnu í gegnum netið í önnur byggðalög og í aðrar heimsálfur ef því er að skipta. Fólki fjölgar nú víða í sveitum í fyrsta sinn í 100 ár. Þá hefur það sýnt sig að háhraðatenging í dreifbýli styrkir hug kvenna til búsetu í sveit með afgerandi hætti.
Háhraðatenging eykur einnig lífsgæði, en fólk þarf minna að ferðast til að sækja þjónstu sem það getur sótt sér gegnum netið. Fólk getur meira unnið heima og sótspor vegna samgangna minnkar samhliða til hagsbóta fyrir samfélagið allt.
Dreifbýlið stendur nú styrkari fæti atvinnulega séð með auknu atvinnuöryggi, og fjölbreyttari atvinnumöguleikum. En ekki síður þeirri staðreynd að fólk getur nú í gegnum netið sótt sér atvinnu inn á svæði þar sem meðaltekjur eru hærri. Atvinna er þannig fjölbreyttari og einnig meiri möguleikar til eigin atvinnurekstrar.
Góðar tengingar lækka einnig vöruverð og eykur vöruúrval með netverslun. Það lækkar að einhverju leyti framfærslukostnað og eykur kaupmátt.
Fólk hefur orðið meira aðgengi að menningu ýmiskonar, s.s. tónleikum og öðru sem streymt er beint í gegnum netið og fólk þarf því ekki að ferðast langar leiðir með tilheyrandi kostnaði og tíma.
Á Covid-19 tímum hefur tilkoma háhraðanets um allt land margfalt skilað sér, ekki síst í því að fólk getur betur sinnt störfum heiman frá í sóttkví og tekið þátt í ýmsum viðburðum, fundum o.fl. sem annars hefði ekki getað orðið vegna samkomutakmarkana.
Ísland ljóstengt gerir fyrirtæki á landsbyggðinni samkeppnishæfari, þau hafa meiri möguleika til vaxtar og staðsetning er orðið aukaatriði.
Góðar nettengingar eru forsenda frelsis um val til búsetu. Það er orðin staðreynd í íslensku samfélagi og áhrifin eru klárlega ný sókn landsbyggðarinnar.