Í Pólitíkinni ræddi Guðfinnur Sigurvinsson við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um Ísland og Evrópusambandið. Umræðan um ESB skaut upp kollinum eins og afturganga í sölum Alþingis á dögunum þegar þingmenn Viðreisnar lögðu til að hafinn yrði undirbúningur að endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu, sbr. þingsályktun sem samþykkt var sumarið 2009. Þingmennirnir lögðu til að þjóðaratkvæðagreiðsla um endurupptöku viðræðna fari fram eigi síðar en í janúar 2022. Þáttinn má nálgast hér.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins tóku af krafti þátt í umræðunum og færðu sannfærandi rök fyrir því að hagsmunum Íslands sé best borgið utan ESB. Fremstur í flokki fór utanríkisráðherrann sem segist ekki sjá nein haldbær rök sem mæli með inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Þvert á móti vegna öllum EES löndunum vel og eftir útgöngu Breta styrkist staða þeirra enn frekar. Hann segir Íslendinga fórna viðskiptafrelsi sínu með inngöngu í ESB, um það þurfi ekki að deila.
Guðlaugur Þór ræddi líka í þættinum um pólska samfélagið á Íslandi sem hefði átt erfiða daga eftir að Covid19-hópsmit var rekið til Pólverja sem braut lög um sóttkví. Guðlaugur Þór segir það ólíðandi að heilt samfélag líði fyrir slíkt, eins og dæmi eru fyrir, og hefur rætt við sendiherra Póllands á Íslandi um málið.