Tímabundnar hertar aðgerðir á landamærunum
'}}

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks kynntu í gær tímabundnar hertar aðgerðir á landamærunum til að sporna við útbreiðslu Covid-19 faraldursins innanlands. Markmiðið með þessum aðgerðum er að skapa aðstæður sem gera stjórnvöldum kleift að aflétta sem mest takmörkunum.

Fram kom í máli ráðherranna að öllum takmörkunum innanlands verði aflétt þegar búið er að verja stærstan hluta fullorðinna með að minnsta kosti fyrri skammti af bóluefni. Bólusetningar ganga vel hér á landi og hlutfall bólusettra hækkar því jafnt og þétt.

Frumvarp heilbrigðisráðherra til breytinga á gildandi sóttvarnarlögum sem felur í sér forsendur fyrir aðgerðunum sem boðaðar voru í gær eru til umræðu á Alþingi í dag. Fylgjast má með beinni útsendingu á althingi.is.

Nánar má kynna sér hertar aðgerðir og efni frumvarps á vef stjórnarráðsins, hér: