Geldingadalir tækifæri nýrra starfa á Suðurnesjum
'}}

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður:

Allt út­lit er fyr­ir að gosið í Geld­inga­döl­um standi yfir í lengri tíma. Bráðaaðgerðir viðbragðsaðila hafa verið vel skipu­lagðar og lög­regla og björg­un­ar­fólk staðið sig frá­bær­lega. Ef vænt­ing­ar jarðfræðinga ræt­ast gæti gosið í Geld­inga­döl­um staðið mánuðum, jafn­vel árum sam­an. Ef það verður raun­veru­leik­inn þarf að gera framtíðaráætlan­ir um gæslu á svæðinu. Ekki er hægt að láta sjálf­boðaliða sem skipa björg­un­ar­sveit­irn­ar standa vakt á svæðinu vik­um og mánuðum sam­an. Fólk sem flest er bundið sín­um at­vinnu­rek­end­um og þarf að mæta til starfa, en nýt­ur vel­vild­ar á neyðar­stund. Sú góða hug­mynd að all­ir sem ganga á svæðið láti 1.000 kr. rakna til björg­un­ar­sveit­anna ætti að vera öll­um létt í hendi. Það sama gild­ir um lög­regl­una sem er bæði fáliðuð og verk­efn­in þar á bæ hverfa ekki. Þau kalla á allt lög­regluliðið til að sinna dag­leg­um skyld­um við sam­fé­lagið en aðrir sjái um gossvæðið.

Tæki­færi fyr­ir reynslu­mikið fólk

Á Suður­nesj­um er mesta at­vinnu­leysi á land­inu og margt þaul­reynt fólk sem sinnt hef­ur eft­ir­lits- og skoðun­ar­störf­um á Kefla­vík­ur­flug­velli. Unnið við að leiðbeina fólki við kom­una til lands­ins og er því þjálfað í að sinna og leiðbeina fólki. Flest af því tal­ar fleira en eitt tungu­mál. Af hverju ekki að nýta krafta þessa fólks til eft­ir­lits og aðstoðar ferðafólki á gosstöðvun­um í Geld­inga­döl­um? Skipu­lag og stjórn­un eft­ir­lits­starfs­ins get­ur að sönnu verið hjá lög­reglu og viðbragðsaðilum en störf­in sem þarf að sinna og krefjast viðveru gætu komið frá fólki sem hef­ur beðið eft­ir því að losna af at­vinnu­leys­is­skrá.

Nýta tæki­færi til sköp­un­ar starfa

Með því að nýta þau úrræði sem Vinnu­mála­stofn­un hef­ur yfir að ráða og rík­is­stjórn­in hef­ur samþykkt og fjár­magnað má skapa tugi, ef ekki hundruð, starfa á nýj­um vett­vangi. Verk­efnið er frek­ast í hönd­um Grind­vík­inga en í ljósi aðstæðna er eðli­legt að SSS, Sam­tök sveit­ar­fé­laga á Suður­nesj­um, standi á bak við verk­efnið til að koma því af stað. Hvert nýtt starf fær greitt um 450 þús. á mánuði að viðbættu or­lofi eða tæp­ar 500 þús. frá Vinnu­mála­stofn­un. Þá má hugsa sér að ein­hvers kon­ar gjald­skylda stæði und­ir kostnaði sem fell­ur til vegna verk­efn­is­ins. Ekk­ert er því til fyr­ir­stöðu að það verði einkaaðilar sem sjái um þetta verk­efni með stuðningi sveit­ar­fé­laga og rík­is þar til önn­ur fjár­mögn­un verður ákveðin.

Gjald eða kostnaður

Það þarf frum­kvæði og dug til að keyra þetta verk­efni í gang og nóg er af dugnaði á Suður­nesj­um. Það þarf ör­ugg­lega að rek­ast á ein­hverja veggi til að láta verk­in tala og koma verk­efn­inu sem fyrst af stað. En það má ekki verða til þess að draga þrótt úr mönn­um að mis­tök eða minni hátt­ar skakka­föll verði í fyrstu skref­un­um. Það er al­vana­legt þegar nátt­úr­ham­far­ir eru í gangi að það þarf að hlaupa aðeins hraðar en fæt­urn­ir draga. Bíla­stæði, stíga­gerð og þjón­ustu­hús eru innviðir sem mik­il­vægt er að koma upp sem fyrst til að hægt sé að bjóða upp á mann­sæm­andi aðstöðu sem eðli­legt gjald er greitt fyr­ir. Gjald­taka er eðli­lega um­deild leið en hver er ósam­mála því að þeir greiði sem njóti og standi und­ir þeim kostnaði sem ann­ars félli á sveit­ar­fé­lög­in eða ríkið? Þá er ekk­ert eðli­legt við það að sjálf­boðaliðar í björg­un­ar­sveit­um á Suður­nesj­um og víðar að af land­inu standi vakt­ir og haldi uppi eft­ir­liti og nýti tæki sín án nokk­urr­ar greiðslu þegar til lengd­ar læt­ur. Það mik­il­væga fólk á að vera klárt í önn­ur verk­efni sem eðli­lega halda áfram að koma upp og sýna sí­fellt fram á mik­il­vægi björg­un­ar­sveita og viðbragðsaðila.

Slá­um tvær flug­ur í einu höggi

Með því að skapa tugi starfa við gæslu og eft­ir­lits­störf í Geld­inga­döl­um er ráðist að at­vinnu­leys­inu þar sem það er erfiðast og þyngst. Við eig­um að skapa þá um­gjörð um ein­staka auðlind sem gosið er þannig að eft­ir því verði tekið og við vönd­um okk­ur að gera vel. Þjón­usta ferðafólk sem marg­ir at­vinnu­laus­ir hafa gert all­an sinn starfs­ald­ur í flug­stöðinni og auka ör­yggi gesta á svæðinu með því að skapa ný og áhuga­verð störf í nátt­úru Íslands og slá þannig tvær flug­ur í einu höggi.
Greinin birtist í Morgunblaðinu 1. apríl 2021.