Grunnskóli framtíðarinnar
'}}

Kristín Thoroddsen, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði:

Mik­il og góð umræða hef­ur verið um ís­lenskt skóla­kerfi að und­an­förnu og þá sér í lagi hvað varðar stöðu ís­lenskra drengja. Umræðan hef­ur þó verið frek­ar á nei­kvæðum nót­um, þar sem bent er á vanda­málið en lítið sem ekk­ert rætt um aðgerðaáætl­un eða viðbrögð við vand­an­um. Grein eft­ir grein, skýrsla eft­ir skýrslu og niðurstaðan er sú sama ár eft­ir ár og umræðan um slæma út­komu í PISA-könn­un­inni kem­ur á hverju ári eins og lús­in að hausti. Tím­inn vinn­ur ekki með okk­ur og á hverju ári út­skrif­ast börn sem ekki hafa náð viðun­andi viðmiðum. Lesa má frétt­ir af slök­um ár­angri drengja í PISA-könn­un­inni nokk­ur ár aft­ur í tím­ann og þrátt fyr­ir vilja mennta­málaráðherra og stjórn­valda til að gera breyt­ing­ar hef­ur lít­il gerst. Hvað það er sem veld­ur aðgerðarleys­inu veit ég ekki en til að ná fram breyt­ing­um þarf að breyta aðal­nám­skrá grunn­skóla sem reynd­ar hef­ur verið óbreytt í um 10 ár.

Fjölg­un tíma í ís­lensku á kostnað val­faga

Mennta­málaráðherra lagði fram frum­varp á haust­mánuðum 2020 þar sem lagt er til að fjölgað verði kennslu­stund­um í ís­lensku á öll­um skóla­stig­um. Þessi breyt­ing er reynd­ar hugsuð þannig að tími fyr­ir val­fög verður minni og því mögu­leik­ar grunn­skóla­nema til að velja sér nám eft­ir áhuga­sviði þeirra litl­ir. Það ligg­ur hvorki fyr­ir grein­ing né vissa fyr­ir því að fleiri tím­ar í ís­lensku á viku og færri tím­ar í val­fög­um séu að gera það að verk­um að áhugi nem­enda og þá sér í lagi drengja á ís­lensku auk­ist og vanda­málið sé þar með úr sög­unni. Ef vanda­málið er tíma­leysi inn­an viðmiðun­ar­stunda­skrár grunn­skóla þá eru aðrar leiðir fær­ar en sú að taka af val­fög­in og gera skóla­dag­inn enn erfiðari fyr­ir þá sem ekki passa beint í það form sem skól­inn vill að nem­andinn sé í. Til eru aðrar leiðir eins og að lengja ör­lítið skóla­dag yngsta stigs­ins og stytta þá viðveru þeirra í frí­stund. Á miðstigi og ung­linga­stigi væri til að mynda hægt að gera dönsku­kennslu að val­fagi og fjölga tím­um í ís­lensku á móti. Dansk­an er hluti af menn­ing­ar­arf­leifð okk­ar og því ef til vill viðkvæmt að hugsa til þess að tími sé kom­inn til að af­nema hana sem skyldufag en það er efni í aðra grein.

Magn er ekki sama og gæði

Magn kennslu­stunda er ekki endi­lega ávís­un á gæði og eins og ég kom inn á hér að ofan þá er ekk­ert sem bend­ir til þess að fleiri tím­ar í ís­lensku muni gefa okk­ur betri niður­stöðu. Kennslu­efni hef­ur lítið breyst und­an­far­in ár og því knýj­andi þörf á að skoða hvort náms­efnið í ís­lensku sé að höfða til barna og þá jafnt til drengja og stúlkna, skoða þarf hvort það stand­ist nú­tím­ann og hvort það fjall­ar um mál og mál­efni sem börn­in okk­ar þekkja. Til að greina bet­ur vand­ann og geta brugðist við er mik­il­vægt að mæla ár­ang­ur, ekki aðeins í grunn­skól­um held­ur einnig í leik­skól­um þar sem mik­il­vægt er að mæla orðaforða ungra barna og greina þar mögu­leg­an vanda. Í dag erum við í mest­um vand­ræðum með að leggja próf fyr­ir eins og sam­ræmd próf sem ár eft­ir ár eru að mistak­ast í grunn­skól­um lands­ins og virðast ekki mæla annað en kvíða og álag. Við get­um ekki leng­ur látið börn­in gjalda fyr­ir þær aðferðir sem mennta­mála­stofn­un vinn­ur með til að mæla getu barna okk­ar og þarf því að end­ur­skoða þær al­veg frá grunni. Í dag er of­uráhersla lögð á að mæla les­hraða en sú mæl­ing skoðar ekki hvað nem­andinn skil­ur af því sem hann las og er því aðferð sem vert er að láta af að mínu mati.

Á grunn­skól­inn að varðveita fortíðina eða horfa til framtíðar?

Í aðal­nám­skrá grunn­skóla er hvorki að finna náms­grein­ar eins og fjár­mála­læsi, ný­sköp­un, heil­brigðis­fræðslu né kennslu í for­vörn­um, for­rit­un, sam­skipt­um eða sjálfs­trausti. Sann­ar­lega eru ein­staka kenn­ar­ar sem taka það upp á sitt eins­dæmi að koma þessu inn í kennslu barn­anna en öll börn verða að sitja við sama borð. Hetju­sög­um kappa okk­ar í Íslend­inga­sög­un­um eru gerð góð skil á meðan sum grunn­skóla­börn hafa ekki hug­mynd um hvernig þau eiga að fóta sig í hetju­leg­um heimi at­vinnu­lífs­ins eft­ir lok grunn­skóla­göng­unn­ar. Ég er ekki svo viss um að dansk­an sem ann­ars er ágæt út af fyr­ir sig eða Gunn­ar á Hlíðar­enda, sem kennt hef­ur okk­ur Íslend­ing­um þraut­seigju, sé að hjálpa ung­menn­um okk­ar að tak­ast á við áskor­an­ir í nú­tíma sam­fé­lagi.

Metnaðarfull vinna við gerð nýrr­ar mennta­stefnu fyr­ir Ísland til árs­ins 2030 er í vinnslu en hún boðar því miður eng­ar breyt­ing­ar á aðal­nám­skrá né viðmiðun­ar­stund­ar­skrá. Börn­in sitja enn sem fyrr föst í aðal­nám­skrá sem hjakk­ar í fortíðinni með tak­markaða sýn á framtíðina.

Vanda­málið ligg­ur ekki hjá kenn­ur­um lands­ins sem hafa við krefj­andi aðstæður unnið gott starf, vanda­málið er held­ur ekki það að ís­lensk­ir dreng­ir geti ekki lært. Vanda­málið ligg­ur í því að við höf­um ekki brugðist við nú­tím­an­um og þeim tækni­fram­förum sem hafa orðið og á meðan sjá börn­in heim­inn þjóta fram­hjá og við höld­um áfram að skrifa grein­ar og klóra okk­ur í hausn­um yfir lé­legri út­komu í könn­un­um. Mennta­kerfið verður að vera sveigj­an­legt og það verður að aðlag­ast bet­ur hröðu sam­fé­lagi!

Greinin birtist í Morgunblaðinu 15. mars 2021.