Er borgarlínan lausnin?
'}}
Laugardaginn, 6. mars, kl. 11:00, mun borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins standa fyrir fundi í Valhöll, Háaleitisbraut 1, um borgarlínu, en frumdrög fyrir fyrsta áfanga hennar eru nú til kynningar. Streymt verður beint frá fundinum í gegnum Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins.
Á fundinum munu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, Hrafnkell Proppé, forstöðumaður borgarlínunnar hjá Vegagerðinni, Þórarinn Hjaltason, umferðarverkfræðingur og fv. bæjarverkfræðingur Kópavogsbæjar og Sigríður Á. Andersen, alþingismaður og fv. ráðherra ræða borgarlínuna út frá ýmsum hliðum.
Eftir það mun gestum fundarins gefast kostur á að spyrja spurninga en auk frummælanda verður í pallborði Árni M. Mathiesen, stjórnarformaður Betri samgangna ohf.
 
Allir eru hjartanlega velkomnir í Valhöll á meðan húsrúm leyfir en hámark 50 manns komast að í ljósi samkomutakmarkana. Nauðsynlegt er þeir sem hyggist sækja fundinn í Valhöll skrái sig á fundinn með nafni, símanúmeri og kennitölu á netfangið borgarstjorn@xd.is. Sá listi er vegna sóttvarnarreglna svo fyrir liggi hverjir sitji fundinn ef til þess kæmi að rekja þyrfti smit. Skráningum verður eytt að nokkrum dögum liðnum. Þeir sem hyggjast fylgjast með fundinum á netinu þurfa hins vegar ekki að skrá sig.