Frumdrög
'}}

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur:

Nú hafa verið kynnt drög að borg­ar­línu þar sem út­færsl­an kem­ur loks fyr­ir sjón­ir al­menn­ings. Það er gott. Þetta eru reynd­ar ekki bara drög, held­ur frumdrög. Það sem vek­ur at­hygli margra er að nú stend­ur til að taka ak­rein­ar úr al­mennri um­ferð und­ir borg­ar­línu. Þetta sam­ræm­ist ekki því sem samþykkt var af sam­göngu­nefnd Alþing­is þar sem sér­stak­lega var tekið fram að ekki mætti draga úr af­kasta­getu vega­kerf­is­ins með til­komu borg­ar­línu. Sam­kvæmt frumdrög­un­um á að taka helm­ing­inn af ak­rein­um á Suður­lands­braut úr al­mennri um­ferð. Jafn­framt að taka Hverf­is­göt­una að mestu leyti und­ir borg­ar­línu. Rétt er að benda á að 95% farþega sem fara með vél­knún­um far­ar­tækj­um fara með einka­bíl. Flest erum við sam­mála um að bæta þurfi sam­göng­ur í Reykja­vík. Ekki síst al­menn­ings­sam­göng­ur. Sú leið að þrengja að um­ferð leys­ir ekki sam­göngu­vand­ann.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. febrúar 2021.