Fröken Reykjavík
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra:

Að mörgu leyti geta orð Jónas­ar Árna­son­ar í texta söng­lags­ins um Frök­en Reykja­vík einnig átt við um borg­ina sjálfa: „Ó, það er stúlka eng­um öðrum lík, það er hún frök­en Reykja­vík.“ Með sinn „djarfa svip og ögn af yf­ir­læti“ má með nokk­urri ein­föld­un segja að Reykja­vík sé blanda af evr­ópskri stór­borg með þéttri byggð og út­hverf­um eins og í Banda­ríkj­un­um. Höfuðborg­in okk­ar hef­ur þannig fjöl­breytta kosti fyr­ir þá sem þar búa. Með þeim hætti ættu kjörn­ir full­trú­ar ein­mitt einnig að nálg­ast borg­ar­búa, hvort sem er í sam­göngu­mál­um, mennta­mál­um, vel­ferðar­mál­um eða öðrum mála­flokk­um. Fjöl­breytni og val­frelsi eru góðir kost­ir.

Íbúar í Reykja­vík eiga að búa við mik­il lífs­gæði. Í Reykja­vík eiga að fel­ast tæki­færi, borg­in á að vera aðsóps­mik­il og lit­rík „á ótrú­lega rauðum skóm“ líkt og seg­ir í söng­text­an­um. Ungt fólk á að velja sér borg­ina sem væn­leg­an kost fyr­ir sig og sína fjöl­skyldu. Þar á að vera auðvelt að stofna fyr­ir­tæki, hafa aðgang að leik­skóla, kom­ast leiðar sinn­ar með skil­virk­um hætti, njóta afþrey­ing­ar og alls þess sem borg­in hef­ur upp á að bjóða.

Reykja­vík er nógu stór til að rýma fjöl­breytt hverfi og ólíka val­mögu­leika – en á sama tíma nógu lít­il til að tryggja að rekst­ur og stjórn borg­ar­inn­ar taki mið af þjón­ustu við borg­ar­búa en ekki stjórn­kerfið sjálft. Því miður end­ur­spegl­ar vinstri stjórn­in í Reykja­vík hvor­ugt.

Val­frelsi í sam­göngu­mál­um

Lífs­gæði borg­ar­búa byggj­ast að stór­um hluta á skil­virk­um sam­göng­um.

Þau verða ekki til með því að verja – eða eyða – löng­um tíma til að kom­ast í og úr vinnu svo tekið sé dæmi. Í fjöl­breytt­um hverf­um borg­ar­inn­ar er all­ur gang­ur á því hvernig íbú­ar sinna öðrum dag­leg­um þörf­um, svo sem versl­un­ar­ferðum, íþrótta- og tóm­stund­a­starfi barna og öðru. Það sem skipt­ir mestu er að kjörn­ir full­trú­ar bjóði borg­ar­bú­um upp á val­frelsi til að bæta lífs­kjör þeirra. Óháð því hvort borg­ar­bú­ar velja að ferðast með bíl, strætó eða á hjóli, þá þurf­um við að hlúa þannig að sam­göngu­kerf­inu í heild sinni að hver og einn kom­ist leiðar sinn­ar á áreiðan­leg­an, mark­viss­an og fljót­an hátt. Það ger­ist ekki með þvinguðum sam­göngu­máta held­ur með vönduðu skipu­lagi þar sem ýtt er und­ir val­frelsi borg­ar­búa.

Mark­mið allra kjör­inna full­trúa, bæði borg­ar­full­trúa og þing­manna, ætti að vera að tryggja að borg­ar­bú­ar eigi auðvelt með að kom­ast á milli staða með þeim hætti sem hent­ar þeim best. Það fel­ur vissu­lega í sér upp­bygg­ingu á innviðum, svo sem al­menn­ings­sam­göng­um, hjól­reiðastíg­um og veg­um. Þá er ekki unnt að und­an­skilja einn sam­göngu­máta á kostnað ann­ars.

Borg­in rek­in á yf­ir­drætti

Reykja­vík­ur­borg er aft­ur á móti nokk­ur vandi á hönd­um, því fjár­hag­ur henn­ar er svo gott sem að þrot­um kom­inn. Þrátt fyr­ir góðæri síðustu ára hafa skuld­ir borg­ar­inn­ar auk­ist um tæp 85% að nafn­v­irði og eigið fé borg­ar­inn­ar er inn­an við 20%. Aft­ur á móti juk­ust skatt­tekj­ur borg­ar­inn­ar um 48% um­fram verðlag á ár­un­um 2012-2018 enda er út­svar í há­marki og fast­eigna­skatt­ar háir. Ef Reykja­vík­ur­borg væri heim­il­is­bók­hald væri rekst­ur heim­il­is­ins í járn­um og yf­ir­drátt­ur­inn full­nýtt­ur þrátt fyr­ir að heim­il­is­menn hefðu fengið launa­hækk­an­ir síðustu ár. Ekk­ert má út af bera í slíkri stöðu og þegar flest heim­ilis­tæk­in eyðileggj­ast á sama tíma er ekk­ert eft­ir af­lögu. Því miður bend­ir fátt til þess að fjár­hag­ur Reykja­vík­ur­borg­ar batni á næstu árum.

Flest af stærri sveit­ar­fé­lög­um lands­ins hafa bætt stöðu sína veru­lega á liðnum árum og það hef­ur rík­is­sjóður einnig gert. Reykja­vík­ur­borg sker sig úr hvað rekst­ur varðar en ósjálf­bær rekst­ur borg­ar­inn­ar hef­ur nei­kvæð áhrif á dag­legt líf borg­ar­búa til lengri tíma. Það kem­ur alltaf að skulda­dög­um og í til­felli borg­ar­inn­ar koma áhrif­in fyrst og fremst fram í verri þjón­ustu við borg­ar­búa. Það er mik­il ábyrgð fólg­in í því að reka sveit­ar­fé­lag enda byggj­ast lífs­gæði íbú­anna á því að vel sé haldið á mál­um.

Fjölg­um störf­um

Áhrifa­rík­asta leið Reykja­vík­ur­borg­ar til að bæta fjár­hag sinn – og auka um leið lífs­gæði borg­ar­búa – er að vaxa úr nú­ver­andi stöðu. Það ger­ist öðru frem­ur með öfl­ugu at­vinnu­lífi og fjölg­un starfa í einka­geir­an­um. Óháð ytri aðstæðum hverju sinni, þá ætti það ávallt að vera stefna borg­ar­inn­ar að laða til sín fjöl­breytt fyr­ir­tæki, byggja upp öfl­ugt at­vinnu­líf og fjölga störf­um. Í því ástandi sem nú rík­ir þarf að ganga lengra en áður, til dæm­is með því að létta á reglu­verki og lækka fast­eigna­skatta.

Fyrst og fremst þarf stjórn­kerfi borg­ar­inn­ar að vera skil­virkt. Á síðustu árum, og löngu fyr­ir Covid-19-far­ald­ur­inn, höf­um við ít­rekað séð og lesið frétt­ir af seina­gangi í svör­um borg­ar­inn­ar við fyr­ir­spurn­um, taf­ir í af­greiðslu beiðna o.s.frv. Stjórn­kerfi borg­ar­inn­ar er orðið of stórt og þung­lama­legt og það mun til lengri tíma skaða at­vinnu­lífið í borg­inni – og þar með lífs­gæði borg­ar­búa.

Framúrsk­ar­andi mennta­kerfi

Rekst­ur grunn­skóla er eitt mik­il­væg­asta verk­efni sveit­ar­fé­laga. Til að auka lífs­gæði í Reykja­vík þarf að efla mennta­kerfið til muna. Það er ekki gert með því einu að fjölga starfs­mönn­um á skrif­stofu skólaráðs.

Ein stærsta áskor­un mennta­kerf­is­ins er að búa nem­end­ur á öll­um aldri und­ir framtíðina. Það verk­efni er sí­fellt í þróun og því er stöðnun lík­lega versti óvin­ur mennta­kerf­is­ins – og þá um leið at­vinnu­lífs­ins, ný­sköp­un­ar, rann­sókna og þannig mætti áfram telja. Ísland ver hærra hlut­falli lands­fram­leiðslu til grunn­skóla en nokk­urt annað þróað ríki, 2,33%, en er þó í 39. sæti á PISA. Þótt það sé ekki full­kom­inn mæli­kv­arði seg­ir hann okk­ur hvar við stönd­um í sam­an­b­urði við önn­ur lönd. Við vilj­um að mennta­kerfið okk­ar sé framúrsk­ar­andi og að við fáum gæði fyr­ir þá fjár­muni sem við verj­um í kerfið. Til þess verðum við að auka sveigj­an­leika og tæki­færi hvers nem­enda til að blómstra.

Skólastarf snýst þó ekki ein­göngu um ein­kunn­ir nem­enda á próf­um held­ur þá hæfni sem nem­end­ur þurfa til að spjara sig síðar í sam­fé­lag­inu. Til að efla mennta­kerfið þurfa borg­ar­yf­ir­völd að bjóða upp á auk­inn sveigj­an­leika og aukið val­frelsi. Í stað þess að leggja stein í götu einka­rek­inna skóla ætti borg­in að greiða götu þeirra. Um leið er hægt að efla kennslu í skól­um borg­ar­inn­ar til muna og bjóða upp á fjöl­breytt skólastarf. Þetta þarf að gera í góðu sam­starfi við kenn­ara og hvetja til ný­sköp­un­ar í skóla­starfi.

Allt fel­ur þetta í sér auk­in lífs­gæði borg­ar­búa – og í þessu til­viki yngstu kyn­slóðanna sem munu von­andi sjá hag sinn í því að vilja búa í Reykja­vík til framtíðar.

Lít­il borg en samt svo stór

Fleiri þætt­ir fela í sér auk­in lífs­gæði í Reykja­vík. Val­frelsi á ekki síður við í heil­brigðis- og vel­ferðar­mál­um borg­ar­inn­ar, rétt eins og í sam­göngu­mál­um, at­vinnu­mál­um og mennta­mál­um líkt og hér hef­ur verið rakið.

Fyr­ir ein­hverj­um kann það að virka sem draum­sýn að búa í borg sem býður íbú­um upp á fjöl­breytt­ar og greiðar sam­göng­ur, framúrsk­ar­andi mennta­kerfi, öfl­ugt at­vinnu­líf, hóf­sama skatt­heimtu og skil­virkt stjórn­kerfi. Í þessu felst þó eng­in draum­sýn því eins og ég nefndi hér í upp­hafi þá er Reykja­vík nógu stór en um leið nógu lít­il til að byggja upp þá þjón­ustuþætti og þau kerfi sem til þarf til að íbú­ar henn­ar geti búið við þessi lífs­gæði.

Til að svo geti orðið þurfa kjörn­ir full­trú­ar í Reykja­vík að taka mið af þörf­um ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Stærra stjórn­kerfi fel­ur ekki endi­lega í sér betri borg eða betra líf fyr­ir borg­ar­búa – öðru nær.

Stjórn­mál­in í Reykja­vík þurfa held­ur ekki að snú­ast um hags­muna­árekstra eða bar­áttu á milli hverfa. Í sam­göngu­mál­um geta hags­mun­ir Vest­ur­bæj­ar og Miðbæj­ar farið sam­an við hags­muni Grafar­vogs og Grafar­holts, svo tek­in séu dæmi. All­ir þeir sem búa í þess­um hverf­um þurfa að kom­ast á milli staða með ein­um eða öðrum hætti. Því fleiri val­mögu­leik­ar, því lík­legra er að sátt ríki um innviðaupp­bygg­ingu borg­ar­inn­ar og það sem meira máli skipt­ir; því meiri lík­ur eru á að sátt ríki á meðal íbúa borg­ar­inn­ar. Hið sama á við um skólastarf, vel­ferðarþjón­ustu og aðra þá þætti sem hér hef­ur verið fjallað um.

Við sem störf­um sem kjörn­ir full­trú­ar Reyk­vík­inga erum lík­legri til að auka lífs­gæði í borg­inni með því að hlusta á borg­ar­búa, setja okk­ur í spor þeirra sem búa í mis­mun­andi hverf­um, þeirra sem sækja vinnu í aðra hluta borg­ar­inn­ar, þeirra sem treysta á mennta­kerfi sem und­ir­býr börn und­ir framtíðina og þeirra sem vilja hafa fjöl­breytt val um eigið líf. Reykja­vík er nógu stór en á sama tíma nógu lít­il til að við get­um hlustað á all­ar þess­ar radd­ir.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 13. febrúar 2021.