Oft var þörf
'}}

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Staða rík­is­sjóðs ger­ir að verk­um að það er mik­il­væg­ara en nokkru sinni fyrr að hugsa verk­efni rík­is­ins upp á nýtt. Rekst­ur rík­is­ins er ósjálf­bær. Við vor­um hepp­in að staðan var sterk fyr­ir Covid, þökk sé öfl­ugri og ábyrgri for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins. Ábyrgð sem ekki var alltaf mik­ill stuðning­ur við á þingi. Þess vegna get­um við núna mætt sam­drætt­in­um með hraust­legri inn­spýt­ingu til fólks og fyr­ir­tækja. En til þess að við náum aft­ur fyrri styrk þarf tvennt að ger­ast: At­vinnu­lífið þarf að fá tæki­færi til að skapa meiri verðmæti og við þurf­um að hugsa verk­efni rík­is­ins upp á nýtt.

Að hugsa verk­efn­in upp á nýtt

Oft­ast er meiri póli­tísk­ur ávinn­ing­ur í því fyr­ir stjórn­mála­menn að finna upp á nýj­um verk­efn­um, sem kalla á ný rík­is­út­gjöld, en að hugsa gömlu verk­efn­in upp á nýtt. Það er auðvelt að finna hug­mynd­ir að nýj­um verk­efn­um. Oft er líka frek­ar átaka­lítið að hrinda þeim í fram­kvæmd. Þau upp­fylla oft­ast ein­hverja þörf eða þjóna áhuga­mál­um hjá ein­hverj­um hóp­um. Þau færa líka oft­ar en ekki stjórn­kerf­inu auk­in völd og fjár­muni og hvor­ugt af því er lík­legt til að mæta mót­stöðu.

Allt öðru máli gild­ir ef hugsa á gömlu verk­efn­in upp á nýtt. Það kall­ar á upp­stokk­un á óbreyttu ástandi sem marg­ir hafa van­ist. Ávinn­ing­ur­inn fyr­ir þá sem njóta viðkom­andi þjón­ustu er ekki endi­lega aug­ljós öll­um. Erfitt get­ur verið að sanna svart á hvítu að breyt­ing­arn­ar verði til bóta þó að sann­fær­andi rök séu til staðar. Ávinn­ing­ur­inn fyr­ir stjórn­kerfið er á sama hátt ekki endi­lega borðleggj­andi. Það er ómak fyr­ir þá sem sinna verk­efn­un­um að stokka upp rót­gróið verklag og aðferðafræði, að ekki sé minnst á grund­vall­ar­hug­mynda­fræði. Það rask­ar rónni og jafn­væg­inu og ógn­ar jafn­vel stöðugild­um.

Rétt er að taka fram að tregðulög­málið gild­ir ekki bara hjá rík­inu held­ur líka hjá fyr­ir­ækj­um og ein­stak­ling­um. Mun­ur­inn er hins veg­ar sá að fyr­ir­tæki og ein­stak­ling­ar eru keyrð áfram af eig­in­hags­mun­um sem virka sem drif­kraft­ur á erfiðar breyt­ing­ar ef þær eru skyn­sam­leg­ar. Fyr­ir­tæki græðir á því að taka upp nýtt og flókið gæðakerfi. Ein­stak­ling­ur græðir á því að fara í heilsu­átak. En stjórn­kerfið græðir ekki endi­lega á því að stokka upp verk­efni sín og aðferðafræði, a.m.k. ekki til skemmri tíma.

Auðvitað eru ýmis dæmi um stjórn­mála­menn og emb­ætt­is­menn sem hafa hugsað göm­ul verk­efni rík­is­ins upp á nýtt og þannig náð fram mik­il­væg­um fram­förum. En það var ekki auðvelt, í því fólst póli­tísk áhætta, og það krafðist þess að heild­ar­hags­mun­ir og lang­tíma­sýn væru höfð að leiðarljósi frem­ur en skamm­tíma­ávinn­ing­ur í næstu kosn­ing­um. Við þurf­um miklu fleiri slík dæmi.

Tíma­bær upp­stokk­un

Ég er stolt af því að hafa fylgt eft­ir end­ur­skoðun á um­hverfi ný­sköp­un­ar­mála sem fel­ur í sér að Ný­sköp­un­ar­miðstöð verður lögð niður. Þannig spar­ast tölu­verðir fjár­mun­ir um leið og mik­il­væg­ustu verk­efn­in lifa og efl­ast. Ég er líka stolt af því að hafa lagt niður tug­millj­óna króna sjóð sem átti ekki leng­ur rétt á sér. Þó að hvor­ugt vegi þungt í sam­hengi rík­is­fjár­mál­anna er mik­il­vægt að hafa ekki bara aug­un á nýj­um rík­is­út­gjöld­um held­ur líka á verk­efn­um sem þarf annaðhvort að stokka upp, hugsa upp á nýtt eða leggja niður.

Þar eru stærstu út­gjaldaliðir rík­is­ins auðvitað ekki und­an­skild­ir. Ný­lega kom út skýrsla sem sýn­ir að fram­leiðni í heil­brigðisþjón­ustu á Íslandi hef­ur minnkað tölu­vert á und­an­förn­um árum. Þó að mynd­in sé flók­in er þessi aðalniðurstaða áhyggju­efni. Einnig kem­ur fram að út­gjöld til heil­brigðismála á mann juk­ust hraðar á Íslandi á ár­un­um 2010-2018 en í Nor­egi, Svíþjóð og Dan­mörku, sem er sömu­leiðis áhyggju­efni. Nú á loks að ráðast í tíma­bæra upp­stokk­un á fjár­mögn­un heil­brigðisþjón­ust­unn­ar og taka upp (í skref­um) svo­kallaða þjón­ustu­tengda fjár­mögn­un. Þetta er löngu tíma­bært og við eig­um mjög mikið und­ir því að vel tak­ist til.

Næg tæki­færi

Sköp­un­ar­kraft­ur­inn, hug­vitið og þraut­seigj­an eru bein­lín­is áþreif­an­leg í frjó­um jarðvegi ís­lenskra frum­kvöðla. Hið op­in­bera ætti að mínu mati að nýta sér í stór­aukn­um mæli ýms­ar af þeim lausn­um sem ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki eru að þróa. Slíkt sam­starf er okk­ur sem sam­fé­lagi nauðsyn­legt, til að þró­ast hraðar, bæta þjón­ustu, minnka kostnað og hugsa hlut­ina upp á nýtt. Sem bet­ur fer eru auðvitað til dæmi um það, meðal ann­ars í heil­brigðisþjón­ustu. Slík nálg­un ætti að vera úti um allt kerfið. Í því fel­ast tæki­færi fyr­ir hið op­in­bera, fyr­ir frum­kvöðla, en fyrst og fremst þá sem njóta þjón­ust­unn­ar. Við þurf­um ein­fald­lega að hugsa hlut­ina upp á nýtt.

Greinin birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 7. febrúar 2021.