Íslenskur útflutningur til allra átta
'}}

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríksráðherra:

Lengi vel var rekst­ur versl­ana á Íslandi fram­andi þátt­ur í ís­lensku efna­hags­lífi. Er­lend fyr­ir­tæki ráku versl­an­ir sem tengd­ust ís­lensku hag­kerfi í litl­um mæli. Viðskipt­in fólust í því að inn­flutt­ar vör­ur feng­ust í staðinn fyr­ir vör­ur til út­flutn­ings. Fyr­ir 150 árum voru til dæm­is aðeins um sjö­tíu starf­andi versl­an­ir hér á landi, eða ein á hverja eitt þúsund Íslend­inga.

Þessi veru­leiki er okk­ur fjar­læg­ur í dag, svo ekki sé fast­ar að orði kveðið. Fyr­ir­tæk­in eru marg­falt fleiri og markaður­inn fyr­ir ís­lensk­an út­flutn­ing um­tals­vert stærri. Fríversl­un­ar­samn­ing­ar Íslands ná í dag til 74 ríkja og landsvæða og tæp­lega 3,2 millj­arða manna, eða rúm­lega þriðjungs mann­kyns. Þrír samn­ing­ar EFTA bíða gildis­töku, við Indó­nes­íu, Ekvador og Gvatemala, og þá er fríversl­un­ar­samn­ing­ur EFTA og Mercos­ur, tolla­banda­lags Arg­entínu, Bras­il­íu, Parag­væ og Úrúg­væ, hand­an við hornið. Þegar fram­an­greind­ir samn­ing­ar taka gildi og ef nú­ver­andi samn­ingaviðræður EFTA skila ár­angri mun Ísland eiga í fríversl­un­ar­sam­bandi við ríki þar sem búa tæp­lega fimm millj­arðar manna eða tveir af hverj­um þrem­ur jarðarbú­um. Þá er ótal­in sú vinna sem við höf­um lagt í til að tryggja sem best viðskipta­kjör við Bret­land til framtíðar og gæta um leið hags­muna okk­ar á kjöl­festu­markaðinum á EES-svæðinu.

Sam­skipt­in við Banda­rík­in efld

Við upp­haf ráðherratíðar minn­ar var liðinn hátt í ára­tug­ur frá því banda­rísk­ur ráðherra heim­sótti Ísland. Í dag eru sam­skipt­in mun meiri. Á fundi okk­ar Mike Pom­peo, þáver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, í Reykja­vík fyr­ir tveim­ur árum var efna­hags­sam­ráði ríkj­anna komið á fót í því augnamiði að auka frek­ar tví­hliða viðskipti og fjár­fest­ing­ar. Það var mjög mik­il­væg­ur áfangi og í sam­ræmi við stefnu okk­ar að opna á frek­ari viðskipa­tengsl við Banda­rík­in. Snemma árs 2020 var annað mik­il­vægt skref stigið í þessa átt með fram­lagn­ingu Íslands­frum­varps­ins á Banda­ríkjaþingi. Verði það að lög­um gjör­breyt­ist aðgang­ur ís­lenskra fjár­festa og viðskiptaaðila að banda­ríska markaðnum þannig að ís­lensk fyr­ir­tæki geta sent stjórn­end­ur og fjár­festa tíma­bundið til starfa í land­inu.

Tæki­fær­in í austri

Gera má ráð fyr­ir því að þunga­miðja alþjóðlegr­ar fríversl­un­ar og viðskipta haldi áfram að fær­ast til aust­urs þar sem fyr­ir er ört vax­andi og efnuð millistétt. Mik­il­vægt er að fylgj­ast með þess­ari þróun og þess vegna hef ég lagt áherslu á að tryggja að net viðskipta­samn­inga Íslands nái til þeirra svæða þar sem mest­um vexti er spáð á næstu árum. Ljóst er að mik­il og ný tæki­færi bíða þar ís­lenskra út­flutn­ings­fyr­ir­tækja. Það hef­ur verið afar ánægju­legt að fara með ís­lensk­ar viðskipta­sendi­nefnd­ir á fjar­læg­ar slóðir, til dæm­is Jap­ans og Rúss­lands, og styðja þannig við sókn þeirra er­lend­is. Í Jap­ans­ferðinni fögnuðum við meðal ann­ars und­ir­rit­un tví­skött­un­ar­samn­ings ríkj­anna, en viðræður um fleiri slíka samn­inga, m.a. við Singa­púr, standa nú yfir. Ári síðar hófst þýðing­ar­mikið efna­hags­sam­ráð við Jap­an og jafn­framt tókst sam­komu­lag við japönsk stjórn­völd sem greiðir fyr­ir bein­um flug­sam­göng­um við Ísland. Í því sam­bandi má svo minna á að á und­an­förn­um þrem­ur árum höf­um við und­ir­ritað sjö loft­ferðasamn­inga. Ber þar hæst samn­ing­ur­inn við Bret­land. Einnig voru þrír samn­ing­ar áritaðir við Úkraínu, Mar­okkó og Mósam­bík sem heim­il­ar að þeim sé beitt. Þetta skipt­ir eyþjóð sem reiðir sig á greiðar sam­göng­ur og út­flutn­ing miklu máli.

Við höf­um einnig fest fríversl­un­ar­samn­ing­inn í Kína í sessi með und­ir­rit­un bók­ana við hann sem veita ís­lensk­um út­flutn­ings­fyr­ir­tækj­um ný og spenn­andi tæki­færi. Þær varða meðal ann­ars viður­kenn­ingu á heil­brigðis­stöðlum fyr­ir fiskaf­urðir, fiski­mjöl og lýsi og ull og gær­ur, til viðbót­ar við fyrri bók­un um heil­brigðis­vott­un á ís­lensku lamba­kjöti. Í sendi­nefnd­inni sem fylgdi mér til Rúss­lands 2019 voru full­trú­ar sjáv­ar­tæknifyr­ir­tækja sem hafa haslað sér völl þar ytra. Þrátt fyr­ir inn­flutn­ings­bann sem rúss­nesk stjórn­völd settu á ís­lensk mat­væli finna ís­lensk fyr­ir­tæki sér samt nýj­ar leiðir á Rúss­lands­markað.

Íslensk fyr­ir­tæki í for­gangi

Allt frá fyrsta degi mín­um í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu var ljóst að lögð yrði höfuðáhersla á ut­an­rík­is­viðskipti. Að und­ir­búa jarðveg­inn á er­lend­um mörkuðum fyr­ir stór­huga fyr­ir­tæki og frum­kvöðla hef­ur alltaf verið for­gangs­mál í minni ráðherratíð og þau hafa verið sett enn frek­ar á odd­inn í heims­far­aldr­in­um. Þegar bar­átt­unni við kór­ónu­veiruna er lokið er ég þess full­viss að sú vinna sem við höf­um innt af hendi muni auðvelda ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um að grípa tæki­færið þegar það gefst.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 28. janúar 2021.