Þegar heimurinn lokaðist
'}}

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra:

Ut­an­rík­isþjón­ust­an sýndi hvað í henni býr þegar kór­ónu­veir­an steypti sér yfir heims­byggðina án þess að gera boð á und­an sér fyr­ir tæpu ári. Sam­göng­ur milli landa hafa á síðari tím­um ekki verið markaðar ann­arri eins óvissu. Þúsund­ir Íslend­inga þurftu að kom­ast heim meðan ringul­reið ríkti hvert sem litið var. Verk­efnið var að tryggja öll­um sem á þurftu að halda heim­ferð eða aðra úr­lausn.

Nor­ræn sam­vinna á far­sótt­ar­tím­um

Viðbrögðin við heims­far­aldr­in­um eru án efa eitt það fyrsta sem kem­ur upp í hug­ann nú þegar um fjög­ur ár eru liðin frá því ég tók við embætti ut­an­rík­is­ráðherra. Aðstæðurn­ar voru að sönnu ein­stak­ar og aldrei hef­ur borg­araþjón­usta ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins staðið frammi fyr­ir stærra verk­efni. Við þurft­um að stilla sam­an strengi – ráðuneytið, sendi­ráðin, fasta­nefnd­ir, ræðis­menn, al­manna­varn­ir, sótt­varna­lækn­ir, flug­fé­lög og fjöldi annarra. Þarna kom í ljós að í reynslu­banka ráðuneyt­is­ins er ómet­an­leg þekk­ing á rétt­um viðbrögðum í fram­andi um­hverfi sem virki­lega reyn­ir á við aðstæður sem þess­ar.

Lík­lega hef­ur gildi nor­ræns sam­starfs sjald­an komið bet­ur í ljós en í heims­far­aldr­in­um. Náið sam­starf var á milli Norður­land­anna þar sem þau opnuðu borg­araþjón­ustu sína fyr­ir þegn­um hvert ann­ars. Dag­leg­ir fund­ir voru haldn­ir um stöðu, viðbrögð og úrræði til að tryggja að all­ir kæm­ust til síns heima. Á fyrstu þrem­ur mánuðum far­ald­urs­ins átt­um við ut­an­rík­is­ráðherr­ar Norður­landa nán­ast viku­lega fjar­fundi og þar voru far­sótt­in og viðbrögð við henni auðvitað efst á baugi. Sam­ráðið við þess­ar nán­ustu vinaþjóðir okk­ar hef­ur aldrei verið jafn náið.

Íslend­ing­ar aðstoðaðir heim

Í upp­hafi far­ald­urs­ins var brýn­ast að láta fólkið sem þurfti á þjón­ustu okk­ar að halda vita af okk­ur – að við vær­um reiðubú­in að rétta því hjálp­ar­hönd. Á fáum dög­um náðum við beint eða óbeint til flestra Íslend­inga í út­lönd­um – næst­um allra, held ég að sé óhætt að segja. Þar gegndi lyk­il­hlut­verki skrán­ing­ar­grunn­ur­inn sem var sett­ur upp með hraði. Íslend­ing­ar er­lend­is gátu notað hann til að láta okk­ur vita af ferðum sín­um og við í staðinn komið til þeirra boðum án nokk­urra tafa og fengið ómet­an­lega yf­ir­sýn.

Staðreynd­irn­ar tala sínu máli. Nær tólf þúsund manns skráðu sig í grunn­inn. Frá lok­um mars og fram í miðjan apríl var haft beint sam­band við tæp­lega sex þúsund Íslend­inga er­lend­is, fyrst utan Evr­ópu en svo einnig í Evr­ópu­ríkj­um. Hringt var í á þriðja þúsund manns en aðrir fengu sér­sniðin skila­boð í tölvu­pósti, á sam­fé­lags­miðlum og með smá­skila­boðum. Frá 10. mars og til dags­ins í dag hafa yfir þrett­án þúsund er­indi verið skráð hjá borg­araþjón­ust­unni, tvö af hverj­um þrem­ur tengj­ast Covid-19. Dag­ana 14.-19. mars svaraði borg­araþjón­ust­an 400 er­ind­um á dag. Til sam­an­b­urðar má nefna að allt árið 2018 bár­ust alls 550 er­indi til borg­araþjón­ust­unn­ar, að frá­töld­um fjöl­mörg­um er­ind­um sem sendiskrif­stof­ur og ræðis­menn af­greiddu það árið.

Sam­stillt átak við út­veg­un búnaðar

Þegar far­sótt­in skall á með full­um þunga reið á að eiga næg­ar birgðir af hlífðarbúnaði fyr­ir starfs­fólk sjúkra­húsa. Þá kom í hlut sendi­ráðsins í Kína að semja um kaup á slík­um vör­um og tryggja leyfi fyr­ir út­flutn­ingi þeirra. Með sam­stilltu átaki stjórn­valda, sendi­ráða, fyr­ir­tækja og ein­stak­linga tókst að út­vega búnaðinn og Icelanda­ir flutti hann svo hingað heim. Þá hafði ut­an­rík­isþjón­ust­an sömu­leiðis milli­göngu um að koma gjör­gæslu­önd­un­ar­vél­um til lands­ins frá Kína sem Land­spít­al­inn fékk að gjöf frá ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um.

Nú þegar von­andi sér fyr­ir end­ann á þess­um for­dæma­lausa far­aldri er nauðsyn­legt að draga af hon­um lær­dóm. Ég er ekki í minnsta vafa um að ut­an­rík­isþjón­ust­an stóðst prófið og stend­ur sterk­ari eft­ir en áður. Starfs­fólkið fékk þjálf­un í að vinna sam­an í gríðar­stóru verk­efni þar sem mik­il­væg reynsla hvers og eins kom að góðum not­um. Ég hef aldrei verið jafn stolt­ur af sam­starfs­fólki mínu og þess­ar ör­laga­ríku vik­ur sem sýndi hvað það er mik­il­vægt að hafa öfl­uga ut­an­rík­isþjón­ustu.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 21. janúar 2021.