Ræddu miðhálendisþjóðgarð í Pólitíkinni
'}}

Guðrún S. Magnúsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð og Jón Bjarnason, bóndi og oddviti D-listans í Hrunamannahreppi voru gestir í Pólitíkinni í þessari viku.

Í þættinum ræddu þau um frumvarp umhverfisráðherra að miðhálendisþjóðgarði, en þær hugmyndir sem þar er að finna hafa margar verið gagnrýndar verulega. Þáttinn má nálgast hér.

Þetta er fyrri þátturinn af tveimur í Pólitíkinni þar sem fjallað verður um miðhálendisþjóðgarð og í þessum ætti var horft á málið út frá sjónarhóli nytjaréttarhafa, sveitarstjórnar- og skipulagsmála en í næst verður horft á málið út frá sjónarhóli útivistarunnenda og þeirra sem stunda atvinnu og annan rekstur á hálendinu.

Guðrún og Jón hafa töluverðar efasemdir um málið og voru á því að það kerfi sem væri í dag gagnaðist ágætlega. Lítil gagnrýni væri á það og því erfitt að sjá afhverju þurfi þessar breytingar. Þau hafa áhyggjur af því að með þjóðgarði verði allt frumkvæði heimamanna af uppgræðslu og landbótum kæft niður, en það er í dag unnið í sjálfboðavinnu af myndarsakap. Þau eru mjög gagnrýnin á þá stjórnsýslu sem frumvarpið gerir ráð fyrir og telja óeðlilegt að frjálsum félagasamtökum verði hleypt að borðinu við að móta svæðis- og verndaráætlanir sem verða hið eiginlega skipulagsvald á svæðinu. Þá gagnrýna þau að ráðherra geti breytt slíkum áætlunum á lokastigum og eins ákvæðum um að hægt sé að taka land eignarnámi á jaðarsvæðum, eins og það birtist í frumvarpinu.