Við áramót
'}}

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra:

Við kom­um bjart­sýn inn í árið 2020. Við vor­um í sókn til betri lífs­kjara og höfðum sýnt fyr­ir­hyggju með því að nýta góð ár til að styrkja sam­fé­lags­lega innviði.

Ekki leið á löngu þar til ör­lög­in höfðu tekið mál­in í sín­ar hend­ur og verk­efni lands­manna breytt­ust í sam­ræmi við það. Segja má að árið hafi haf­ist með óveðri og hörm­ung­um fyr­ir vest­an og endað með hörm­ung­um fyr­ir aust­an. Snjóflóðin við Flat­eyri og Suður­eyri voru óþægi­leg áminn­ing um hve grátt nátt­úr­an hef­ur leikið íbúa á svæðinu í gegn­um tíðina. Aur­skriðurn­ar á Seyðis­firði breyttu ekki bara ásýnd þessa gull­fal­lega bæj­ar held­ur skildu eft­ir ónot og óör­yggi hjá bæj­ar­bú­um.

Það var ekk­ert minna en krafta­verk að mannskaði skyldi hvor­ugu sinni hljót­ast af. Þá er ekki síður krafta­verki lík­ast að sjá hverju sam­taka­mátt­ur­inn í þess­um sam­fé­lög­um fær áorkað, með öfl­ug­um stuðningi frá björg­un­ar­fólki, sjálf­boðaliðum og öðru fram­línu­fólk­inu eft­ir slíka at­b­urði. Það eru verðmæti sem eng­ar vísi­töl­ur ná yfir.

Þessi sam­taka­mátt­ur hef­ur verið ein­kenn­andi í viðbrögðum okk­ar við heims­far­aldri kór­ónu­veirunn­ar. Og nú við lok árs er það ein­mitt þetta sem stend­ur upp úr. Æðru­leysið og kraft­ur­inn í sam­fé­lag­inu öllu þegar nátt­úru­ham­far­ir og heims­far­ald­ur reyna á styrk okk­ar og þolgæði.

Á traust­um grunni

Við sem byggj­um þessa eyju höf­um reynslu margra kyn­slóða af því að nátt­úru­öfl­in og óviðráðan­leg­ar ytri aðstæður geta ráðið miklu um lífsaf­kom­una. Sú bjarta framtíð sem við horfðum til í upp­hafi árs var ekki byggð á vissu um að allt myndi ganga að ósk­um. Við gát­um horft bjart­sýn­um aug­un fram á veg­inn vit­andi að ef aðstæður breytt­ust og þær reyndu á styrk okk­ar höfðum við gert ráðstaf­an­ir og búið í hag­inn. Greitt niður skuld­ir og sýnt fyr­ir­hyggju, safnað forða og styrkt efna­hags­lega og fé­lags­lega innviði.

Á þess­um grunni gát­um við sagt strax í upp­hafi far­ald­urs­ins að við ætluðum að bregðast við af krafti og viðbrögð okk­ar myndu ein­kenn­ast af því að við vild­um held­ur gera meira en minna. Mark­mið okk­ar hafa verið skýr: að verja heilsu lands­manna og lág­marka á sama tíma efna­hags­legt tjón af út­breiðslu veirunn­ar. Það er best gert með því að standa með fólki sem tapað hef­ur starf­inu og fyr­ir­tækj­um sem upp­lifa tekju­hrun.

Leiðin út úr efna­hags­lægðinni ligg­ur í gegn­um at­vinnu­lífið. Öllu skipt­ir að fyr­ir­tæki geti fundið viðspyrnu og sótt fram á nýju ári eft­ir því sem all­ar ytri aðstæður verða hag­felld­ari. Með því fjölg­ar störf­um og hjól­in fara að snú­ast á ný.

Í því skyni höf­um við und­an­farna mánuði teflt fram fjöl­mörg­um úrræðum. Má þar nefna ráðning­ar­styrki, hluta­bæt­ur, laun í sótt­kví, tekju­tengd­ar at­vinnu­leys­is­bæt­ur, ferðagjöf, tekju­falls­styrki, lok­un­ar­styrki, viðspyrnustyrki og þannig mætti áfram telja. Við höf­um sömu­leiðis inn­leitt frest­an­ir og end­ur­greiðslur skatta og gjalda og haldið áfram skatta­lækk­un­um. Á sama tíma höf­um við varið vel­ferðar­kerf­in, stór­aukið stuðning við ný­sköp­un og um­bylt þjón­ustu rík­is­ins með sta­f­ræn­um lausn­um. Ekki má gleyma sér­stöku fjár­fest­inga­átaki í sam­göng­um sem við höf­um þegar hrint af stað.

Um ára­mót­in lækka skatt­ar á laun annað árið í röð, trygg­inga­gjaldið lækk­ar tíma­bundið og fjár­magn­s­tekju­skatt­ur verður sann­gjarn­ari. Á næsta ári ætl­um við að hvetja til auk­inna fjár­fest­inga í græn­um lausn­um með skatta­leg­um íviln­un­um og ég hef lagt fyr­ir þingið til­lög­ur til breyt­inga á skatta­regl­um í þágu al­manna­heill­a­starf­semi í land­inu. Skatt­kerfið þarf bet­ur að bera með sér að við kunn­um virki­lega að meta allt það mik­il­væga starf.

Í þess­um anda vilj­um við halda áfram.

Allt tek­ur þetta enda

Þótt lík­am­leg veik­indi, smit­töl­ur, sótt­kví og efna­hags­áföll hafi átt sviðið í al­mennri um­fjöll­un árs­ins má ekki van­meta áhrif­in af þess­um áföll­um á and­lega heilsu lands­manna. Þar get­ur óviss­an um fram­vind­una orðið sjálf­stæð upp­spretta van­líðunar því skilj­an­lega er þol­in­mæði þeirra sem ótt­ast um heilsu sína eða hafa tapað lífsviður­væri sínu af skorn­um skammti. Í upp­hafi vonuðumst við til að ástandið myndi ekki vara nema í nokkra mánuði, svo mögu­lega út árið og hér erum við enn, um tíu mánuðum síðar, að skipu­leggja okk­ur fyr­ir árið 2021.

Heil­brigðis­starfs­fólk hef­ur lyft grett­i­staki und­ir stöðugu álagi. Kenn­ar­ar allt frá leik­skóla­stigi upp í há­skóla halda áfram að mennta næstu kyn­slóðir í krefj­andi um­hverfi. Viðbragðsaðilar á öll­um sviðum sinna út­köll­um og verk­efn­um í erfiðum aðstæðum, oft­ar en ekki út­sett­ir fyr­ir smit­um. At­vinnu­rek­end­ur og ein­yrkj­ar hafa þurft að opna og loka rekstri sín­um í sam­ræmi við sveifl­ur far­ald­urs­ins og starfs­fólk víða þurft að minnka starfs­hlut­fall eða jafn­vel leita á ný mið. Áfram mætti lengi telja.

Börn­in okk­ar hafa misst af skóla, íþrótt­um og dýr­mæt­um stund­um með vin­um sín­um og leik­fé­lög­um. Fram­halds- og há­skóla­nem­ar hafa þurft að mynda og rækta vina­sam­bönd gegn­um tölvu­skjái, en ekki á böll­um og skemmt­un­um. Við for­eldr­arn­ir þurf­um að út­skýra þetta allt sam­an sam­hliða aukn­um byrðum, meiri áhyggj­um og færri sam­veru­stund­um með vin­um okk­ar og vinnu­fé­lög­um.

Við meg­um öll vera stolt af því hverju við sem sam­fé­lag höf­um áorkað á krefj­andi og erfiðum tím­um. Með sama hug­ar­fari mun staðan halda áfram að batna dag frá degi, því allt tek­ur þetta enda.

Stóru stund­irn­ar

Af­rek Íslend­inga hafa síst verið færri á þessu óvenju­lega ári en önn­ur ár. Skemmst er að minn­ast ósk­ar­sverðlauna Hild­ar Guðna­dótt­ur fyr­ir tón­smíðar og kvenna­landsliðið held­ur áfram að feta sig­ur­braut­ina á knatt­spyrnu­vell­in­um með sig­ur­veg­ara í Meist­ara­deild Evr­ópu í fyr­irliðastöðu. „Það verður erfitt að toppa þetta ár,“ sagði hún þegar hún tók við titl­in­um Íþróttamaður árs­ins. Það voru orð að sönnu.

Vís­inda­menn okk­ar, með Íslenska erfðagrein­ingu fremsta í flokki, hafa unnið stór­merki­legt starf á ár­inu og lagt heim­in­um öll­um lið við grein­ing­ar og þróun lausna í heims­far­aldr­in­um. Sótt­varna­lækn­ir Íslands vakti fyrst­ur form­lega at­hygli á því er virt­ist vera upp­runi gríðarlegs smits í Ölp­un­um og þríeykið hef­ur miðlað víða því sem lagt hef­ur grunn að góðum ár­angri inn­an­lands. Control­ant hlaut í nóv­em­ber Ný­sköp­un­ar­verðlaun Íslands 2020 en lausn­ir fyr­ir­tæk­is­ins leika stórt hlut­verk við að tryggja ör­ugga dreif­ingu á bólu­efni um all­an heim.

Land tæki­fær­anna

Við finn­um að það birt­ir til með hverj­um deg­in­um. Dag­inn tók að lengja á ný fyr­ir tíu dög­um og á næstu mánuðum mun jafn­framt birta til í efna­hags- og sál­ar­lífi þjóðar­inn­ar. Fyrstu Íslend­ing­arn­ir voru bólu­sett­ir fyr­ir kór­ónu­veirunni hér á landi í vik­unni og fram und­an er mikið verk við bólu­setn­ing­ar og end­ur­reisn hag­kerf­is­ins. Þessi þjóð hef­ur áður brot­ist út úr erfiðum aðstæðum og staðið sterk­ari á eft­ir. Sama verður upp á ten­ingn­um nú.

Sam­fé­lag okk­ar bygg­ist á því fólki sem hér býr. Fólki sem hef­ur með dugnaði, sköp­un­ar­gleði og þraut­seigju gert af­skekkta eld­fjalla­eyju í norðri að einu mesta vel­ferðarsam­fé­lagi heims. Sam­fé­lagi sem vill að all­ir fái að nýta krafta sína og hafi hvata til að sækja fram á eig­in verðleik­um. Það eru þess­ir styrk­leik­ar sem munu um­fram annað koma okk­ur aft­ur á rétt­an kjöl.

Ísland er land tæki­fær­anna. Með þeim dugnaði, fram­taks­semi og óbilandi trú á framtíð lands og þjóðar sem lagði grunn að þeirri stöðu get­um við gert næsta ár að ári tæki­fær­anna. Í lífi hvers og eins og um leið heill­ar þjóðar.

Gleðilegt nýtt ár.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 31. desember 2020.