Fram undan er ár tækifæra
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra:

Á ár­inu sem er að líða fór sem oft­ar að at­b­urðirn­ir tóku á sig allt aðra mynd en nokk­urn gat órað fyr­ir. Í kjöl­far norðanóveðurs und­ir lok síðasta árs heilsaði nýja árið með snjóflóðum á Flat­eyri og í Súg­andafirði og jarðskjálft­um og land­sigi ná­lægt Grinda­vík. Und­ir lok árs­ins féllu aur­skriður á Seyðis­fjörð þannig að rýma þurfti bæ­inn og íbú­arn­ir máttu þola marg­vís­leg­ar þján­ing­ar og eigna­tjón. Þá er ótal­inn far­ald­ur­inn sem hrjáð hef­ur heim­inn með vax­andi þunga allt frá því frétt­ir fóru að ber­ast af nýrri teg­und kór­ónu­veiru í Kína í byrj­un árs­ins.

Þegar árið er gert upp verður að draga rétta lær­dóma af viðburðum þess. Ber þar fyrst að nefna mátt sam­stöðu og sam­heldni þjóðar­inn­ar. Sjálf­boðaliðar í björg­un­ar- og hjálp­ar­sveit­um gegna lyk­il­hlut­verki við hlið heil­brigðis­starfs­manna, lög­reglu og annarra viðbragðsaðila þegar nátt­úru­öfl­in sýna mátt sinn. Ósér­hlífni þessa góða fólks er ómet­an­leg. Sam­hug­ur hef­ur einnig ríkt meðal þjóðar­inn­ar varðandi þær um­fangs­miklu aðgerðir sem nauðsyn­legt hef­ur verið að grípa til vegna far­ald­urs­ins þar sem fjöldi fyr­ir­tækja og ein­stak­linga hef­ur þurft að færa mikl­ar fórn­ir.

Far­sæl hag­stjórn síðustu ára kem­ur sér vel á þess­um erfiðu tím­um þar sem áhersla var lögð á að greiða niður skuld­ir rík­is­sjóðs og byggja upp öfl­ug­an gjald­eyr­is­vara­sjóð. Sú fyr­ir­hyggja er lær­dóms­rík því hún hef­ur auðveldað okk­ur för­ina í gegn­um efna­hags­lega erfiðleika árs­ins.

Rík­is­stjórn­in hef­ur lagt áherslu á sam­stöðu þjóðar­inn­ar um brýn­ustu verk­efn­in. Nefna má upp­bygg­ingu innviða og mik­inn stuðning við þá sem orðið hafa fyr­ir skakka­föll­um. Áður hafði rík­is­stjórn­in lagt drjúg­an skerf til lífs­kjara­samn­inga 2019 sem reynst hafa mikið gæfu­spor.

Í árs­lok hafa orðið þau straum­hvörf að farið er að bólu­setja þjóðina gegn kór­ónu­veirunni og von­ir glæðast um bjart­ari tíma fram und­an. Sam­hliða skipt­ir máli að grund­völl­ur hef­ur verið lagður fyr­ir öfl­uga viðspyrnu í at­vinnu- og efna­hags­lífi lands­manna.

Áhersl­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins end­ur­spegl­ast í fjöl­mörg­um aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar á kjör­tíma­bil­inu. Við leggj­um áherslu á frjálst markaðshag­kerfi því við vit­um að það mun auka hag­sæld þjóðar­inn­ar. Boðskap­ur okk­ar um öfl­ugt at­vinnu­líf er ekki orðin tóm því þannig sköp­um við störf og um leið tekj­ur heim­il­anna. Þegar bólu­setn­ing­um lýk­ur bíður okk­ar það mik­il­væga hlut­verk að end­ur­reisa hag­kerfið, tryggja fyr­ir­tækj­um góð rekstr­ar­skil­yrði og berj­ast gegn þeirri vá sem at­vinnu­leysi er. Í stuttu máli þurf­um við að vaxa út úr efna­hags­vand­an­um, skapa auk­inn hag­vöxt, ný störf og fjár­fest­ing­ar í efn­is­leg­um innviðum, hug­viti o.s.frv. Stilla ber skatt­heimtu í hóf en verja um leið grunnþjón­ustu hins op­in­bera. Í þessu fel­ast verk­efn­in á nýju ári.

Fram und­an er ár mik­illa tæki­færa og full ástæða er til auk­inn­ar bjart­sýni. Ég lýk þess­um orðum með því að óska öll­um lands­mönn­um friðar og hag­sæld­ar á kom­andi ári.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 31. desember 2020.