Öflugir dómstólar
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra:

And­stæðing­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins fóru mik­inn þegar end­an­leg niðurstaða Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu (MDE) var kynnt í Lands­rétt­ar­mál­inu í síðustu viku. Meðal ann­ars var kvartað yfir því að mál­inu hefði yfir höfuð verið skotið til yf­ir­deild­ar dóm­stóls­ins. Flest­ir sér­fræðing­ar töldu þó að fyrri dóm­ur MDE hefði skapað mikla réttaró­vissu. Sú skoðun var rétt­mæt. Átti fyrri dóm­ur við um alla 15 dóm­ara rétt­ar­ins en ekki aðeins þá fjóra sem drógu sig í hlé? Hvað með meg­in­regl­una um end­an­legt vald Hæsta­rétt­ar til að skýra og túlka ís­lensk lög? Þá var dóm­ur­inn klof­inn og minni­hluti MDE hafði kom­ist að sömu niður­stöðu og Hæstirétt­ur í mál­inu.

Nú, þegar rykið hef­ur sest, blas­ir við að það var tví­mæla­laust rétt ákvörðun að skjóta mál­inu til yf­ir­deild­ar MDE. Í niður­stöðu henn­ar kem­ur fram að ekki leik­ur neinn vafi leng­ur varðandi laga­lega stöðu Lands­rétt­ar. Fyrri dóm­ur­inn náði til fjög­urra dóm­ara af 15. Þrír þeirra hafa síðan fengið skip­un að loknu fag­legu ferli þar sem mats­nefnd hef­ur metið þá hæf­asta úr hópi fjöl­margra um­sækj­enda.

Fyr­ir ligg­ur að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur haft for­ystu um að koma upp nýju dóm­stigi, Lands­rétti. Það var gert í ráðherratíð Ólaf­ar Nor­dal. Mark­miðið var að efla og styrkja stoðir rétt­ar­kerf­is­ins og það hef­ur gengið eft­ir. Lands­rétt­ur starfar á milli héraðsdóm­stól­anna og Hæsta­rétt­ar. Þar fer fram milliliðalaust mat á munn­legri sönn­un­ar­færslu á áfrýj­un­arstigi, ef þörf kref­ur, bæði í einka­mál­um og saka­mál­um. Þetta er grund­vall­ar­atriði og mik­il rétt­ar­bót. Hæstirétt­ur efl­ist í kjöl­farið sem stefnu­mark­andi æðsti dóm­stóll þjóðar­inn­ar.

Stofn­un Lands­rétt­ar er þó ekki eina fram­fara­sporið sem stigið hef­ur verið í dóms­kerf­inu á síðustu árum. Nefna má stofn­un dóm­stóla­sýsl­unn­ar sem ann­ast stjórn­sýslu­verk­efni allra þriggja dóm­stig­anna svo og hinn nýja End­urupp­töku­dóm­stól sem tek­ur til starfa á næst­unni.

Þegar upp er staðið blas­ir við að staða ís­lenskra dóm­stóla hef­ur styrkst til mik­illa muna. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur haft for­ystu um fram­an­greind­ar um­bæt­ur og þær tala sínu máli um það fyr­ir hvað flokk­ur­inn stend­ur í mál­efn­um dóm­stól­anna. Við vilj­um öfl­uga, sjálf­stæða dóm­stóla sem al­menn­ing­ur get­ur treyst og sem veita öðrum grein­um rík­is­valds­ins öfl­ugt eft­ir­lit og aðhald.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 9. desember 2020.