Breytingar fyrir fólk
'}}

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra:

Hvort sem okk­ur lík­ar bet­ur eða verr hverf­ist líf okk­ar um hin ýmsu kerfi. Skóla­kerfið för­um við öll í gegn­um, heil­brigðis­kerfið er í eld­lín­unni þessi dægrin og hin ýmsu bóta­kerfi grípa þá sem á þurfa að halda.

Að baki þessu öllu sam­an býr svo skatt­kerfið. Kerfi sem er mik­il­vægt en á sama tíma vandmeðfarið. Skatt­heimt­an þarf að standa und­ir sam­neysl­unni, en má ekki vera svo íþyngj­andi að dragi úr fram­taks­semi. Leik­regl­urn­ar mega held­ur ekki vera of flókn­ar eða ósann­gjarn­ar í garð eins hóps um­fram aðra.

Um hið síðast­nefnda eru nær­tæk dæmi. Sam­kvæmt gild­andi regl­um þarf ein­stak­ling­ur sem sel­ur auka­í­búð ekki að greiða skatt af sölu­hagnaðinum, að því gefnu að hann hafi átt íbúðina í tvö ár og eigi ein­ung­is íbúðar­hús­næði sem nem­ur til­teknu há­marki.

Eigi þessi sami ein­stak­ling­ur ekki auka­í­búð, held­ur sum­ar­hús, er sölu­hagnaður­inn hins veg­ar ávallt skatt­skyld­ur og get­ur komið til skerðing­ar á tekju­tengd­um bót­um. Í þessu felst mis­ræmi og órétt­læti, sem sér­stak­lega bitn­ar á eldra fólki.

Til að leiðrétta þetta mælti ég á dög­un­um fyr­ir laga­breyt­ingu þar sem sölu­hagnaður sum­ar­húss verður skatt­frjáls með sama hætti, hafi selj­andi átt húsið í minnst fimm ár. Þannig verður skatt­heimt­an bæði ein­fald­ari og sann­gjarn­ari.

Sann­girni er þó ekki eina mark­miðið, þótt það eigi alltaf að vera leiðarljós. Skatt­kerfið má nefni­lega einnig nýta sem bein­an hvata til góðra verka og þar geta sjá­an­lega litl­ar breyt­ing­ar haft um­tals­verð áhrif.

Sam­hliða sum­ar­húsa­breyt­ing­unni mælti ég þannig fyr­ir til­lögu um hækk­un frí­tekju­marks vaxta­tekna úr 150 þúsund krón­um á ári í 300 þúsund krón­ur. Enn mik­il­væg­ari er þó sú til­laga að frí­tekju­markið nái einnig til arðs og sölu­hagnaðar hluta­bréfa í skráðum fé­lög­um. Breyt­ing­in næði bæði til fé­lag­anna á aðal­markaði Kaup­hall­ar­inn­ar sem og lít­illa og meðal­stórra vaxt­ar­fé­laga á First North-markaðstorg­inu.

Þannig verður auðveld­ara að ávaxta spari­fé með fjöl­breytt­ari hætti og á sama tíma er stuðlað að mik­il­vægri viðspyrnu fyr­ir efna­hags­lífið. Með þátt­töku al­menn­ings á markaði fá ís­lensk fyr­ir­tæki vind í segl­in og geta ráðið og haldið starfs­fólki. Ávinn­ing­ur­inn er allra.

Breyt­ing­arn­ar sem hér var lýst eru ein­ung­is þrjár af fjöl­mörg­um sem við höf­um lagt til og ætl­um að leggja til. Verk­efnið er alltaf yf­ir­stand­andi. Í því verk­efni er mik­il­vægt að réttu sjón­ar­miðin ráði för. Skatt­heimta á að vera hóf­leg, sann­gjörn og hvetj­andi.

Skatt­kerfið er eft­ir allt sam­an, eins og öll hin kerf­in, smíðað af fólki fyr­ir fólk. Þannig eiga breyt­ing­arn­ar líka að vera, fyr­ir fólk.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 5. desember 2020.