Í þriðja þætti Loftslagsráða er fjallað um tæknina og hvort hún geti aðstoðað okkur í baráttunni gegn loftslagsvánni. Viðmælandi þáttarins er Ólafur Andri Ragnarsson, tölvunarfræðingur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, fyrirlesari og höfundur bókarinnar Fjórða Iðnbyltingin sem fjallar um heillandi heim tækni og nýsköpunar. Þáttinn má nálgast hér.
Í þættinum er farið yfir þær tæknibreytingar sem hafa átt sér stað, þær breytingar sem við eigum von á og hvort tæknin geti verið hluti af lausninni. Stjórnandi þáttarins er Hugrún Elvarsdóttir.
Loftslagsráð er umræðuþáttur á vegum Loftslagsráðs Sjálfstæðisflokksins. Í þáttunum eru loftslagsmálin krufin til mergjar með viðtölum við sérfræðinga sem og áhugamenn um málefnið. Markmiðið er að draga fram þær lausnir sem geta komið að notum í baráttunni við loftslagsvandann. Við hugsum í lausnum, Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í þessari umræðu og er hluti af lausninni. Vertu með okkur, það skiptir máli!