Fyrsti þáttur Loftslagsráða kominn í loftið
'}}

Loftslagsráð er umræðuþáttur á vegum Loftslagsráðs Sjálfstæðisflokksins. Í þáttunum eru loftslagsmálin krufin til mergjar með viðtölum við sérfræðinga sem og áhugamenn um málefnið. Markmiðið er að draga fram þær lausnir sem geta komið að notum í baráttunni við loftslagsvandann.

Fyrsti þátturinn er nú kominn í loftið en viðmælandi er einn helsti sérfræðingur landsins í loftslagsmálum og formaður Loftslagsráðs Íslands, Halldór Þorgeirsson.

Halldór starfaði sem framkvæmdastjóri alþjóðasamvinnumála hjá skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) í Bonn í Þýskalandi frá árinu 2004 sem einn af æðstu yfirmönnum UNFCCC og hafði þar m.a. yfirumsjón með samningaferlinu fyrir Parísarsamninginn 2015. Áður vann Halldór sem skrifstofustjóri hjá umhverfisráðuneytinu, þar sem hann var m.a. aðalsamningamaður Íslands í loftslagsmálum og hjá Rannsóknarstofu landbúnaðarins við vistfræðirannsóknir og stefnumótun. Halldór er með doktorsgráðu í plöntulífeðlisfræði og vistfræði frá Utah State University í Bandaríkjunum.

Stjórnandi þáttarins er Unnur Brá Konráðsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður loftslagsráðs Sjálfstæðisflokksins.

Við hugsum í lausnum, Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í þessari umræðu og er hluti af lausninni. Vertu með okkur, það skiptir máli!

Fylgstu með á facebook og á Instagram.

Þátturinn á Spotify

Skipað breiðum hópi fólks

Loftslagsráð Sjálfstæðisflokksins er skipað breiðum hópi fólks úr atvinnulífi, sveitarstjórnum, SUS og úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins en miðstjórn skipaði ráðið fyrr á þessu ári. Loftslagsráði er ætlað að fjalla um málaflokkinn þvert á málefnanefndir og að beina eftir atvikum tillögum til málefnanefnda, miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins og til landsfundar. Skipunartími ráðsins er eitt ár.

Formaður loftslagsráðs er Unnur Brá Konráðsdóttir – unnurbra@gmail.com

Aðrir í ráðinu eru:

Áslaug Hulda Jónsdóttir, Davíð Þorláksson, Guðfinnur Sigurvinsson, Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, Haraldur Benediktsson, Hildur Björnsdóttir, Hugrún Elvarsdóttir, Kristinn Árni Lár Hróbjartsson og Kristján Þór Magnússon.