„Ástæðan fyrir því að ég fór út í stjórnmál“
'}}

Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, var gestur í Pólitíkinni í þessari viku. Þáttinn má nálgast hér.

Í þættinum ræddi Haraldur verkefnið Ísland ljóstengt og hvernig það kom til að hann kom að því verkefni - en hann sagði að ljósleiðaravæðing Íslands væri ein ástæðan fyrir því að hann hafi farið út í stjórnmál árið 2013.

Þrífösun rafmagns og flýting á því verkefni var rætt, 5G-væðingin, bylting í rafrænni stjórnsýslu, fjórða iðnbyltingin o.fl. ásamt því að nefnd voru ágæt dæmi um frábær áhrif af ljósleiðaravæðingunni og jákvæð áhrif á byggð og atvinnulíf í landinu.

Haraldur var árið 2013 skipaður formaður í starfshópi á vegum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Síðar skipaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra hann sem formann í verkefnahóp til að hrinda verkenfinu í framkvæmd og Haraldur var einnig skipaður í stjórn Fjarskiptasjóðs, fyrstu árin sem formaður. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðarmála skipaði Harald enn fremur í vinnuhóp um hröðun á þrífösun rafmagns og um dreifikostnað.

Þátturinn á YouTube