Reykjavík til þjónustu reiðubúin?
'}}

Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður:

Með til­lögu til þings­álykt­un­ar um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um Reykja­vík­ur­flug­völl fær þjóðin enn á ný tæki­færi til þess að segja hug sinn og hafa áhrif á það hvar flug­völl­ur­inn og miðstöð inn­an­lands- og sjúkra­flugs verða í fyr­ir­sjá­an­legri framtíð, m.a. með til­liti til þjóðhags­legra hags­muna og þjóðarör­ygg­is. Rík­ir al­manna­hags­mun­ir fel­ast í greiðum sam­göng­um inn­an­lands og staðsetn­ing flug­vall­ar­ins og miðstöðvar inn­an­lands­flugs hef­ur afar mikla þýðingu í því sam­hengi. Flug­völl­ur­inn gegn­ir mjög mik­il­vægu ör­ygg­is­hlut­verki fyr­ir al­menn­ing í land­inu vegna sjúkra- og neyðarflugs, svo og sem vara­flug­völl­ur. Þá gegn­ir flug­völl­ur­inn mjög mik­il­vægu hlut­verki í al­manna­varna­kerfi lands­ins.

Hvar er höfuðborg­ar­stefn­an?

Reykja­vík og höfuðborg­ar­svæðið er og hef­ur verið síðan á 19. öld miðstöð versl­un­ar, stjórn­sýslu og þjón­ustu í land­inu og vaxið alla 20. og 21. öld­ina. Umræðan um Reykja­vík­ur­flug­völl und­an­farna ára­tugi hef­ur sýnt að nauðsyn­legt er að treysta und­ir­stöður Reykja­vík­ur sem höfuðborg­ar Íslands þannig að lands­menn, stjórn­völd og borg­ar­yf­ir­völd geri sér ljósa grein fyr­ir skyld­um og rétt­ind­um sem fylgja höfuðborg­ar­hlut­verk­inu, þar á meðal á sviði sam­gangna.

Viss tíma­mót urðu í júní 2018 þegar byggðaáætl­un fyr­ir árin 2018 til 2024 var samþykkt með öll­um greidd­um at­kvæðum þing­manna á Alþingi en í fyrsta sinn inni­hélt byggðaáætl­un­in byggðastefnu sem náði til höfuðborg­ar­svæðis­ins. Byggðastefna eins og hún hafði birst í fyrri byggðaáætl­un­um hafði fram að þessu ekki náð til höfuðborg­ar­inn­ar eða höfuðborg­ar­svæðis­ins. Hef­ur það fyr­ir­komu­lag verið nokkuð ólíkt því sem tíðkast í ná­granna­lönd­un­um, þar sem mik­il­vægt þykir að lands­menn hafi sem mesta aðkomu að byggðamál­um og litið er á höfuðborg­ar­svæðið sem mik­il­væg­an hlekk byggðaþró­un­ar og sam­keppn­is­hæfni lands­ins. Reykja­vík, höfuðborg lands­ins, er mik­il­vægt markaðs- og efna­hags­svæði, sem með ná­granna­byggðunum gegn­ir mik­il­vægu hlut­verki fyr­ir þróun byggða um land allt. Nefnd byggðaáætl­un ger­ir ráð fyr­ir að mótuð verði höfuðborg­ar­stefna sem skil­greini hlut­verk Reykja­vík­ur fyr­ir byggðaþróun í land­inu og stöðu henn­ar á landsvísu og gagn­vart er­lend­um borg­um. Sam­kvæmt fram­kvæmda­áætl­un­inni stóð til að senda höfuðborg­ar­stefn­una til um­sagn­ar fyr­ir árs­lok 2018 og full­mótuð til­laga yrði síðan lögð fyr­ir Alþingi vorið 2019. Í kjöl­farið yrðu und­ir­ritaðir samn­ing­ar milli rík­is­ins og Reykja­vík­ur­borg­ar þar sem aðilar yrðu á eitt sátt­ir um ábyrgð og skyld­ur höfuðborg­ar Íslands. Þrátt fyr­ir að dug­lega sæ­ist til sól­ar í upp­hafi hef­ur lítið sem ekk­ert heyrst af af­drif­um þess­ar­ar vinnu og vek­ur það vissu­lega ýms­ar spurn­ing­ar.

Þjón­ustu­borg­in Reykja­vík

Sam­kvæmt töl­um Hag­stof­unn­ar á öðrum árs­fjórðungi þann 1. júlí 2020 bjuggu 366.700 manns á Íslandi. Á höfuðborg­ar­svæðinu bjuggu 234.910 manns en 131.790 utan þess. Þegar við ræðum um „þjón­ustu­borg­ina Reykja­vík“ líkt og meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar kýs að skil­greina sig, ábyrgð henn­ar og skyld­ur, þá er ekki átt við bein­ar skyld­ur sveit­ar­fé­lags­ins gagn­vart íbú­um sem bú­sett­ir eru utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Hér er miklu frem­ur um að ræða siðferðis­leg­ar skyld­ur Reykja­vík­ur við lands­byggðina sem höfuðborg­ar þjóðar­inn­ar. Íbúar höfuðborg­ar­inn­ar og höfuðborg­ar­svæðis­ins njóta ákveðinna þæg­inda sem fel­ast í ná­lægðinni við helstu stofn­an­ir sam­fé­lags­ins og þjón­ustu. Flug­sam­göng­ur lands­byggðar­inn­ar til Reykja­vík­ur eru for­senda þess að borg­in geti rækt hlut­verk sitt sem skyldi. Ef starf­semi flug­vall­ar­ins í Vatns­mýr­inni verður ekki tryggð eru borg­ar­yf­ir­völd að tak­marka aðgengi lands­byggðarfólks að miðstöð stjórn­sýslu, þjón­ustu, viðskipta og ekki síst Land­spít­ala há­skóla­sjúkra­húss með því að lengja ferðatíma til borg­ar­inn­ar.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 30. október 2020.