Reikningsskil gjörðanna
'}}

Eyþór Arnalds oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur:

Skuld­ir Reykja­vík­ur­borg­ar hækkuðu hressi­lega í góðær­inu. Meira en millj­arð á mánuði. Engu að síður til­kynnti borg­in hagnað. Hvernig gat þetta staðist? Ein helsta „hagnaðarlind“ borg­ar­inn­ar síðustu árin hef­ur verið end­ur­mat á fé­lags­legu hús­næði. End­ur­matið hef­ur skilað borg­inni papp­írs­hagnaði og stend­ur mats­hækk­un fé­lags­legra íbúða nú í 52 millj­örðum króna. Það er stjarn­fræðileg tala. Beitt er svo­nefnd­um IFRS-aðferðum þar sem íbúðirn­ar eru metn­ar á markaðsvirði þótt þær séu ekki til sölu. Ein­ar S. Hálf­dán­ar­son hef­ur sem full­trúi í end­ur­skoðun­ar­nefnd gagn­rýnt þetta og ekki síður það ósam­ræmi sem er í sam­stæðureikn­ingi borg­ar­inn­ar þar sem sumt er gert upp með IFRS-aðferð en annað ekki. Nú hef­ur reikn­ings­skila- og upp­lýs­inga­nefnd sveit­ar­fé­laga úr­sk­urðað um málið. Niðurstaðan er sú að Reykja­vík­ur­borg ber að gera upp sam­stæðureikn­ing sinn þannig að sam­ræmi sé í upp­gjörsaðferðinni. Það kann að vera þægi­legt að veifa tug­millj­arða hagnaði í frétta­til­kynn­ing­um, en raun­veru­leik­inn er sá að borg­in skuld­ar gríðarlega fjár­muni. Skulda­hlut­fall sam­stæðu borg­ar­inn­ar er langt um­fram ná­granna­sveit­ar­fé­lög­in. Sú aðferð að flytja skuld­sett verk­efni eins og fé­lags­legt hús­næði í dótt­ur­fé­lag gagn­ast ekki í reynd. Reykja­vík­ur­borg er í ábyrgð fyr­ir meira en hundrað millj­arða skuld­um dótt­ur­fé­laga á borð við Orku­veitu Reykja­vík­ur, Fé­lags­bú­staði og SORPU. Það er því eng­in leið að horfa ein­göngu á borg­ar­sjóð. Skoða þarf heild­ar­mynd­ina. Á síðasta fundi borg­ar­stjórn­ar óskuðum við borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins eft­ir að Ein­ar S. Hálf­dán­ar­son tæki sæti á ný í end­ur­skoðun­ar­nefnd, en hann fór úr nefnd­inni á meðan úr­skuðað var í mál­inu. Þá bar svo við að borg­ar­stjóri beitti sér fyr­ir því að ekki yrði kosið í nefnd­ina, þvert á hefðir og venj­ur um slíkt. Það kann aldrei góðri lukku að stýra að skjóta sendi­boðann. Það er komið að því að borg­ar­stjóri standi reikn­ings­skil gjörða sinna.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 22. október 2020.