Sterkir innviðir forsenda atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum
'}}

Ásmundur Friðriksson alþingismaður:

Það er slá­andi al­var­leg staða á vinnu­markaði á Suður­nesj­um og at­vinnu­leysið að fara yfir öll mörk. Þessi staða er fyrst og fremst verk­efni til að tak­ast á við og verður leyst með sam­eig­in­legu átaki. En erum við að gera allt sem þarf til þess að skapa hér ný störf? At­vinnu­líf verður ekki til með einni hend­ingu og það þarf að skapa aðstæður og tryggja sterka innviði til þess að hingað komi at­vinnu­tæki­færi sem skapa fleiri fjöl­breytt og vel launuð störf.

Hvernig hafa op­in­ber­ir aðilar á Suður­nesj­um tekið þeirri hug­mynd að sam­starfsaðilar okk­ar í varn­ar­sam­bandi vest­rænna ríkja, NATO, ýti á fram­kvæmd­ir á Kefla­vík­ur­flug­velli og Helgu­vík sem frek­ast má vera til að mæta þeirri stöðu sem er hér á vinnu­markaði? Það ætti að vera hag­ur allra að fram­kvæmd­ir sem þegar eru í sjón­máli komi til fram­kvæmda nú þegar í þeirri ógn­ar­stöðu sem er á vinnu­markaði á Suður­nesj­um.

Við ger­um líka kröfu til rík­is­valds­ins um aðkomu að upp­bygg­ingu hafn­argarðs og hafn­araðstöðu í Njarðvík­ur­höfn, sem er for­senda upp­bygg­ing­ar skipaþjón­ustuklasa sem er í burðarliðnum. Í heild er fram­kvæmda­kostnaður við garðinn og hafn­araðstöðuna um 1,2 millj­arðar króna og gæti skapað hér á bil­inu 230 störf. Ríkið á að koma mynd­ar­lega að þeirri upp­bygg­ingu og tryggja með því ný störf og mik­il um­svif. Leitað er leiða til að finna nýj­an viðlegustað fyr­ir varðskip­in og horft til Njarðvík­ur­hafn­ar í því sam­bandi. Góð lausn fyr­ir alla.

Meðan óveðurs­ský­in hrann­ast upp í at­vinnu­líf­inu ber­ast góðar frétt­ir um að Sam­herji hugi að fisk­eldi í hús­um Norðuráls í Helgu­vík. Ekki ligg­ur fyr­ir hvaða stærð af eldi eða fjöldi starfa fylgja þess­um góðu tíðind­um. Ef að lík­um læt­ur er hér á ferðinni stór­huga hug­mynd með stór­felldu land­eldi sem kall­ar á fjölda starfa. Ná­lægð við alþjóðaflug­völl­inn í Kefla­vík, ör­yggi í af­hend­ingu og ná­lægð við góðar sam­göng­ur er hluti af gæðum fyr­ir­tæk­is sem flyt­ur ferska vöru á er­lend­an markað víða um heim. Fisk­eld­is­fyr­ir­tæki í fremstu röð er frá­bær viðbót við hug­mynd um Flug­vall­ar­borg sem KADECO vinn­ur að í sam­starfi við sveit­ar­fé­lög­in.

Kraft­mikið eldi í Helgu­vík er orku­frek mat­væla­fram­leiðsla sem kall­ar á ör­yggi í raforkuflutning­um og næga orku. Nú er ég að geta mér til en lík­legt er að fyr­ir hvert megavatt af orku væri hægt að fram­leiða 1.000 tonn af eld­is­fiski. Dælu­kostnaður fer eft­ir því hvort um ræðir gegn­um­streymiseldi eða að fyr­ir­tækið end­ur­nýti vatn og sjó og hreinsi í gegn­um líf­hreinsa, sem er líf­ræn hreins­un og klár­lega hluti af nú­tíma­legri ábyrgri matvælafram­leiðslu sem fyrir­tæki eins og Sam­herji vill ör­ugg­lega standa fyr­ir. Suður­nes­in verða að stand­ast álagskröf­ur sem tryggja hingað fram­sækið at­vinnu­líf með sterk­um innviðum.

Á Suður­nesj­um eru góðar sam­göng­ur í all­ar átt­ir, nægt land­rými, nóg af hreinu vatni og sjó, öfl­ugt at­vinnu­líf og þjón­ustuaðilar, nóg af vinnu­fús­um hönd­um sem vilja fjöl­breytt­ara at­vinnu­líf. Ný og áður óþekkt stærð á land­eldi gæti verið að ræt­ast í Helgu­vík. Tök­um tækifær­un­um opn­um örm­um en þá verðum við líka að láta af hreppapóli­tík um Suðurnesjalínu 2, sem er ein for­senda ný­sköp­un­ar og nýrra tæki­færa í fjöl­breytt­ara atvinnu­lífi á Suðurnesj­um. Það verður ekki bæði sleppt og haldið.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 17. október 2020.