Stórsókn í stafrænni þjónustu
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra:

Fjár­laga­frum­varp næsta árs ber þess skýr merki að við erum að tak­ast á við gíf­ur­legt efna­hags­legt áfall af völd­um Covid-19-far­ald­urs­ins. Á þessu ári hafa tekj­ur hins op­in­bera dreg­ist sam­an um vel á annað hundrað millj­arða króna og út­lit er fyr­ir að sú þróun muni halda áfram á næsta ári. Þá hafa út­gjöld rík­is­sjóðs hækkað veru­lega vegna kostnaðarsamra aðgerða sem gripið hef­ur verið til, þá einkum í því skyni að verja lífs­kjör al­menn­ings.

Rík­is­stjórn­in mun grípa til ráðstaf­ana til að halda uppi eft­ir­spurn í hag­kerf­inu, líkt og fram kem­ur í fjár­laga­frum­varp­inu. Sam­drátt­ur­inn verður þá minni en ann­ars hefði orðið. Ekki verður dregið úr op­in­berri þjón­ustu og ráðist verður í sér­stakt fjár­fest­ing­ar- og upp­bygg­ingar­átak á næstu tveim­ur árum í fram­haldi af þeim fjár­fest­ing­um sem þegar hafa verið kynnt­ar til sög­unn­ar. Þá verður dregið úr skatt­heimtu og út­gjöld auk­in vegna vax­andi at­vinnu­leys­is.

Traust­ur rekst­ur rík­is­ins og ráðdeild und­an­far­inna ára ger­ir okk­ur kleift að grípa til slíkra aðgerða. Von okk­ar er sú að ork­an sem býr í efna­hags­líf­inu muni leys­ast úr læðingi um leið og skil­yrði verða hag­stæðari. Auk­in út­gjöld rík­is­sjóðs við þess­ar aðstæður miða að því að svo geti orðið. Um leið nýt­um við tæki­færi sem eru fyr­ir hendi til að gera rekst­ur rík­is­ins eins hag­kvæm­an og mögu­legt er þegar til lengri tíma er litið, því þannig náum við að bæta þjón­ustu og ein­falda líf fólks.

Fjár­laga­frum­varið end­ur­spegl­ar skamm­tíma viðbrögð vegna kór­ónu­veirunn­ar en tæki­færi til lang­tíma hagræðing­ar fel­ast m.a. í örri tækniþróun og lausn­um sem bæði bæta þjón­ustu og kosta minna. Slík­ar aðgerðir draga ekki aðeins úr kostnaði rík­is­ins held­ur alls al­menn­ings sem þarf á þjón­ust­unni að halda.

Auk­in raf­væðing stjórn­sýsl­unn­ar skap­ar skil­yrði fyr­ir hagræðingu og um leið hraðari og betri þjón­ustu. Ég hef sem dóms­málaráðherra lagt ríka áherslu á inn­leiðingu ra­f­rænna lausna t.d. hjá sýslu­mann­sembætt­un­um þar sem brýnt er að bæta þjón­ustu fjöl­skyldu­mála, við þing­lýs­ing­ar og aðra af­greiðslu op­in­berra skjala. Tækn­inni fleyg­ir ört fram á meðan stjórn­sýslu­af­greiðsla embætt­anna hef­ur setið eft­ir.

Á fjár­lög­um næsta árs eru fram­lög til inn­leiðing­ar ra­f­rænn­ar þjón­ustu auk­in um rúma tvo millj­arða í verk­efnið Sta­f­rænt Ísland. Ra­f­ræn rétt­ar­vörslugátt er eitt þeirra verk­efna sem dóms­málaráðuneytið vinn­ur að. Þar er áhersla lögð á aukna sam­vinnu stofn­ana inn­an rétt­ar­vörslu­kerf­is­ins. Bein skil­virk þjón­usta við al­menn­ing er mik­il­væg, en ekki síður greið leið gagna inn­an kerf­is­ins sem leiðir til styttri málsmeðferðar­tíma, auk­ins ör­ygg­is og betri nýt­ing­ar skatt­fjár.

Við skul­um alltaf muna að stjórn­sýsl­an er til fyr­ir fólkið en ekki öf­ugt. Þess vegna leggj­um við áherslu á skil­virka og góða þjón­ustu.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 5. október 2020.