Glæpurinn við arðinn
'}}

Vil­hjálm­ur Árna­son alþingismaður:

Sér­kenni­leg þróun hef­ur orðið í sam­fé­lagsum­ræðu und­an­far­in ár. Þeir sem hafa lagt á sig mikla vinnu, fórn­ir og tekið áhættu með spari­fé sitt við að byggja upp at­vinnu­rekst­ur fá auðveld­lega á sig glæpa­mannastimp­il fyr­ir það að leysa út ár­ang­ur erfiðis­ins og áhætt­unn­ar. Sér­stak­lega ef viðkom­andi starfar í heil­brigðis­kerf­inu, sjáv­ar­út­vegi eða í fjár­mála­kerf­inu.

At­vinnu­rekst­ur er und­an­tekn­ing­ar­laust sett­ur á fót til að finna lausn á verk­efni sem þarf að leysa, þjón­ustu sem þarf að veita eða bæta líf al­menn­ings með öðrum hætti. Ein­stak­ling­ar eru drifn­ir af hug­sjón fyr­ir því sem þá lang­ar að starfa við og vænta þess að fá tekj­ur af at­vinnu­rekstr­in­um til að fram­fleyta sér og fjöl­skyldu sinni.

Um­fjöll­un um þetta öfl­uga og mik­il­væga fólk sem tek­ur þátt í at­vinnu­rekstri er sjald­an um þau störf sem það skap­ar fyr­ir aðra til að fá tekj­ur til að reka sína fjöl­skyldu, þær lausn­ir sem at­vinnu­rekst­ur­inn skap­ar við rekst­ur sam­fé­lags­ins, fjár­fest­ing­arn­ar og annað sem styrk­ir sam­fé­lagið okk­ar.

Þá að glæpa­atriðinu, arðgreiðsl­un­um. Lækn­ir­inn sem hef­ur sett ævi­sparnaðinn í að setja upp öfl­uga lækn­isþjón­ustu og veita fjölda fólks lausn meina sinna legg­ur vænt­an­lega af stað til að geta starfað við það sem hann hef­ur menntað sig til. Lækn­ir­inn legg­ur sig svo all­an fram um að veita betri þjón­ustu en aðrir svo fólk vilji nýta þjón­ustu hans. Þannig fær hann tekj­ur til að fram­fleyta sinni fjöl­skyldu. Tak­ist þetta verður von­andi til hagnaður. Áður hef­ur rekst­ur lækn­is­ins þó þurft að greiða virðis­auka­skatt af ýmsu sem teng­ist rekstr­in­um, launa­tengd gjöld af laun­um hans sjálfs og starfs­fólks­ins og önn­ur op­in­ber gjöld. Skatt­tekj­urn­ar eru ein­mitt það sem greiðir fyr­ir heil­brigðis­kerfið, innviðaupp­bygg­ing­una, ör­orku- og elli­bæt­ur, mennta­kerfið, lög­regl­una og allt annað sem fjár­magnað er úr rík­is­sjóði og sveit­ar­fé­lög­um.

Til viðbót­ar þarf að greiða 20% tekju­skatt af hagnaðinum. Vilji viðkom­andi svo greiða sér út arð þarf hann einnig að greiða 22% fjár­magn­s­tekju­skatt af arðgreiðslunni. Þess­ar skatt­tekj­ur nýt­ast í frek­ari upp­bygg­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Ef lækn­ir­inn get­ur starfað við sitt fag hér á landi og nýt­ir tekj­ur sín­ar í ís­lensku sam­fé­lagi koma enn frek­ari tekj­ur í rík­iskass­ann til að byggja upp heil­brigðis­kerfið. Get­um við ekki verið sam­mála um að öfl­ugt at­vinnu­líf sem skil­ar hagnaði er grund­völl­ur upp­bygg­ing­ar öfl­ugs vel­ferðarsam­fé­lags?

Greinin birtist í Morgunblaðinu 30. júlí 2020.