Skófar kerfis og tregðulögmáls
'}}

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Fund­um Alþing­is var frestað kl. 2.36 aðfaranótt þriðju­dags, eft­ir lang­ar og strang­ar at­kvæðagreiðslur um tugi frum­varpa og þings­álykt­un­ar­til­lagna. Ætl­un­in er að þing­fund­ir hefj­ist að nýju 27. ág­úst næst­kom­andi og þá til að af­greiða nýja fjár­mála­áætl­un sem mun bera þess merki að þjóðarbúið hef­ur orðið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um á síðustu mánuðum. Sú staðreynd kem­ur lík­lega ekki í veg fyr­ir dýr yf­ir­boð á kom­andi kosn­inga­vetri. Þá verða lof­orð gef­in um að gera allt fyr­ir alla, á kostnað ein­hverra annarra.

Þing­vet­ur­inn var um margt sér­kenni­leg­ur enda aðstæður óvenju­leg­ar vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Rík­is­stjórn og Alþingi báru gæfu til þess að taka hönd­um sam­an í aðgerðum til að sporna við efna­hags­leg­um af­leiðing­um kór­ónu­veirunn­ar. Fum­laus viðbrögð Seðlabank­ans hafa einnig skipt miklu í að milda óhjá­kvæmi­legt efna­hags­legt högg.

Þarf að bjarga upp­sker­unni?

Við sem njót­um þeirra for­rétt­inda að sitja á Alþingi, erum ekki sam­mála um allt (sem bet­ur fer), þótt við get­um einnig verið sam­stiga í mörgu. Við not­um mis­mun­andi mæli­stik­ur í flestu, ekki síst þegar við reyn­um að meta eig­in störf. Marg­ir eru því hreykn­ari sem af­köst­in eru meiri; af­kasta­mikið þing er í hug­um þeirra gott þing. Fjöldi frum­varpa og þings­álykt­un­ar­til­lagna sem þingið samþykk­ir er mæli­kv­arðinn. Þannig verður efn­is­legt inni­hald að auka­atriði og vanga­velt­um um hvaða áhrif ný lög hafa á heim­ili og fyr­ir­tæki er ýtt til hliðar. Þegar magnið skipt­ir mestu verða áhyggj­ur af sam­keppn­is­hæfni at­vinnu­lífs­ins, mögu­leik­um þess til að standa und­ir góðum laun­um eða skil­virkni í rík­is­rekstri, fjar­læg­ar – næst­um óskilj­an­leg­ar.

„Við þurf­um að koma upp­sker­unni í hús,“ er leiðandi í verk­um þeirra sem telja mestu skipta að af­greiða sem flest mál, ekki síst þau sem nefnd­ir þings­ins hafa tekið til um­fjöll­un­ar. Í sak­leysi mínu hef ég bent á að hugs­an­legt sé að hluti upp­sker­unn­ar sé ónýt­ur og geti því skemmt það sem þegar er komið í hlöðurn­ar. Sum mál – frum­vörp rík­is­stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu – eru ein­fald­lega þannig að hvorki him­inn né jörð far­ast þótt þau dagi uppi og verði aldrei af­greidd (a.m.k. ekki óbreytt).

Ég hef vakið at­hygli á því að inn­byggður hvati til að af­greiða laga­frum­vörp og álykt­an­ir sé öfl­ugri en virðist við fyrstu sýn. Þetta á sér­stak­lega við um ráðherra. Það er hrein­lega ætl­ast til þess að hver og einn ráðherra leggi fjölda frum­varpa fram á hverj­um ein­asta þing­vetri, líkt og það sé heil­ög skylda að breyta lög­um þótt ekk­ert kalli á slíkt. Ráðherr­ar eru vegn­ir og metn­ir, – af þing­mönn­um og fjöl­miðlum – út frá fjölda en ekki gæðum laga­frum­varpa sem þeir leggja fram.

Ein­föld­un og lækk­un

Þegar litið er yfir þing­vet­ur­inn verður að játa að frels­is­mál­in voru ekki fyr­ir­ferðar­mik­il. En það voru nokk­ur mik­il­væg skref stig­in í rétta átt.

Und­ir for­ystu Þór­dís­ar Kol­brún­ar R. Gylfa­dótt­ur, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, og Kristján Þórs Júlí­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, var reglu­verk ein­faldað. Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra beitti sér fyr­ir af­námi ým­issa úr­eltra laga. Þannig voru leik­regl­urn­ar gerðar ein­fald­ari og skýr­ari.

Það tókst að tryggja lækk­un tekju­skatts ein­stak­linga og tryggja enn frek­ari lækk­un í upp­hafi kom­andi árs. Trygg­inga­gjaldið var lækkað annað árið í röð. Frá því að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tók sæti í rík­is­stjórn hef­ur gjaldið lækkað um liðlega 17% (úr 7,69% í 6,35%) en er enn of hátt.

Styrk­ari stoðum hef­ur verið skotið und­ir rann­sókn­ir, þróun og ný­sköp­un með skatta­leg­um hvöt­um. Þannig hef­ur Þór­dís Kol­brún rutt braut inn í framtíðina fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.

Á loka­degi þings­ins voru breyt­ing­ar á sam­keppn­is­lög­um samþykkt­ar. Með því eykst skil­virkni Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins en um leið er um­hverfi fyr­ir­tækja og þá fyrst og síðast lít­illa og meðal­stórra, gert ein­fald­ara. Til framtíðar er því byggt und­ir sam­keppni ólíkt því sem úr­tölu­fólk á þingi held­ur fram. Og það mun auka sam­keppn­is­hæfni Íslands sem því miður hef­ur versnað sam­kvæmt út­tekt IMD viðskipta­há­skól­ans á sam­keppn­is­hæfni ríkja. Ísland er í 21. sæti á milli Kína og Nýja-Sjá­lands. Einn af al­var­leg­ustu veik­leik­um Íslands er óskil­vik sam­keppn­is­lög­gjöf. Þar erum við eft­ir­bát­ar flestra viðskiptaþjóða okk­ar í 42. sæti.

Frels­is­mál­in kalla á þol­in­mæði

Frels­is­mál­in eru lít­il og stór en eiga oft erfitt upp­drátt­ar. Því hef­ur Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra fengið að kynn­ast. Hug­mynd­ir henn­ar um að koma á jafn­ræði milli inn­lendra og er­lendra fyr­ir­tækja í versl­un hafa ekki fengið braut­ar­gengi inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Því þurfa þeir Íslend­ing­ar, sem vilja kaupa áfengi í net­versl­un, enn um sinn að sætta sig við að eiga viðskipti við er­lenda aðila, en ekki ís­lenska.

Múr­ar for­ræðis­hyggj­unn­ar eru sterk­ir og brotna ekki af sjálfu sér. Áralöng bar­átta þing­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins fyr­ir af­námi rík­isein­ok­un­ar á öld­um ljósvak­ans skilaði loks ár­angri árið 1985, þegar það tókst að tryggja meiri­hluta á Alþingi fyr­ir frelsi sem all­ir taka sem sjálf­sögðum og eðli­leg­um hlut. Eng­inn þingmaður vinstri flokk­anna, sem þá áttu full­trúa á þingi, veitti frels­inu braut­ar­gengi. Miðjan klofnaði og aðeins einn flokk­ur stóð ein­huga með frels­inu; Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn.

For­ræðis­hyggj­an lét ekki und­an fyrr en í fulla hnef­ana þegar ein­ok­un rík­is­ins á fjar­skipta­markaði var brot­in á bak aft­ur. Leyfi til að selja áfeng­an bjór, en ekki aðeins sterkt áfengi og létt­vín, fékkst ekki án bar­áttu. Það var ekki sjálf­gefið að mögu­leik­ar ungs fólks til mennt­un­ar urðu fjöl­breytt­ari með auknu svig­rúmi einkaaðila inn­an mennta­kerf­is­ins, allt frá leik­skól­um til há­skóla. Fjöl­breytt­ara rekstr­ar­form og betri þjón­usta heil­brigðis­kerf­is­ins varð ekki til af sjálfu sér held­ur var jarðveg­ur­inn plægður af ráðherr­um og þing­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Sag­an kenn­ir að þol­in­mæði skil­ar ár­angri í bar­áttu fyr­ir auknu frelsi ein­stak­linga. Stefnu­festa er nauðsyn­leg, en þol­in­mæði og út­hald þarf til að vinna að fram­gangi hug­sjóna. Á stund­um er betra að stíga lítið skref (jafn­vel hænu­fet) í rétta átt en reyna að kom­ast á leiðar­enda í „sjömílna­skóm“ en fest­ast í djúpu skóf­ari tregðulög­máls­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 1. júlí 2020.