Bryndís og Vilhjálmur gera upp þingveturinn í Pólitíkinni
'}}

Þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir og Vilhjálmur Árnason komu í Pólitíkina og gerðu upp þingveturinn. Hlusta má á þáttinn hér.

Að venju drógust þinglok umfram það sem stefnt hafði verið að með tilheyrandi málþófi, samningaumleitunum  og málamiðlunum. Þegar Alþingi kom saman síðastliðið haust gat enginn séð fyrir hvernig úr myndi spilast, allra síst þegar það brast á með náttúruhamförum og heimsfaraldri. Þessir atburðir lita þingveturinn, að mati þingmannanna, og munu gera áfram næsta vetur.

Alþingi kemur aftur saman síðsumars á svokölluðum stubbi og fóru Bryndís og Vilhjálmur yfir þau mál sem bíða afgreiðslu þá, auk þess sem þau gáfu sitt mat á kosningavetrinum sem í hönd fer upp úr áramótum.