Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra er gestur í nýjasta þættinum af Pólitíkinni á hlaðvarpi Sjálfstæðisflokksins. Þar ræddi um mótmælin sem hafa brotist út eftir að lögreglumenn í Minneapolis beittu blökkumanninn George Floyd slíku harðræði við handtöku að hann lét lífið.
Guðlaugur Þór var ómyrkur í máli um framferði lögreglunnar vestra og sagði mannréttindi og frelsi hvers manns fara hönd í hönd og það væri kjarninn í sinni pólitísku hugmyndafræði og lífssýn. Hlusta má á þáttinn hér.
Guðlaugur Þór ræddi líka um nýtt frumvarp um skipan sendiherra sem er til umfjöllunar í þingnefnd en breytingar frumvarpsins miða að því að koma á fastari skipan við val á sendiherrum til framtíðar með því að setja þak á fjölda sendiherra, afnema almenna undanþágu frá auglýsingaskyldu og lögfesta sérstakar hæfniskröfur. Guðlaugur Þór segir að áhugavert verði að fylgjast með framgöngu stjórnarandstöðuflokkanna þegar málið kemur til umfjöllunar í sölum Alþingis.
Málefni Norðurslóða, samskiptin við Bandaríkin í forsetatíð Trumps og uppbygging á Suðurnesjum á vegum NATO var meðal þess sem Guðlaugur ræddi líka auk þess sem hann ræddi um pólitíska framtíð sína.