Þekkingarsamfélag norðurslóða á Akureyri
'}}

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra:

Ný­verið heim­sótti ég höfuðstað Norður­lands, Ak­ur­eyri, þar sem ég und­ir­ritaði ásamt Eyj­ólfi Guðmunds­syni, rektor Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, þjón­ustu­samn­ing á milli Há­skól­ans og ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. Þetta var einkar gleðilegt til­efni sem eft­ir allt sem á und­an er gengið síðustu vik­urn­ar fær aukna vigt og vægi.

Með í för var hluti þing­manna­nefnd­ar allra flokka sem skipuð var ný­lega að mínu frum­kvæði til að end­ur­skoða norður­slóðastefnu Íslands frá ár­inu 2011. Tíma­bært var orðið að Alþingi tæki stefnu Íslands í mál­efn­um norður­slóða til heild­rænn­ar end­ur­skoðunar. Starfs­hóp­ur sem skoðar nú efna­hagsþróun á norður­slóðum var einnig viðstadd­ur, en grein­ing mögu­legra efna­hags­tæki­færa og þar með sókn­ar­færa á norður­slóðum er okk­ur mjög mik­il­væg, ekki síst nú í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins. Þess­um tveim­ur hóp­um gafst gott tæki­færi til að kynna sér allt það góða starf og þá þekk­ing­armiðstöð norður­slóðamála sem byggst hef­ur upp á Ak­ur­eyri, sem er eina sveit­ar­fé­lag lands­ins sem nær alla leið norður fyr­ir heim­skauts­baug.

Há­skól­inn á Ak­ur­eyri hef­ur um langt skeið gegnt lyk­il­hlut­verki í upp­bygg­ingu norður­slóðasam­fé­lags­ins sem orðið er til í Eyjaf­irði. Samn­ing­ur­inn sem und­ir­ritaður var við þetta til­efni styður enn frek­ar við norður­slóðasam­vinnu og sér­fræðivinnu á meðan Ísland gegn­ir for­mennsku í Norður­skauts­ráðinu, en áhersla verður lögð á lýðheilsu­mál, mál­efni ungs fólks og há­skóla­sam­starf á norður­slóðum. Samn­ing­ur­inn fel­ur því í sér öfl­ug­an stuðning við mál­efni norður­slóða á Ak­ur­eyri.

Teng­ing há­skóla­sam­fé­lags­ins á Ak­ur­eyri við sjáv­ar­út­veg og at­vinnu­líf er gott dæmi um það hvernig sam­fé­lög geta nýtt styrk­leika sína til að efla þekk­ingu á um­hverf­inu og auðlind­um, ásamt því að styðja við at­vinnu- og efna­hags­líf á sjálf­bær­an máta. Það er reynsla og þekk­ing á borð við þessa sem við höf­um kapp­kostað að taka með okk­ur inn í for­mennsku okk­ar í Norður­skauts­ráðinu og end­ur­spegl­ast sér­stak­lega í tveim­ur megin­á­hersl­um for­mennsk­unn­ar: ann­ars veg­ar mál­efn­um hafs­ins og hins veg­ar fólk­inu á norður­slóðum. Allt und­ir merkj­um sjálf­bærni að sjálf­sögðu.

For­mennska Íslands í Norður­skauts­ráðinu er nú hálfnuð en vegna aðstæðna sem óþarfi er að tí­unda er ljóst að síðara for­mennsku­árið verður ólíkt því sem lagt var upp með. Ísland átti að vera vett­vang­ur fjölda funda og viðburða sem verða nú færðir yfir á net­miðla. Ég tel að við mun­um þrátt fyr­ir óvænt­ar breyt­ing­ar geta unnið áfram að lang­flest­um okk­ar góðu verk­efna með aðstoð fjar­funda­tækni sem Norður­skauts­ráðið hef­ur nýtt sér vel um margra ára skeið. Marg­ir segja að seigla, aðlög­un­ar­hæfni og þraut­seigja, jafn­vel þrjóska, ein­kenni lund­arfar okk­ar sem byggj­um norður­slóðir. Óvæg­in nátt­úru­öfl norður­hjar­ans hafa meitlað þessa mann­kosti okk­ar og nú er und­ir okk­ur komið að nýta þá til að halda áfram öfl­ugu starfi Norður­skauts­ráðsins.

Þrátt fyr­ir krefj­andi tíma und­an­farið lít ég björt­um aug­um til framtíðar og ljóst er að mörg spenn­andi verk­efni og tæki­færi bíða okk­ar það sem eft­ir lif­ir af for­mennsku­tíma­bili okk­ar í Norður­skauts­ráðinu. Ég trúi því að kast­ljósið muni halda áfram að skína skært á norður­slóðir næstu miss­eri þar sem áskor­an­ir og tæki­færi verða áfram mörg og marg­slung­in. Sjálf­bærni, vel­meg­un og ör­yggi á norður­slóðum eru mik­il­væg fyr­ir heim­inn all­an vegna víðtækra hnatt­rænna áhrifa og enn mik­il­væg­ari fyr­ir Ísland sem ligg­ur eitt ríkja í heild sinni inn­an norður­slóða.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 6. júní 2020.