Tafaleiðir framkvæmda og stjórnun í þágu fjöldans
'}}

Ásmundur Friðriksson alþingismaður:

Í vet­ur hafa nátt­úru­öfl­in svo sann­ar­lega minnt okk­ur á hvaða kraft­ar það eru sem raun­veru­lega ráða ríkj­um. Veik­leik­ar í raf­orku­kerf­inu sem Landsnet hef­ur í mörg ár bent á voru af­hjúpaðir. Sam­göng­ur stöðvuðust og hef­ur Öxna­dals­heiðin til dæm­is verið ófær 12 sinn­um í vet­ur. Þá lágu fjar­skipti niðri.

Kerfið sjálft fer ekki að lög­um

Uppi er gríðarleg­ur vand­ræðagang­ur við upp­bygg­ingu og viðhald raf­orku- og vega­kerf­is­ins í land­inu. Sér­lega verndað um­hverfi hef­ur skap­ast þar sem stöku sveit­ar­fé­lög, hags­muna­sam­tök og ein­stak­ling­ar geta leyft sér að troða á hags­mun­um sam­fé­lags­heild­ar­inn­ar, þrátt fyr­ir að mál­efna­leg rök liggi fyr­ir um nauðsyn­lega upp­bygg­ingu grunn­innviða okk­ar. Þetta eru ára- og ára­tuga­lang­ar taf­ir. Við búum við svo marg­flókið kerfi leyf­is­um­sókna og kæru­ferla að ekk­ert ná­granna­ríki okk­ar býr við ann­an eins reglu­frum­skóg. Hér verða rak­in raun­veru­leg dæmi sem Landsnet hef­ur þurft að þreyta í gegn­um kerfið mánuðum og árum sam­an, langt fram úr öll­um lög­bundn­um frest­um, áður en hægt er að byrja hina eig­in­legu vinnu við fram­kvæmd­ina. Þá hafa sveit­ar­stjórn­ir nýtt sér tafa­leiðir lag­anna þrátt fyr­ir að hafa áður samþykkt kerf­isáætl­un Landsnets.

  1. Aug­lýs­ing á til­lögu og ákvörðun um matsáætl­un fyr­ir Hólasands­línu 3 tók fjóra og hálf­an mánuð en á að taka fjór­ar vik­ur. Yf­ir­ferð á frummats­skýrslu sem á að taka tvær vik­ur tók fjóra mánuði og álit á mats­skýrslu sem á að taka fjór­ar vik­ur tók sex mánuði. Sam­an­lagt er þarna um að ræða ferli sem lög­um sam­kvæmt á að taka tíu vik­ur en tók meira en ár og er þá bara rætt um hluta af nauðsyn­legu heild­ar­ferli.
  2. Tíma­lína vegna und­ir­bún­ings fyr­ir Kröflu­línu 3 seg­ir svipaða sögu. Kynn­ing og ákvörðun um matsáætl­un sem á að taka fjór­ar vik­ur tók næst­um sex mánuði. Úrsk­urður ÚUA sem á að taka þrjá mánuði tók tutt­ugu og einn mánuð. Yf­ir­ferð frummats­skýrslu fyr­ir kynn­ingu sem á að taka tvær vik­ur tók yfir fimm mánuði. Álit á mats­skýrslu tók næst­um fimm mánuði en átti að taka fjór­ar vik­ur. Eft­ir að því lauk tók heila sautján mánuði að ganga frá skipu­lags­mál­um.
  3. Nú ligg­ur fyr­ir mats­skýrsla fyr­ir Suður­nesjalínu 2 hjá Skipu­lags­stofn­un og hef­ur legið þar síðan 13. sept­em­ber 2019. Álitið barst sjö mánuðum síðar. Álit Skipu­lags­stofn­un­ar var ein­göngu byggt á lög­um um mat á um­hverf­is­mál­um en ekki í sam­ræmi við stefnu stjórn­valda um upp­bygg­ingu flutn­ings­kerf­is­ins þegar sú stefna bygg­ist á raf­orku­lög­um.

Þessi upp­taln­ing er birt­ing­ar­mynd kerf­is sem ræður ekki við sjálft sig og við verðum að breyta. Ég mun mæta sveit­ar­stjórn­ar- og inn­an­rík­is­ráðherra í fyr­ir­spurna­tíma í Alþingi. Þar mun ég spyrja ráðherr­ann hvort hann og þá rík­is­stjórn­in sé reiðubú­in að ein­falda ley­fis­kerfi fram­kvæmda á Íslandi, líkt og rakið er í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Ég mun spyrja ráðherr­ann fyrst hvaða innviði hann telji nauðsyn­lega með til­liti til al­manna­hags­muna og hvort ráðherr­ann telji skyn­sam­legt að skil­greina þá innviði sér­stak­lega í lög­um.

Kerfið glóru­laust

Vega­gerðin og Landsnet hafa það lög­bundna hlut­verk að vinna að þróun og end­ur­bót­um á vega­kerf­inu og flutn­ings­kerfi raf­orku á sem hag­kvæm­ast­an hátt, eft­ir því sem al­manna­hags­mun­ir og þarf­ir sam­fé­lags­ins krefjast. Vega­gerðinni ber þannig að stuðla að ör­ugg­um, sjálf­bær­um, greiðum og hag­kvæm­um sam­göng­um í áætl­un­um sín­um sem þró­ist í sam­ræmi við stækk­un byggðar, auk­in um­svif at­vinnu­lífs og um­hverf­is­leg mark­mið. Það eru raun­veru­leg dæmi um að fram­kvæmd­ir sem eiga að færa sam­göng­ur heilu lands­hlut­anna inn í nú­tím­ann hafi taf­ist árum og jafn­vel ára­tug­um sam­an. Ekki má gleyma því að kerfið er mann­anna verk sem eng­inn ræður orðið við og kerfið sjálft hef­ur ekki leng­ur það að mark­miði að gæta hags­muna íbú­anna – sam­fé­lags­ins alls. Kerfið er glóru­laust á köfl­um og kæru­leiðirn­ar í engu sam­ræmi við það sem ger­ist í ná­granna­lönd­um okk­ar, eins og sést á meðfylgj­andi töflu.

Ein­föld­um leiðirn­ar

Í ann­an stað mun ég leggja þá fyr­ir­spurn fyr­ir ráðherr­ann hvaða skiln­ing hann legg­ur í ákvæði 3. mgr. 28. gr. vegalaga um heim­ild til að krefja sveit­ar­fé­lög um kostnaðarmun vegna lagn­ing­ar þjóðvega og hvort ráðherr­ann sé reiðubú­inn að beita þessu ákvæði.

Ástæðan fyr­ir þess­ari fyr­ir­spurn er sú að upp­bygg­ing innviða get­ur verið kostnaðar- og áhættu­söm. Þá áhættu tek­ur eig­andi innviðanna, í lang­flest­um til­fell­um ríkið, og því verður að líta svo á að sé nýt­ing lögþvinguð, t.a.m. með eign­ar­námi sem krefst mál­efna­legs rök­stuðnings á sjón­ar­miðum al­manna­hags­muna, er eðli­legt að hæfi­legt end­ur­gjald komi fyr­ir. Þessi ákvæði eru í lög­um til að tryggja fram­gang innviðaupp­bygg­ing­ar með hliðsjón af al­manna­hags­mun­um og al­manna­ör­ygg­is­sjón­ar­miðum sem rétt­læta þetta inn­grip í eign­ar­rétt land­eig­anda og skipu­lags­vald sveit­ar­fé­laga. Ég mun því spyrja ráðherr­ann í þriðja lagi hvort ekki sé rétt að ein­falda um­sagn­ar- og ley­fis­kerfið til sam­ræm­is við það sem gert er í ná­granna­lönd­um okk­ar þannig að málsmeðferðar­tím­inn fram að út­gáfu fram­kvæmda­leyf­is verði stytt­ur til muna og að ekki sé hægt að kæra málsmeðferð á fyrri stig­um. Þá er mik­il­vægt að ráðherra svari því hvort hann telji ekki nauðsyn­legt, með hliðsjón af upp­bygg­ingu vega­kerf­is­ins, að ákveðnar fram­kvæmd­ir sem varða al­manna­heill og/​eða ör­yggi lands­manna á veg­um verði und­anþegn­ar mati á um­hverf­isáhrif­um þannig að ábyrgð og ákvörðun um fram­kvæmd­ir fær­ist al­farið á hend­ur rík­is­ins.

Tök­um sem dæmi Reykja­nes­braut­ina, þar sem nú er unnið að því að ljúka tvö­föld­un braut­ar­inn­ar sem er um 50 km löng að Hafnar­f­irði. Loka­áfang­an­um, 5 km kafla frá Hvassa­hrauni að Krísu­víkuraf­leggj­ara, hef­ur verið breytt í sam­ræmi við nýtt aðal­skipu­lag Hafn­ar­fjarðar inn­an iðnaðarsvæðis og þarf breyt­ing­in að fara í kerf­is­lega þungt, langt og rán­dýrt um­hverf­is­mat þrátt fyr­ir aug­ljós­an kost við breyt­ing­una.

Líkt og ég hef rakið hér að fram­an er ljóst að kerfið er ekki í neinu sam­ræmi við al­menn­an vilja í sam­fé­lag­inu. Það er því nauðsyn­legt að end­ur­skoðun lag­anna horfi til ein­föld­un­ar svo að fá­menn­ir hóp­ar geti ekki stöðvað eða tafið fram­kvæmd­ir sem varða af­komu og lífs­gæði íbúa á heil­um landsvæðum árum og ára­tug­um sam­an.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 20. maí 2020.