Hnatt­ræni jafn­réttis­sjóðurinn og mann­réttindi hin­segin fólks
'}}

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra:

Mann­réttindi hin­segin fólks eru víða um heim virt að vettugi. Hin­segin fólk verður enn fyrir marg­vís­legu of beldi, hatur­s­orð­ræðu og of­sóknum, og enn er litið á sam­kyn­hneigð sem glæp í yfir sjö­tíu aðildar­ríkjum Sam­einuðu þjóðanna. Í minni utan­ríkis­ráð­herra­tíð hef ég lagt sér­staka á­herslu á að Ís­land láti ekki sitt eftir liggja í bar­áttunni fyrir mann­réttindum hin­segin fólks á al­þjóða­vett­vangi, hvort heldur sem er á vett­vangi al­þjóða­stofnana eða í tví­hliða sam­skiptum ríkja. Þá var réttindum hin­segin fólks gert hátt undir höfði í setu okkar í mann­réttinda­ráði Sam­einuðu þjóðanna.

Ríkis­stjórnin stefnir sömu­leiðis að því að tryggja enn betur stöðu og réttindi hin­segin fólks hér á landi. Ný­verið birtist Regn­boga­kort Evrópu­sam­taka hin­segin fólks (ILGA-Europe) og hafði Ís­land hækkað þar um fjögur sæti á milli ára og er nú komið í 14. sæti. Regn­boga­kortið er birt ár­lega í kringum al­þjóð­legan bar­áttu­dag hin­segin fólks sem er 17. maí og felur í sér út­tekt á stöðu og réttindum hin­segin fólks í Evrópu. Sem hluti af sér­stakri á­herslu á réttindi hin­segin fólks í máls­vara­starfi Ís­lands á al­þjóða­vett­vangi hefur Ís­land hlotið inn­göngu í kjarna­hóp Sam­einuðu þjóðanna um réttindi hin­segin fólks. Hópurinn saman­stendur af um þrjá­tíu ríkjum frá mis­munandi heims­álfum sem vilja beita sér sér­stak­lega fyrir auknum réttindum og bættri stöðu hin­segin fólks á al­þjóð­legum vett­vangi.

Mann­réttindi og jafn­réttis­mál hafa fengið aukið vægi í utan­ríkis­stefnu Ís­lands á undan­förnum árum og hefur Ís­land í vaxandi mæli tekið virkan þátt í máls­vara­starfi á er­lendum vett­vangi í þágu mann­réttinda í heiminum. Á síðasta ári sam­þykkti Al­þingi nýja stefnu Ís­lands í þróunar­sam­vinnu fyrir árin 2019-2023 þar sem til­greint er að öll þróunar­sam­vinna eigi að hafa mann­réttindi að leiðar­ljósi. Í kjöl­farið hefur Ís­land fylgst sér­stak­lega grannt með stöðu hin­segin fólks í sam­starfs- og á­herslu­ríkjum í þróunar­sam­vinnu, þ.e. Palestínu, Afgan­istan, Mó­sambík, Úganda og Malaví.

Á tímum CO­VID-19 far­aldursins eiga lýð­ræði, mann­réttindi og réttar­ríkið undir högg að sækja og hætt er við að við­kvæmir hópar eins og hin­segin fólk verði enn frekar fyrir fjöl­þættri mis­munun. Ís­land hefur því lagt aukna á­herslu á að við­eig­andi sam­starfs­aðilar og al­þjóða­stofnanir sam­þætti kynja­sjónar­mið og mann­réttindi í öllum við­brögðum, á­kvörðunum og að­gerðum í tengslum við sam­fé­lags- og efna­hags­leg á­hrif heims­far­aldursins með það að leiðar­ljósi að far­aldurinn valdi ekki bak­slagi í mann­réttinda- og kynja­jafn­réttis­málum.

Til marks um á­herslu á mann­réttindi og jafn­réttis­mál í utan­ríkis­stefnu Ís­lands á­kvað ég ný­lega að Ís­land gerðist styrktar­aðili Hnatt­ræna jafn­réttis­sjóðsins sem beinir stuðningi sínum sér­stak­lega að mann­réttindum hin­segin fólks. Sjóðurinn hefur meðal annars beitt sér á á­herslu­svæðum Ís­lands í al­þjóð­legri þróunar­sam­vinnu þar sem mann­réttindi hin­segin fólks eru víða fótum troðin, meðal annars í Palestínu og Úganda. Staða hin­segin fólks og sam­taka þeirra gefa oft vís­bendingu um á­stand mann­réttinda al­mennt og dæmi eru um að stuðningur og að­stoð sjóðsins hafi bjargað lífum ein­stak­linga sem berjast fyrir auknum mann­réttindum hin­segin fólks og er of­sótt á grund­velli kyn­hneigðar.

Að­koma einka­geirans að þróunar­sam­vinnu er nauð­syn­leg til að bæta lífs­kjör og mann­réttindi í þróunar­ríkjum. Hnatt­ræni jafn­réttis­sjóðurinn er með sterk gras­rótar­tengsl og að honum standa bæði einka­fyrir­tæki og opin­berir aðilar, þar á meðal öll Norður­löndin. Í þessu nýja sam­starfi gætu því falist tæki­færi fyrir ís­lensk fyrir­tæki sem vilja láta gott af sér leiða.

Greinin birtist í Fréttablaðinu 20. maí 2020.